Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Blaðsíða 14
14 12. október 2018
U
ndanfarið hefur örfoka og
torfært eyðimerkursvæði á
landamærum Sýrlands og
Íraks dregið að sér mikla
athygli ýmissa ríkja. Svæðið er um
20 kílómetrar að lengd. Þar hafa
hersveitir, sem Íranar styðja, kom-
ið sér fyrir og hafa nú yfirráð yfir
landamærunum. Hætt er við að
þetta svæði verði nú miðpunktur
mikils uppgjörs Bandaríkjanna og
Írans um völd og áhrif í Mið-Aust-
urlöndum.
Samkvæmt upplýsingum
bandarískra og ísraelskra leyni-
þjónustustofnana er búið að koma
upp einhvers konar herstöð fyr-
ir allt að 8.000 stríðsmenn sjíta-
múslima á svæðinu. Þeir berj-
ast við hlið hersveita Bashar
al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi,
í borgarastyrjöldinni þar í landi
og njóta stuðnings Írana í þeim
átökum. Íranar hafa því tryggt sér
stjórn beggja vegna landamær-
anna. Áhrifasvæði þeirra nær því
nú í nokkurs konar hálfmána yfir
Írak, Sýrland og Líbanon til Mið-
jarðarhafsins.
Á þessu svæði gætir og mun
áhrifa Írana gæta enn frekar í
framtíðinni. Með þessu hafa Íran-
ar styrkt stöðu sína og tök sín á
svæðum sjíta-múslima í Mið-
Austurlöndum en um leið auka
þeir áhrif sín í öllum heimshlut-
anum. Þessi hálfmáni Írana nær
í raun allt að landamærum erki-
fjendanna í Ísrael sem eru allt
annað en sáttir við þessa stöðu
og fylgjast grannt með þróun
mála. Lengi hefur verið vitað að
Íranar vilja auka áhrif sín í Mið-
Austurlöndum og nú hafa þeir
tryggt landfræðilega stöðu sína
enn frekar sem auðveldar þeim að
auka pólitísk áhrif sín. Á öllu hálf-
mánasvæðinu hafa Íranar styrkt
stöðu sína og hafa þeir til dæmis
sent liðsmenn byltingarvarðarins
og vígamenn til ýmissa svæða inn-
an hálfmánans til að tryggja stöðu
sína. Einnig eru íranskir herfor-
ingjar staðsettir víða.
Opinbera skýringin á þessum
hernaðarumsvifum er að her-
mennirnir séu að aðstoða við
vernd helgistaða sjíta-múslima. En
hinn raunverulegi tilgangur dylst
ekki, hann er að styrkja völd Írans
á svæðinu. Allt frá byltingunni
1979, þegar klerkastjórnin komst
til valda, hefur það verið draum-
ur ráðamanna í Íran að komast til
svo mikilla áhrifa og valda á svæð-
inu að Íranar hefðu beint aðgengi
að Miðjarðarhafi. Þessir draum-
ar færðust í aukana þegar stríð-
ið í Írak hófst 2003 og efldust enn
frekar þegar ljóst var að Íslamska
ríkið færi halloka í Írak og Sýr-
landi.
Byltingarverðirnir koma víða
við sögu
Í kjölfar hruns og mikilla ósigra
hryðjuverkasamtakanna, sem
kenna sig við Íslamska ríkið, í Írak
og Sýrlandi hafa sjíta-múslim-
ar aftur komist til áhrifa og valda
í Írak en liðsmenn Íslamska ríkis-
ins eru súnní-múslimar. Í Sýrlandi
eru hersveitir Bashar al-Assad og
hersveitir hliðhollar honum við að
sigra í borgarastríðinu en þessar
hersveitir njóta stuðnings Írana og
vígamanna á þeirra vegum.
Í Líbanon standa Hizbollah-
-samtökin sterk að vígi en þau
njóta stuðnings Írana og eru raun-
ar alveg undir stjórn þeirra. Óhætt
er að segja að Íranar hnykli nú
vöðvana í miklu pólitísku upp-
gjöri við hina erkifjendur sína,
súnní-múslimana í Sádi-Arabíu,
og ekki er annað að sjá en þeir hafi
yfirhöndina, eins og er. Borgara-
stríðið í Jemen er einmitt vígvöll-
ur þessara tveggja fjandríkja sem
eru stórveldin í Mið-Austurlönd-
um. Þar beita þau fyrir sig ýmsum
vígahópum sem þau styðja dyggi-
lega við bakið á.
Það er Íranski byltingarvörður-
inn, hersveitir klerkastjórnarinnar,
sem sér um að tryggja hernaðarleg
áhrif Írana í nágrannaríkjunum. Í
Sýrlandi hafa allt að 100.000 liðs-
menn hersveita, sem eru hliðholl-
ar Bashar al-Assad, fengið þjálfun
hjá Írönum. Það sama á við um
liðsmenn erlendra vígasveita í Sýr-
landi, sem eru hliðhollar einræðis-
herranum, þær hafa verið þjálfað-
ar af Írönum. Byltingarvörðurinn
hefur komið upp stjórnstöðvum
bæði í Írak og Sýrlandi.
Dregur Trump kosningaloforð
sitt til baka?
Eitt af kosningaloforðum Donalds
Trump í forsetakosningunum
2016 var að kalla alla bandaríska
hermenn heim frá Írak þegar
búið væri að ráða niðurlögum Ís-
lamska ríkisins. Nú eru um 1.000
erlendir hermenn staðsettir á
landamærum Sýrlands, Jórdaníu
og Írak. Svo gæti farið að Trump
hætti við að kalla bandarísku her-
mennina heim vegna síaukinna
áhrifa Írana á svæðinu. Nú þegar
hefur verið fallið frá hugmyndum
um að kalla bandaríska hermenn
heim frá norðurhluta Írak en þar
eru nokkur þúsund bandarískir
sérsveitarmenn á yfirráðasvæð-
um Kúrda. Eins og kunnugt er hef-
ur Trump sagt upp samningi við
Íran um kjarnorkumál og má segja
að klerkastjórnin sé einn af höf-
uðandstæðingum hans. Hann vill
því ógjarnan sjá klerkastjórnina
komast til enn meiri áhrifa í Mið-
Austurlöndum. Því neyðist hann
hugsanlega til að hafa bandaríska
hermenn áfram á svæðinu til að
reyna að takmarka áhrif Írana.
Ísrael og Sádi-Arabía eru banda-
lagsþjóðir Bandaríkjanna og því
fara hagsmunir þeirra saman að
mörgu leyti og allar vilja þessar
þjóðir hindra að Íranar komist til
valda og meiri áhrifa í heimshlut-
anum. n
FRÉTTIR - ERLENT
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is
ÍRANAR HAFA STYRKT STÖÐU SÍNA Í
VALDATAFLINU Í MIÐ-AUSTURLÖNDUM
n Verður bandaríski herinn áfram á svæðinu?
Bashar Al Assad
Hefur staðið af sér
áralangt stríð.
Íranski byltingarherinn Hnyklar
vöðvana gagnvart ríkjum súnní-múslima.