Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 46

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 46
46 Ljósmæðrablaðið - júní 2016 Kæru ljósmæður og aðrir gestir Ólöf Ásta hringdi í mig í síðustu viku og bað mig um að vera með „létt og skemmtilegt“ erindi um námstímann okkar hér við deildina og tækifæri framtíðarinnar. Ekkert mál hugsaði ég en þegar ég las það sem ég var búin að punkta niður hjá mér eftir miklar vangaveltur, áttaði ég mig á því að þetta voru aðallega alvörugefnar vangaveltur um jafnréttisbaráttuna. Ekki beint „létt og skemmtilegt“ en svo hugsaði ég með mér að þetta væri í takt við yfirskrift málstof- unnar: Ljósmóðurstörf eru lífið sjálft. Þau tengj- ast jú alltaf málefnum líðandi stundar og eru samofin tíðarandanum. Svolítið dramatískt en samt skemmtilegt. Þegar ég velti því fyrir mér hvað einkenndi þessi tvö ár okkar hér í ljósmæðranáminu þá leitaði hugurinn aftur og aftur að systralaginu. Af hverju er það svona sterkt? Við erum ljósu- systur, eigum ljósubörn og ljósumömmur, stórar systur og litlar systur og þetta er allt eins og ein stór fjölskylda. Ég man að þegar ég var að byrja í náminu þá fannst mér þetta tal svolítið væmið en ég fann það fljótt að þetta var ekki innantómt hjal heldur lá eitthvað alveg sérstakt þarna á bak við. Ég og mínar systur hófum ljósmæðranámið árið 2013 og útskrifuðumst síðastliðið vor. Við erum því enn að stíga okkar fyrstu skref sem alvöru ljós- mæður þessa dagana. Ég held að námstími okkar hafi verið frekar hefðbundinn enda fann maður það fljótt hversu rík áhersla er lögð á venjur og hefðir í skólanum og þá sérstaklega í tengslum við systra- lagið. Eins og hollsystur fyrsta árgangsins og allra árganga okkar á milli gerðu eflaust, þá helltum við okkur í hugmyndafræði ljós- móðurfræðinnar, tókum á móti barni í fyrsta sinn, lentum í tilfellum sem reyndu á andlegan styrk (og stundum líkamlegan), hlógum og grétum og studdum við bakið á hver annarri. Við fundum hvað það var mikilvægt fyrir okkur að tala saman og segja hver annarri frá því hvernig okkur leið bæði þegar við lentum í erfiðum og skemmti- legum aðstæðum. Þannig lærðum við svo margt af hver annarri og fengum um leið staðfestingu á því að það væri til dæmis alveg eðlilegt að brotna saman og gráta inn á skoli eftir tvöfalda vakt þar sem maður hafði ákveðið að vera áfram af því að konan var alveg að fara fæða en endaði svo í sogklukku tíu tímum síðar. Líka að það væri alveg eðlilegt að líða eins og maður gæti alveg eins verið með bundið fyrir augun þegar kom að saumaskapnum og að manni liði eins og maður ætti aldrei eftir að verða jafn klár og allar reyndu ljós- mæðurnar sem við hittum á námstímanum. Við sögðum og segjum hver annarri ennþá reynslusögur, en ekki til að kjafta um fólkið heldur til að læra af reynslunni og fá staðfestingu eða einhverskonar skilning. Ég held að þessi kraftmikla sameiginlega reynsla geri ljós- mæðrahollin að eins sterkum einingum og raun ber vitni og að þessi samlíðan nemanna sé einn af mikilvægustu þáttunum í að komast í gegnum þetta krefjandi nám. Það var líka alveg ný upplifun að vera í bekk þar sem ALLIR voru jafn yfir sig áhugasamir um námsefnið þannig að fólk vildi frekar sleppa frímínútum heldur en að þurfa að sleppa nokkrum glærum, en þannig var þetta. Á árunum 2013‒2015 var líka ýmislegt sem breyttist; það var tekin ákvörðun á Landspítalanum um að hætta að greiða ljós- mæðranemum laun fyrir vinnu sína á verk- námstíma, sumarönnin datt því út þar sem hún var ekki lánshæf fyrir nemendur, þjappa þurfti námsefninu á styttri tíma og minnka lokaverk- efnið umtalsvert. Hreiðrinu var lokað þegar við vorum á fyrsta árinu en við náðum einu dýrmætu verknámi þar. En að tíðarandanum og tækifærunum. Að rifja upp námstímann og draga hann saman í nokkur orð lætur mér líða svolítið eins og þegar maður er í brúðkaupsveislu þar sem myndum af því sem gerðist fyrir nokkrum mínútum er varpað upp á skjá og allir sitja og horfa á í nostalgíu yfir því sem gerðist áðan. Ég er náttúrulega bara nýskriðin úr náminu og ekki komin með mikla fjarlægð á þennan tíma en það sem gerði vikurnar í kringum útskriftina meðal annars eftirminnilegar var að ljósmæður voru í verkfalli. Ég var mjög stolt að tilheyra loksins þessari elstu launuðu kvennastétt landsins sem barðist nú fyrir bættum kjörum, enda löngu tímabært að greiða þeim (og okkur) í samræmi við menntun og ábyrgð. Við fengum þó allar vinnu við ljósmæðrastörf og vorum ýmist laus- eða fastráðnar. Viku fyrir 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna voru svo sett lög á verkfallið eins og við munum. Þetta voru mikil vonbrigði og þessi tímasetning eitthvað svo dramatísk. Ég spurði sjálfa mig hvað hefði áunnist í jafnréttisbaráttu síðastliðin 100 ár. Ég hlýt að vera eitthvað að misskilja þetta, ætli það sé ekki bara eitthvað náttúrulögmál að borin sé minni virðing fyrir störfum kvenna en karla? Árið 2015 var í raun mjög skrítið ár að mínu mati. Á sama tíma og maður fékk það á tilfinninguna að feðraveldið væri í fullu fjöri urðu líka nokkrar magn- aðar byltingar þar sem skömminni var skilað til síns heima og barist var gegn hefndarklámi, tabúum og þöggun. Fimmtán ára stúlkur í Hagaskóla sigruðu hæfileikakeppni grunnskólanna með atriði þar sem þær kröfðust þess að fá meira pláss í samfélaginu og hrópuðu: Elsku feðraveldi, veistu, þegar þú segir mér að róa mig og halda bara kjafti, hveturðu mig áfram til að öskra af öllu afli þú getur ekki stoppað það sem þú veist að er að koma þú skilur ekki erfiðið, þú ert ekki kona. Það var einhver undirliggjandi kraftur sem einkenndi þetta ár. Það er eitthvað í loftinu og ég held að ef ljósmæður leyfa þessum krafti að hrífa sig með, eins og þegar konur gefa sig á vald líkamans í fæðingu, þá á eitthvað stórkostlegt eftir að gerast. Ljósmæðranámið og tækifæri framtíðarinnar - erindi flutt á 20 ára afmæli námsbrautar í ljósmóðurfræði - Rut Guðmundsdóttir Ljósmóðir á Landspítala

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.