Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 37

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 37
37Ljósmæðrablaðið - júní 2016 Fyrir tveimur árum útskrifaðist ég sem ljósmóðir frá Ljósmæðrahá- skólanum í Amsterdam/Groningen í Hollandi með gráðuna Bachelor of Midwifery. Það er fjögurra ára fullt nám. Árið 2012 lauk ég við eins árs sónarnám í kvensjúkdóma- og fæðingarfræði frá Háskól- anum í Haarlem, einnig í Hollandi. Eftir Versló ákvað ég að halda utan til að kynnast heiminum og læra tungumál. Lengi hafði blundað í mér að fara í háskólanám erlendis. Mig langaði að verða fæðingarlæknir eða geðlæknir, síðan komst ég að því að ég vissi ekki hver munurinn á ljósmóður og fæðingarlækni væri. Eftir að hafa kynnt mér það vissi ég að ljósmóðurfræðin hent- aði mínu áhugasviði betur. Árið 2006 var ég stödd í Hollandi vegna þess að systir mín, mágur og börn voru nýflutt þangað vegna náms. Ég byrjaði að læra hollensku og fór að kynna mér hvernig ljósmóð- urnáminu væri háttað í landinu. Ekki vissi ég á þeim tíma sérstöðu hollenskra ljósmæðra á heimsvísu. En fegin var ég að þurfa ekki að fara í fjögurra ára hjúkrunarfræðinám fyrst, ég hafði engan áhuga á því. Ég hafði samband við Ólöfu Ástu hjá Háskóla Íslands til að vera viss um að námið í Hollandi væri tekið gilt á Íslandi. Þegar ég komst að því að það væru um 1000 umsækjendur ár hvert í háskólanámið í Hollandi og að aðeins 190 kæmust inn, dreift í fjóra skóla, féllust mér næstum hendur. Ég tók nokkur opinber hollensku- próf sem er forkrafa fyrir háskólanámi í landinu. Fyrsta skref í inntökuprófsferlinu í Ljósmæðraháskólann var próf í félagslegri greind (e. social intelligence test) og skriflegt próf um sjálfa mig (t.d. hvers vegna ég vildi verða ljósmóðir, af hverju skólinn ætti að velja mig, hverjir væru veikleikar og styrkleikar mínir og fleira). Næsta skref var 20 mínútna viðtal. Í mínum skóla (Amsterdam) fengu 170 viðtal og 52 máttu hefja nám um haustið. Ég var alveg gríðar- lega heppin að hafa komist inn í fyrstu tilraun og var ein af tveimur nemendum af erlendum uppruna. Lágmarksaldur til að hefja námið var 17 ára. Meðalaldur samnemenda minna var 21‒22 ára. Námið er þannig uppsett að fyrstu tvö árin er meiri áhersla lögð á bóklegt nám og seinni tvö á verklegt nám. Samt er þessum tveimur hlutum blandað saman öll árin, en bóklegi og verklegi hlutinn er jafnstór í lok náms. Fyrsta árið snerist bóklegi hlutinn aðallega um að kynnast hollenska ljósmæðrakerfinu og læra um undirbúning fyrir meðgöngu (e. preconception counseling), eðlilegar meðgöngur, fæðingar og sængurkvennatímann. Einnig byrjaði verknámið strax á fyrsta mánuði, einu sinni í viku og jókst á fyrsta árinu. Þá vorum við á ljósmæðrareknum einkastofum þar sem eðlilegt ferli meðgöngu, fæðingar og heimaþjónusta sængurkvenna fer fram. Það var nokkuð brottfall á fyrsta hálfa árinu eða um 7 stelpur og eftir fyrsta árið voru þær orðnar 13. Það er talið tengjast því að verknámið var ekki eins og búist var við vegna rómantískrar ímyndar af því að vinna sem ljósmóðir. Á öðru ári var kennslan aðallega um óeðlilegar (e. pathology) meðgöngur, fæðingar og fyrstu 2 vikurnar eftir fæðingu. Þá byrjaði líka verknám á sjúkrahúsi. Fyrstu tvö árin var mikið um hópvinnu og kennsluaðferðin var tilviksnám (e. case study) og lausnarleitar- nám (e. problem-based learning). Þá var nemendum skipt í 10‒13 manna hópa, farið var í saumana á raunverulegu máli og saman átti hópurinn að finna aðalefnin og skipta niður í minni hópa til að fjalla um afmörkuð svið, eins og til dæmis hemoglóbín, meðgöngueitrun eða andlegu hliðina eftir fæðingu. Eftir tvær vikur átti þessi 10‒13 manna hópur síðan að skila inn skýrslu. Svona var þetta fyrstu tvö árin á tveggja vikna fresti, sem og kennslutímar. Þessar kennsluað- ferðir örva nemendur til að leita upplýsinga sjálfir, t.d. í kennslu- bókum, gæðahandbókum og nýjustu rannsóknum. Einnig þjálfar þetta upp færni í samskiptum og teymisvinnu og í að takast á við alls kyns árekstra sem kunna að koma upp á milli samstarfsfólks. Í náminu var lögð mikil áhersla á samvinnu, mörkin milli eðli- legs og óeðlilegs ferlis meðgöngu og sjálfsskoðun. Á hálfsárs fresti skilaði hver og einn sérstakri vinnuskýrslu sem kallast portfolio, og fjallaði um upplifun námsmannsins, reynslu, sjálfsskoðun, verk- legt mat, einkunnir og markmið fyrir næstu önn/annir. Portfolio var mikilvægur liður í náminu og hægt var að falla í því fagi. Þessi vinnuskýrsla og ég vorum ekkert sérstaklega góðar vinkonur! Það er inngróið í hollenska menningu að vega og meta, endurmeta og bæta aðstæður og atvik og tjá skoðanir og hlusta á álit annarra (í mjög miklu magni). Að mínu mati er íslenskt samfélag ekki svona opið fyrir umræður. Vinnuskýrslan, kennslutímarnir og verknámið voru því mikil áskorun. Síðustu tvö ár námsins voru mestmegnis verknám og stór verkefni á hverri önn og mátti þá velja úr nokkrum efnum, eins og t.d. almenn heilsa (e. public health), offita, frjósemi og getn- aðarvarnir. Rannsókn var gerð á lokaönninni, sumir gerðu sína eigin rannsókn eða unnu hluta úr annarri stórri og viðameiri rannsókn. Við fengum mikla þjálfun í að lesa rannsóknir og gagnrýna þær, líka að leita upplýsinga á aðalrannsóknarvefunum. Kannski að ég útskýri aðeins þetta einstaka hollenska ljósmæðra- kerfi. Ljósmæður reka sínar eigin stofur, það getur verið frá einni ljósmóður og allt upp í sex saman með eina stofu. Á svona stofum sjá eingöngu ljósmæður um umönnun kvenna (og fjölskyldu) sem flokkast undir eðlilegt ferli meðgöngu og því sem henni fylgir. Ein Ljósmæðranám í Hollandi Í S L E N S K A R L J Ó S M Æ Ð U R M E N N T A Ð A R E R L E N D I S Vala með systurson sinn nýfæddan í Hollandi, fyrsta fæðingin sem Vala sá.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.