Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 35
35Ljósmæðrablaðið - júní 2016 Íslenskar ljósmæður vinna um þessar mundir blómlegt starf við rannsóknir á margvíslegum þáttum barneignarferlisins. Afrakstur rannsókna þeirra fer fyrst að bera ávöxt þegar ný þekking breiðist út meðal ljósmæðra og annarra heilbrigðisstarfsmanna, og því ekki úr vegi að kynna í Ljósmæðrablaðinu þau rannsóknarverkefni sem unnin eru af íslenskum ljósmæðrum og þær greinar sem birst hafa í öðrum ritrýndum tímaritum. Í dag stunda fimm íslenskar ljósmæður rannsóknanám á doktorsstigi. Sigfríður Inga Karlsdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Sigríður Sía Jónsdóttir og Valgerður Lísa Sigurðardóttir halda áfram sínu doktorsnámi, en við hópinn hefur bæst Emma Swift sem stundar doktorsnám í ljósmóðurfræði og lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands (HÍ) og rannsakar meðgönguvernd, undirbúning fæðingar, fæðingarótta, sjálfsöryggi og fæðingarinngrip. Berglind Hálfdáns- dóttir lauk doktorsnámi í ljósmóðurfræði við HÍ 2. maí síðastliðinn þar sem hún rannsakaði forsendur, útkomu og áhrifaþætti fyrirfram ákveðinna heimafæðinga á Íslandi. Þátttaka íslenskra ljósmæðra í stórum samstarfsverkefnum um innlendar sem erlendar rannsóknir heldur áfram að vaxa. Þau verkefni sem þær taka þátt í um þessar mundir eru: - Barneign og Heilsa: Hildur Kristjánsdóttir og Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. - BIDENS rannsóknasamstarfið (Belgium, Iceland, Denmark, Estonia, Norway and Sweden): Hildur Kristjánsdóttir. - COST verkefnið Childbirth Cultures, Concerns and Consequences: Dr. Helga Gottfreðsdóttir. - COST verkefnið BIRTH, Building Intrapartum Research Through Health: Sigfríður Inga Karlsdóttir og Sigríður Sía Jóns- dóttir. - MiMo módelið: Sænsk-íslensk rannskókn um innleiðingu og mat á ljósmóðurfræðilegu umönnunarmódeli. Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. - The Nordic Homebirth Study: Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Ásrún Ösp Jónsdóttir og Dr. Berglind Hálfdánsdóttir. - Við fyrri samstarfsverkefni hefur bæst þátttaka Emmu Swift í rannsóknasamstarfi í Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bret- landi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Chile og Íslandi undir leiðsögn Dr. Kathrin Stoll þar sem þróaður var nýr mælikvarði til að meta fæðingarótta, viðhorf kvenna til notkunar tækni í fæðingum og hvað hefur áhrif á þau viðhorf hjá næstu kynslóð barnshafandi kvenna. Frá síðasta vori hafa birst tvær ritrýndar greinar íslenskra ljós- mæðra í Ljósmæðrablaðinu. Á sama tíma hafa birst í öðrum tímaritum í það minnsta átta ritrýndar greinar um rannsóknir sem íslenskar ljósmæður hafa gert á efni sem snertir ljósmæðraþjónustu á Íslandi (greinar sem eru hluti af doktorsverkefni eru stjörnumerktar): Hildur Kristjánsdóttir og samstarfsaðilar hennar í BIDENS rann- sóknasamstarfinu birtu í tímaritinu BMC Pregnancy and Childbirth í maí 2015 greinina Pregnancy intendedness and the association with physical, sexual and emotional abuse ‒ a European multi- -country cross-sectional study: http://bmcpregnancychildbirth.biomedcentral.com/articles/10.1186/ s12884-015-0558-4 Helga Gottfreðsdóttir og félagar birtu í tímaritinu Midwifery í septem- ber 2015 greinina Taxonomy for complexity theory in the context of maternity care: http://www.midwiferyjournal.com/article/S0266-6138(15)00157-6/ abstract Helga Gottfreðsdóttir og félagar birtu í tímaritinu The Europe- an Journal of Human Genetics (rafræn birting í nóvember 2015) greinina Preferences for prenatal tests for Down syndrome: An international comparison of the views of pregnant women and health professionals: h t tp : / /www.nature .com/ejhg/ journal /vaop/ncurrent /pdf / ejhg2015249a.pdf Ólöf Ásta Ólafsdóttir og samstarfsaðilar hennar í The Nordic Homebirth Study birtu á árunum 2015‒16 tvær rannsóknargreinar í tímaritunum Birth og Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica um lengd eðlilegrar fæðingar og flutning í heimafæðingum: http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/birt.12191/abstract http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/aogs.12858/full Berglind Hálfdánsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir og félagar birtu í tímaritinu Midwifery í mars 2016 greinina Maternal attitudes towards home birth and their effect on birth outcomes in Iceland: A prospective cohort study*: http://www.midwiferyjournal.com/article/S0266-6138(16)00002-4/ abstract Helga Gottfreðsdóttir, Embla Ýr Guðmundsdóttir, Hildur Kristjáns- dóttir og félagar birtu í tímaritinu Midwifery (rafræn birting í maí 2016) greinina Content of antenatal care: Does it prepare women for birth?: http://www.midwiferyjournal.com/article/S0266-6138(16)30044-4/ abstract Emma Swift og samstarfsaðilar hennar í rannsóknasamstarfi um fæðingarótta birtu í tímaritinu Sexual & Reproductive Healthcare í júní 2016 greinina Cross-cultural development and psychometric evaluation of a measure to assess fear of childbirth prior to pregnancy: http://www.srhcjournal.org/article/S1877-5756(16)00022-7/abstract Að auki má til gamans geta þess að fjölmargar íslenskar ljósmæður kynntu rannsóknir sínar á Norðurlandaráðstefnu ljósmæðra í Gautaborg í maí síðastliðnum. Ljósmæðrablaðið hvetur íslenskar ljósmæður til að kynna sér efni þessara rannsókna sem geta haft þýðingu fyrir störf okkar í þjónustu við íslenskar fjölskyldur í barneignarferli. Dr. Berglind Hálfdánsdóttir ljósmóðir tók saman Íslenskar ljósmæðrarannsóknir F R É T T A T I L K Y N N I N G

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.