Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 27
12. október 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Jólagjafir og gjafabréf Gjafakörfur Osta-búðarinnar eru mjög mismunandi, af öllum stærðum og gerðum og innihalda þær ýmislegt góðgæti. Grunnurinn í öllum okkar körfum er ostar, kex, súkkulaði og sultur en í stærri körfurnar fara líka sérvald- ar vörur, eins og franskar gæðaólífuolíur, grafið og reykt kjöt og margt fleira sem gleður sanna sælkera,“ segir Thelma Kristín hjá Ostabúð- inni, Skólavörðustíg 8. „Við erum að flytja inn gæðakonfekt og kex frá belgíska merkinu Noble og vörur frá franska merkinu Olivers & Co., en frá þeim bjóðum við upp á breitt vöruúrval og má þar helst nefna hinar ýmsu ólífuolíur, balsamik, ólífukex, chutney, sultur, pestó og trufflur,“ segir Thelma. Sem fyrr segir eru gjafa- körfurnar af öllum stærðum og gerðum. Þær henta í gjafir handa vinum og ættingjum en líka er algengt að fyrirtæki gefi starfsfólki sínu eða öðr- um fyrirtækjum slíkar körfur í jólagjöf. „Hægt er að senda okk- ur tölvupóst á ostabudin@ ostabudin.is og fá tillögu að ljúffengri gjöf fyrir sælker- ann. Svo geta allir komið með sínar hugmyndir og óskir að samsetningu til að gera gjöf- ina enn persónulegri. Einnig er hægt að panta í síma 562-2772.“ Rómaður veitingastaður Ostabúðin rekur einnig notalegan veitingastað sem er opinn í hádeginu og fram á kvöld. Staðurinn býður upp á fagmannlega þjónustu, einstakan og fjölbreyttan gæðamat sem er að mestu unninn úr íslensku hráefni og eðalvín á sanngjörnu verði. Í hádeginu er boðið upp á fisk dagsins, súpur, bruschettu og salöt. Á kvöldin er síðan flottur matseðill sem samanstendur af ljúffengum forréttum, aðalréttum og eftirréttum og að sjálfsögðu er líka vegan-kostur fyrir þá sem það kjósa á matseðlin- um. Gjafabréf er góður kostur Gjafabréfin eru ekki síður vinsæll kostur en gjafakörfur hjá viðskiptavinum Osta- búðarinnar enda fela þau í sér mikinn sveigjanleika og má nýta sér þau í gjafakörfur, sælkeravörurnar í hillunum, á veitingastaðinn eða í veislu- þjónustu Ostabúðarinnar. „Gjafabréf á veitingastað- inn getur verið fyrir þriggja rétta kvöldverð ásamt léttvínsflösku fyrir tvo eða ákveðna upphæð sem gildir fyrir allt sem við bjóðum upp á hér,“ segir Thelma. Sjá nánar á ostabudin.is og í síma 562-2772. OSTABÚÐIN: Sælkeraheimur í jólagjöf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.