Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 34
34 Ljósmæðrablaðið - júní 2016 Karolina Fund. Söfnunin gekk vonum framar og viðbrögðin voru eiginlega alveg ótrúleg. Þegar farið er af stað með söfnun hjá Karolina Fund fylgir því að maður þarf að vera duglegur að kynna verkefnið sitt sem við gerðum. Við fórum í viðtöl hingað og þangað og gerðum allt sem okkur datt í hug til að vekja á verkefninu athygli. Kastljósið, Ísland í dag, flest öll dagblöð, fréttamiðlar á netinu og útvarpsþættir voru nánast daglegt brauð um tíma. Þægindarammi var hugtak sem við vorum alveg hættar að nota, enda löngu komnar út fyrir hann. Fram að þessu höfum við ekki fengið annað en jákvæð viðbrögð hvar sem við höfum komið, ótrúlegasta fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga. Einstaklingar og fyrirtæki hafa sett sig í samband við okkur og viljað leggja verkefninu lið og fyrir það erum við eilíflega þakklátar. Það er mikið búið en það er líka töluvert eftir. Um leið og húsnæðið er tilbúið sækjum við um starfsleyfi heilbrigðiseftirlits. Í kjölfarið tilkynnum við reksturinn til landlæknis og verið er að vinna í samn- ingum við Sjúkratryggingar Íslands. Fyrsta barnið fæðist vonandi í sumar á litla fæðingarheimilinu okkar, ef allt gengur að óskum. Við vitum að fæðingar taka mislangan tíma og það þarf þolinmæði í yfir- setu. Það sama virðist eiga við um fæðingu fæðingarstofu. Konur hafa haft samband við okkur og lýst yfir áhuga á að fæða hjá okkur á fæðingarstofunni en við höfum hingað til ekki viljað lofa þeim neinu. Allt er samt að verða tilbúið og það er þegar verið að prjóna heimferð- arsett á fyrsta barnið sem fæðist í fæðingarstofunni okkar. Það er mikil vinna að setja á fót fæðingarstofu. Í tveggja manna hópinn okkar hafa nú bæst við fleiri ljósmæður sem eru okkur mikill liðstyrkur. Það eru Harpa Ósk Valgeirsdóttir, ljósusystir okkar, Greta Matthíasdóttir, Jenný Árnadóttir og Emma Swift. Þær Harpa og Emma ætla að vinna með okkur í tengslum við námskeið og ýmsar nýjungar sem við erum farnar að bjóða upp á í Björkinni og hægt er að finna upplýsingar um á nýju heimasíðunni okkar sem við vorum að opna í byrjun árs. Harpa hefur hjálpað okkur að halda utan um verkefnin og er vefstjórinn okkar. Gréta og Jenný eru að vinna með okkur og Hörpu að mótun þjón- ustunnar sem verður veitt á fæðingarstofunni og þær munu mynda með okkur fyrsta ljósmæðrahópinn sem býður upp á samfellda þjónustu og fæðingu í fæðingarstofunni. Okkur innan handar er líka góður hópur af ráðgefandi ljósmæðrum sem er líka mikill styrkur fyrir okkur og við erum þeim mjög þakklátar. Fæðingarstofan verður til að byrja með aðallega ætluð konum sem koma utan af landi til að fæða börnin sín og hafa ekki kost á að fæða barnið sitt á heimaslóðum. Konur af höfuð- borgarsvæðinu verða líka boðnar velkomnar. Allar þurfa konurnar að vera hraustar og verður meðgangan þeirra að vera eðlileg. Stuðst verður við leiðbeiningar landlæknis um val á fæðingarstað. Draumur okkar er að fæðingarstofan í Lygnu verði upphaf að einhverju stærra og meira. Fæðingarheimili með nokkrum fæðingarstofum og fleiri ljós- mæðrahópum. Það er von okkar að með opnun fæðingarstofu Bjark- arinnar munum við skapa nýjan starfsvettvang fyrir ljósmæður, fjölga valkostum og bæta þjónustu við verðandi foreldra. Arney Þórarinsdóttir Hrafnhildur Halldórsdóttir Fjölskyldumeðlimir hjálpa til að gera fæðingastofuna klára.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.