Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 28
28 Ljósmæðrablaðið - júní 2016 auðveldara með að aðlagast vaktavinnu. Þegar fólk er með stóra fjölskyldu og börn á skóla- og leikskólaaldri getur verið erfitt að samhæfa vaktavinnu við rútínu fjölskyldunnar og rými til að hvíla sig milli vakta er gjarnan takmarkað. Góð ráð fyrir vaktavinnufólk Þar sem það er töluverður einstaklingsmunur á þeim áhrifum sem vaktavinna hefur á svefninn okkar er ekki til nein ein töfra- lausn til þess að bæta svefn sem hentar öllum vel. Því er mikil- vægt fyrir hvern og einn að prófa sig áfram og finna út hvað af eftirfarandi ráðum henta viðkomandi: Almennt vaktaskipulag • Því færri næturvaktir sem unnar eru í röð, því betra. Ef unnar eru fleiri en fjórar næturvaktir í röð eykst verulega hættan á slysum og mistökum í vinnu. • Það er best að vaktaskipting fylgi klukku sólarhringsins. Þannig er best að farið sé af morgunvakt yfir á kvöldvakt og þaðan á næturvakt. • Æskilegt er að ávallt líði a.m.k. 11 klukkustundir milli vakta svo tækifæri gefist á nægilegri hvíld. Mataræði, koffein og nikótín • Á næturvöktum er mælt með því að borða aðalmáltíð vakt- arinnar milli kl. 00:00 – 01:00 og fá sér svo létt snarl undir morgun. Mikilvægt er að forðast fituríkan og brasaðan mat á nóttunni en mælt er með að borða holla og próteinríka fæðu. Forðast skal þungar máltíðir seint á vaktinni þar sem slíkt hefur slæm áhrif á svefninn eftir vaktina. • Koffein á fyrri hluta næturvaktar getur hjálpað til við að halda einbeitingu. Mikilvægt er þó að forðast koffein á seinni hluta vaktarinnar til þess að auka líkur á góðum svefni þegar heim er komið. • Forðast skal að nota nikótín nokkrum klukkustundum fyrir svefninn. Nikótín er örvandi efni sem lengir tímann sem það tekur að sofna. Svefntímar ‒ næturvaktir • Ef unnin er einungis ein næturvakt er ráðlagt að fara að sofa eins fljótt og kostur er þegar vaktin klárast og sofa einungis í fjórar klukkustundir. Með þessu móti ætti viðkomandi að vera orðinn mjög þreyttur þegar kemur að hefðbundnum háttatíma um kvöldið og eiga auðvelt með að sofna og stilla sig aftur inn á eðlilegan takt. Ef sofið er lengur en fjórar klukkustundir mun það að öllum líkindum koma niður á nætursvefninum næstu nótt. • Ef unnar eru fáar næturvaktir í einu hefur sumum reynst vel að skipta svefninum upp í tvær lotur, sofa fjórar klukku- stundir fyrir vaktina og fjórar beint eftir vaktina. Með þessu móti næst að halda einbeitingu á vaktinni og svefn- þörf líkamans er uppfyllt án þess að snúa líkamsklukkunni algjörlega við. Þetta hentar þó alls ekki öllum. • Ef unnar eru eingöngu næturvaktir getur verið góð hugmynd að hluti af svefntímanum sé alltaf á sama tíma sólarhrings hvort sem viðkomandi er í vinnu eða fríi. Til dæmis ef sofið er frá kl. 08:00 – 16:00 þá daga sem unnið er, þá gæti svefntíminn frá kl. 04:00 – 12:00 virkað vel á þeim dögum sem viðkomandi er í fríi. Með þessu móti eru fjórar klukku- stundir svefns alltaf á sama tíma sólarhringsins (08:00 – 12:00) og því verður breytingin fyrir líkamsklukkuna ekki eins mikil. • Áður en byrjað er á næturvöktum getur verið gott að fara seint að sofa kvöldið áður og sofa eins lengi og mögulegt er um morguninn fyrir vaktina. • Stuttur blundur (30 – 60 mín.) fyrir næturvakt hefur gjarnan góð áhrif á einbeitingu og frammistöðu á vaktinni. Birta • Að vera innandyra um morguninn fyrir fyrstu