Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 4
4 12. október 2018FRÉTTIR
Rimma mín við mannanafnanefnd
Þ
að eru kannski ekki margir
sem vita þetta en Svarthöfði
er ekki raunverulegt nafn
mitt samkvæmt Þjóðskrá
Íslendinga. Anna Kind Geim
gengill er nafnið sem foreldrar
mínir létu skíra mig. En það var
fyrir löngu og í annarri vetrar
braut, langt langt í burtu. Og engin
mannanafnanefnd til að stoppa
þau af.
Já, foreldrar mínir voru hippar
sem nutu frjálsra ásta og dropp
uðu sýru. Algerlega óhæf til að
ala upp lítinnn dreng eins og mig,
hvað þá gefa mér mannsæmandi
nafn. Í einu trippinu ákváðu þau
að nefna mig þetta. Og ég get sagt
ykkur það, lífið er ekki auðvelt fyrir
dreng sem heitir Anna Kind.
Ég var lagður í einelti en með
dugnaði og áræðni náði ég frama
í lífinu. Þegar ég sjálfur eignaðist
börn passaði ég vel upp á að nefna
þau eðlilegum nöfnum, Logi og
Lilja. Hafa þau notið þess allar
götur síðan þó að samband okkar
sé ekki eins og það var.
Að lokum kom ég til Íslands og
flutti í Breiðholtið, þar sem salt
jarðarinnar býr. Ég ákvað þá að
hylja skömm mína og taka upp
nýtt nafn. Ég fór beint í þjóðararf
inn, fornritin, til að finna mitt nýja
sjálf. Í Sturlungu fann ég nafn sem
mér leist vel á, Svarthöfði Dufgus
son. Svarthöfði af því að það er
kúl og Dufgusson af því að Dufgus
þýðir Svarthöfði á keltnesku, sem
er líka kúl.
Ég arkaði því næst niður
í Borgar tún með útprentað
eyðublað til að skila til
mannanafnanefndar, þessarar
alvitru samkundu íslenskuspek
inga. Ekki myndu þeir fara hafna
slíku nafni sem tekið væri beint
úr þjóðararfinum. Auk þess beyg
ist nafnið eftir öllum kúnstarinnar
reglum.
Liðu tveir mánuðir og ég fór
að nota nafnið á opinberum vett
vangi, Facebookinu mínu, Twitter,
á húsfundum og AAfundum,
salírólegur yfir niðurstöðu pró
fessoranna sem lágu undir feldi.
Þá kom áfallið, synjunin. „Eigin
nafn má ekki vera þannig að það
geti orðið nafnbera til ama.“ Til
AMA?!? Ég heiti Anna Kind, nafn
mitt hefur verið mér til ama alla
mína ævi. Hvernig gátu þeir kom
ist að þessari niðurstöðu? Þess
ir miklu spekingar sem með visku
sinni hafa stýrt nafngiftum á
landinu eins og guðir?
Aftur rauk ég niður í Borgartún
til að fá frekari skýringar á þessu
vandræðalega máli. Þetta hlutu
að vera mistök. Þá var mér sagt
að höfnunin væri byggð á því að
mér gæti verið strítt. Svarthöfði
er víst persóna í einhverri geim
óperu frá Hollívúdd. Dufgus hefði
hins vegar verið nóterað og er nú
á blaði Þjóðskrár yfir leyfileg eigin
nöfn karla.
Tók ég þessu frekar illa og
viðurkenni að kalla þurfti til
Securitasmann til að hjálpa mér
út. Þó að Anna Kind standi enn þá
í ökuskírteininu mínu þá mun ég
aldrei kalla sjálfan mig neitt ann
að en þessu eina nafni, Svarthöfði,
eins og brasilísk fótboltastjarna.
Dufgus má eiga sig. n
Svarthöfði
Það er
staðreynd að…
Höfrungar sofa með annað augað opið.
Hunang er eini maturinn
sem skemmist ekki.
Árið 2015 lést fleira fólk af áverkum sem
að það hlaut við að taka sjálfsmyndir
heldur en af völdum hákarlaárása.
