Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Blaðsíða 32
Jólagjafir og gjafabréf 12. október 2018KYNNINGARBLAÐ
Á Dalvegi 10–14, þar sem stór-verslunin Kostur var áður til húsa, er nú risinn stærsti inn-
andyra trampólín- og afþreyingar-
garður á Íslandi – Rush Iceland.
Garðurinn er undir merki víðþekktrar
erlendrar keðju, Rush Parks, og er
fjórtándi garðurinn sem fyrirtækið
opnar.
Rush Iceland er á yfir 2.000 fer-
metra svæði og þar af ef leikjasvæð-
ið 1.800 fermetrar. „Við erum með
trampólín af öllum stærðum og gerð-
um, hallandi upp veggina og boga-
dregin, þannig að þú hoppar dálítið á
móti. Síðan erum við með skotbolta-
velli þar sem fólk getur spilað skot-
bolta um leið og það hoppar,“ segir
Torfi Jóhannsson, rekstrarstjóri Rush
Iceland, en samtals eru 53 trampólín
á staðnum auk ýmissa annarra
tækja. Þarna er til dæmis karfa sem
hægt er að troða bolta í um leið og
maður hoppar á trampólíni.
„Leiktækin henta bæði fyrir
börn og fullorðna, oft eru for-
eldrar að hoppa með börn-
unum sínum auk sem hingað
koma bæði starfmanna- og
vinahópar koma saman og
hoppa af lyst,“ segir Torfi.
Veitingastaður er í Rush
Iceland sem sér um að út-
vega allar veitingar í afmæl-
isveislur eða aðrar samkomur
sem eru haldnar á staðnum.
Örugg tæki
„Við vinnum eftir einum virkasta,
alþjóðlega öryggisstaðlinum í
Evrópu í dag, PAS 5000, en það
er öryggis- og rekstrarstaðall fyrir
trampólíngarða og eru undanfarar
að ISO stöðlum. Þetta er breskur
staðall í grunninn, gefinn út af breska
staðlaráðinu, og fulltrúar frá þeim
komu hingað, tóku garðinn út og vott-
uðu hann,“ segir Torfi en ljóst er að
starfsmenn Rush leggja mikla áherslu
á að hafa tækin sem öruggust.
Þess má geta að móðurfyrirtækið
er jafnframt framleiðandi að tækjun-
um og framleiddi tæki í alls 90 garða
á síðasta ári.
Gjafabréf
Það er orðið sífellt vinsælla að gefa
upplifun í jóla- eða afmælisgjöf
og ferð í Rush Iceland er frábær
upplifunargjöf fyrir marga. Hægt
er að panta gjafabréf með því að
senda tölvupóst á netfangið info@
rushiceland.is eða hringja í síma 519-
3230. Frjáls upphæð er á gjafabréf-
unum, allt eftir því hvað gefandinn
kýs að gefa, en klukkustundar heim-
sókn í garðinn kostar aðeins 2.200
krónur.
Garðurinn er opinn frá kl. 15 til 21
alla daga og eru alls um 50 starfs-
menn þar í hlutastörfum. Vegna
vinnutímans henta störf í garðinum
vel fyrir skólafólk.
Sjá nánar á vefsíðunni
rushiceland.is