næturvakt eða nota sólgleraugu ef farið er út í dagsbirtu getur verið gott ráð. Þetta er gert til þess að seinka dægursveiflunni og auðvelda líkamanum að venjast næturvinnunni. • Á næturvöktum er mikilvægt að vinna í björtu umhverfi og hafa skær ljós. Þetta minnkar magn melantóníns í blóðinu og eykur árvekni á vaktinni. Til eru sérstakir dagljósalampar sem lýsa mjög skæru ljósi og geta verið hentugir í notkun á fyrri hluta næturvaktar. • Mikilvægt er að nota sólgleraugu á leið heim úr vinnu eftir næturvakt og forðast að vera úti í dagsbirtu áður en farið er að sofa. Þetta er gert til þess að hindra minnkun á melantóníni í líkamanum en styrkur þess minnkar þegar dagsbirta berst til augnanna og þá er erfiðara að sofna. Svefnumhverfið • Passa skal upp á að gera svefnumhverfið eins svefnvænt og mögulegt er þegar sofið er á daginn. • Passa þarf upp á að hafa svefnherbergið algjörlega myrkvað – hafa hitastig í herberginu þægilegt (ekki of heitt) og reyna að koma í veg fyrir allar truflanir frá umhverfinu. • Slökkva skal á farsímum og taka heimasíma úr sambandi og biðja fjölskyldumeðlimi um aðstoð við að lágmarka truflun á svefntímanum. • Ef þú ert mjög viðkvæm/ur fyrir hljóðum úr umhverfi gæti verið góð hugmynd að sofa með eyrnatappa. Þegar svefnvandamál eru til staðar er reglubundinn svefn oftast það svefnráð sem mikilvægast er að fylgja til þess að komast út úr vítahring svefnleysis. Þeir sem stunda vaktavinnu hafa sjaldan þann kost að fara alltaf á sama tíma að sofa og á sama tíma á fætur. En það sem þá er mikilvægt er að reyna að skapa sér einhverja reglu í þessu óreglulega mynstri. Auðveldast er að gera það ef að vaktaplanið er nokkuð reglulegt og ef hægt er að fá upplýsingar um vaktaplan langt fram í tímann. HEIMILDIR 1. Åkerstedt, T. (2003). Shift work and disturbed sleep/wakefulness. Occupational Medicine, 53(2), 89‒94. 2. Cagnacci, A., Elliott, J. A. & Yen, S. S. (1992). Melatonin: a major regulator of the circadian rhythm of core temperature in humans. The Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism, 75(2), 447‒452. 3. Costa, G. (1996). The impact of shift and night work on health. Applied ergonomics, 27(1), 9‒16. 4. Torsvall, L., Akerstedt, T., Gillander, K. & Knutsson, A. (1989). Sleep on the night shift: 24-hour EEG monitoring of spontaneous sleep/wake behavior. Psychophysiology, 26(3), 352‒358. 5. Åkerstedt, T., Kecklund, G. & Knutsson, A. (1991). Spectral analysis of sleep electroencephalography in rotating three-shift work. Scandinavian journal of work, environment & health, 330‒336. 6. Sallinen, M., Härmä, M., Mutanen, P., Ranta, R., Virkkala, J. & Müller, K. (2003). Sleep–wake rhythm in an irregular shift system. Journal of Sleep Research, 12(2), 103‒112. 7. Åkerstedt, T. (1995). Work hours, sleepiness and the underlying mechanisms. Journal of sleep research, 4(s2), 15‒22. 8. Dinges, D. F. (1995). An overview of sleepiness and accidents. Journal of sleep research, 4(s2), 4‒14. 9. Saksvik, I. B., Bjorvatn, B., Hetland, H., Sandal, G. M. & Pallesen, S. (2011). Individual differences in tolerance to shift work – a systematic review. Sleep medicine reviews, 15(4), 221‒235. Þegar mikil óregla er á fyrirkomulagi vakta aukast líkur á svefnvanda- málum, svefnskorti og dagssyfju. Samfara þessu upplifir fólk gjarnan einbeitingarskort og minnistruflanir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.