„TYPEWRITER“ er lengsta orðið sem
er hægt að skrifa með lyklum einnar
línu á lyklaborðinu.
Það tekur líkamann um 12 klukku-
tíma að melta máltíð til fulls.
„Aftur rauk
ég niður í
Borgartún til að fá
frekari skýringar á
þessu vandræða-
lega máli
F
ramkvæmdastjóri Strætó
veit ekki hvort fyrirtækið
Prime Tours geti haldið
áfram akstri en félagið
er með samning um að sinna
akstursþjónustu fyrir fatlaða. Erfið
staða félagsins hefur verið kunn
lengi og nauðasamningar gerðir á
síðasta ári. Strætó hefur í tvígang
fengið á sig úrskurð frá kærunefnd
útboðsmála vegna samstarfsins við
Prime Tours og aðrir verktakar eru
uggandi.
Staðan í lausu lofti
Jóhannes Svavar Rúnarsson, fram
kvæmdastjóri Strætó, segist ekki
vita hvernig málið stendur. „Ég
veit ekkert meira en stendur í frétt
um. Við höfum ekki fengið neinar
upplýsingar aðrar en að þeir séu í
þessari meðferð. En við erum með
varaáætlun ef allt fer á versta veg.“
Þannig að þið vitið ekki hvort
Prime Tours muni halda áfram
akstri eða ekki?
„Nei, við höfum ekki fengið
neinar upplýsingar um það, aðeins
vangaveltur frá hinum og þessum.“
Óttist þið að akstur fatlaðra sé í
uppnámi?
„Nei, þetta eru 20 verktakar. Þótt
þessi sé stór í hjólastólabílum þá
teljum við að við getum bjargað
okkur með því að hinir keyri meira
ef allt fer á versta veg. Við höfum
áhyggjur af þessu en teljum að þetta
muni að minnsta kosti ekki bitna
mikið á þjónustustiginu.“
Gjaldþrotabeiðni var tekin fyrir
í Héraðsdómi Reykjavíkur á mið
vikudag vegna skulda opinberra
gjalda eins og RÚV greindi frá. Hjör
leifur Hafliðason, forráðamaður fé
lagsins, segir við DV að beðið sé eft
ir skiptastjóra. „Við héldum að allir
myndu ganga hérna út þegar við
tilkynntum þetta, en svo fór ekki.
Við vitum í raun ekkert hvað gerist
og þetta er allt í lausu lofti.“ Enn þá
er félagið að sinna akstursþjónustu
fatlaðra.
Samningur félagsins við Strætó
gildir til loka árs 2019 en auk þess
starfar Prime Tours í ferðamanna
geiranum. Samningurinn hefur
valdið reiði meðal annarra verktaka
sem segja Prime Tours fá afslætti
af kröfum varðandi skoðanir á bíl
um. Þessu hafnar Jóhannes alfarið
og segir að bílar Prime Tours gangi
undir gæðaskoðanir hjá VSO líkt og
aðrir.
Þá eru verktakarnir mjög ósátt
ir við að Prime Tours sé úthlutað
verk efnum á meðan svona er ástatt
hjá fyrirtækinu. „Við erum að
gerðarlausir í dag til dæmis af því
að gjaldþrota fyrirtæki er að keyra.
Eigum við að vera í samkeppni við
þrotabú?“ segir einn þeirra.
Ekki með leyfi við framsal
Alls eru um 80 bílar sem sinna
akstursþjónustu fyrir fatlaða.
Stærstir eru Hópbílar með um
helminginn en þar
á eftir kemur Prime Tours með 25
bíla. Aðrir eru einyrkjar með 1–3
bíla hver. Akstursþjónusta fatlaðra
var boðin út árið 2014 af sveitar
félögunum á höfuðborgarsvæðinu
og nokkrir aðilar, misstórir, buðu í.
Einn af þessum aðilum var Kynnis
ferðir en hætti við og framseldi rétt
inn til Prime Tours, sem þá hét Ný
Tækni ehf.
