Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 31.12.2001, Qupperneq 102

Jökull - 31.12.2001, Qupperneq 102
Magnús T. Guðmundsson fjölskyldufélagar 6, stofnanir 47. Einnig eru um 50 bréfafélagar auk þess sem Jökull er sendur 8 fjölmiðl- um og erlendir áskrifendur eru rúmlega 60. Samanlagt eru þetta um 560 aðilar. FJÁRMÁL Fjárhagur félagsins stendur nokkuð vel. Helstu tekju- stofnar eru árgjöldin, tekjur af sölu Jökuls erlendis og tekjur af jöklahúsum. Helstu útgjaldaliðir eru útgáfa Jökuls, rekstarkostnaður skálanna og rekstur bíls fé- lagsins. Á árinu fékkst 200.000 kr. styrkur til útgáfu Jökuls frá bæði ráðuneyti menntamála og og umhverf- ismála. Eru þessir styrkir mikilvægir félaginu og því hvatning að halda áfram útgáfu eina alþjóðlega vís- indaritsins um jöklafræði og jarðfræði Islands. I við- haldi skála voru nýjar dýnur á Grímsfjalli stærsti út- gjaldaliðurinn. Nokkur kostnaður var vegna afmæl- ishátíðar og annars tilstands vegna 50 ára afmælis félagsins. Félagið á nú nokkra fjármuni á banka- reikningum en þar er ekki allt sem sýnist því þar á meðal eru tryggingabætur vegna Esjufjallaskála. Ym- is kostnaður vegna reksturs og innheimtu hefur farið hækkandi á síðustu árum. Á þetta einkum við urn ým- is þjónustugjöld banka og póstburðargjöld. Erfitt er við þessu að gera en stjórnin mun halda áfram að leita leiða við að halda kostnaði í skefjum. RANNSÓKNIR Vorferð Vorferðin var nú aftur rúm vika að lengd eftir þrjár stórar vorferðir á árunum 1997-1999. Ferðin var far- in 9.-17. júní um Skálarfellsjökul, en vegna vorkulda og snjóa var leiðin í Jökulheima ekki fær með þunga- flutning. Nokkrir jeppar fóru þó þá leiðina. Ferðin gekk vel og áfallalaust. Þátttakendur allan tímann voru 20 en 10 manns voru að auki yfir Hvítasunnu- helgina. Helstu verkefnin voru: 1. Vatnshæð Grímsvatna var mæld og reyndist hún 1362 nr y.s. Einnig var vitjað um sjálfvirkan vatns- hæðarmæli í borholu í Vötnunum. 2. Afkoma var mæld í Grímsvötnum, á Bárðarbungu og á Háubungu. f Grímsvötnun var vetrarlagið um 370 cm á þykkt og vatnsgildi þess 1980 nrm. Er þetta með minna móti. Afkomumælingarna eru hefðbundin verkefni vorferðar og mynda hluta af afkomumæling- um RH og LV á Vatnajökli. 3. Unnið var við sjálfvirka rannsóknastöð á Gríms- fjalli. í fyrsta lagi var sett upp sendiloftnet fyrir jarð- skjálftamæli Veðurstofunnar, í öðru lagi var sett upp sjálfvirk veðurstöð sem rekin var yfir sumarið, og í þriðja lagi var unnið að lagfæringum og endurbótum á gufurafstöðvum. 4. Gerð var GPS landmæling á Grímsfjalli, Jökul- heimum og Hamrinum til að fylgjast með landrisi og sigi. Mælingarnar sýna að Grímsfjall rís nú hægt og bítandi vegna innstreymis kviku í kvikuhólf undir vötnunum. 5. Grímsvötn og nágrenni var kortlagt með DGPS sniðmælingum. Er þannig fylgst með ísbráðnun og jarðhitabreytingum með samanburði við mælingar frá í fyrra. Sýna mælingarnar að ísstíflan heldur áfram að þynnast og lækka vegna aukins jarðhita undir Gríms- fjalli norðaustanverðu. 6. Settar voru upp stikur til að mæla ísskrið í Grím- svötnum, og við útfallið út úr vötnunum. 7. Gerðar voru DGPS sniðmælingar í Gjálp og mæl- ingar á ísskriði. Þessar mælingar eru liður í rannsókn á viðbrögðum Vatnajökuls við breytingum sem fylgdu Gjálpargosinu 1996, auk þess sem með þeim fæst mat á varmaafli Gjálpar. 8. Þyngdarmælingar og íssjármælingar voru gerðar í Gjálp til að kanna lögun hins nýja fjalls. Mælingar voru gerðar 1997 og 1998 en nú var bætt nokkru við til að hnýta lausa enda. Einnig var í ferðinni dittað að húsurn á Grímsfjalli og í Jökulheimum. Skipt var um allar dýnur í stóra skálanum á Grímsfjalli. Landsvirkjun lagði til snjóbíl og bílstjóra eins og löngum áður og Vegagerðin veitti styrk til eldsneytiskaupa. Haustferð Haustferð á Vatnajökul var farin dagana 13.-17. sept- ember. Þátttakendur voru 12 og var farið á jökul frá Jöklaseli, enda Tungnaárjökull enn ófær vegna sprungna seinni hluta sumars eftir framhlaupið 1994- 1995. Mældar voru ísskriðs- og afkomustikur víðs- vegar um Vatnajökul. Gengið var frá vatnshæðarmæli á Grímsvötnum fyrir veturinn og rannsóknastöðinni á 100 JÖKULLNo. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.