Samkeppnisaðilarnir voru ósátt
ir við þetta og bentu meðal annars á
að félagið hafi ekki haft leyfi til fólks
flutninga þegar Strætó samþykkti
framsalið. Það leyfi fékkst rúm
um mánuði síðar þegar tilgangi fé
lagsins var breytt. Var þetta kært til
kærunefndar útboðsmála sem úr
skurðaði þann 13. ágúst árið 2015
að Strætó hefði brotið gegn jafn
ræðisreglu. Samningurinn var ekki
úrskurðaður ólögmætur en nefndin
taldi að Strætó væri skaðabóta
skylt gagnvart öðrum þátttakend
um útboðsins og var Strætó gert að
greiða þeim 800 þúsund krónur í
málskostnað.
Ári síðar var aftur úrskurðað
kærendum í vil hjá kærunefndinni
en þá snerist málið um forgangs
röðun rammasamningshafa. Í úr
skurðinum frá 21. júní árið 2016
segir:
„Óumdeilt er að varnaraðili hef
ur í fleiri skipti beint viðskiptum til
fyrirtækja sem eru ekki aðilar um
rædds rammasamnings. Sam
kvæmt þeim gögnum sem varnar
aðili hefur lagt fyrir nefndina eru
slík viðskipti jafnan á bilinu 5–10%
af heildarviðskiptum á hverjum
degi.“
Aftur var álit nefndarinnar að
Strætó hefði bakað sér skaðabóta
skyldu og aftur var Strætó gert að
greiða kærendum 800 þúsund
krónur í málskostnað.
Segir hendur Strætó bundnar
„Þeir verða að sýna fram á að þeir
hafi orðið fyrir einhverjum skaða og
hingað til hafa þeir ekki sent okkur
neinar kröfur. Þannig að væntan
lega hafa þeir ekki orðið fyrir skaða
nema að þeir séu enn þá að skoða
málið,“ segir Jóhannes.
Hann segir að málin tengist at
vikum sem komu upp á fyrstu
mánuðum samningsins. Hvað
varðar forgangsröðunina þá sé
búið að kippa þeim málum í liðinn.
„Þetta var lagað strax og úrskurður
inn kom, þegar menn áttuðu sig á
þessum mistökum.“
Nú hefur erfið staða félagsins
verið kunn í langan tíma. Af hverju
hafið þið ekki gripið inn í?
„Við höfum ekki heimildir sam
kvæmt lögum um opinber innkaup
til að gera neitt í þeim efnum, þó að
það hafi verið gert árangurslaust
fjárnám. Ef þeir sinna þjónustunni
og hafa ekki brotið neitt af sér þá eru
hendur okkar bundnar. Við höfum
auðvitað skoðað alla fleti.“
Hafið þið reynt að rifta samn-
ingnum?
„Kannski ekki reynt að rifta, en
verið undir það búnir að þetta sé
atriði sem geti þýtt að við getum
krafist riftunar. Það hefur ekki kom
ið upp hingað til og þeir hafa alltaf
sinnt þjónustunni.“ n
n Framkvæmdastjóri Strætó segist bundinn af samningi
VERKTAKAR ÓSÁTTIR
VIÐ AÐ PRIME TOURS FÁI
ÁFRAM AÐ AKA FÖTLUÐUM
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
„Eigum við
að vera í
samkeppni við
þrotabú?
Jóhannes Svavar Rúnarsson
„Ef þeir sinna þjónustunni og hafa
ekki brotið neitt af sér þá eru hendur
okkar bundnar.“
Hver er
hún
n Hún er fædd
18. júní árið 1935 í
Reykjavík.
n Hún er þjóðþekkt
leikkona og lék í sinni
fyrstu bíómynd árið 1962.
n Hún var einn af stofnendum
leikhópsins Grímu.
n Af minnisstæðum hlutverkum
hennar má nefna Alison í Horfðu
reiður um öxl og titilhlutverkið í
Dagbók Önnu Frank.
n Hún hlaut heiðursverðlaun
Menningarverðlauna DV árið 2016.
KRISTBJÖRG KJELD