Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Blaðsíða 58
58 LÍFSSTÍLL 12. október 2018 Þ að hefur ekki verið mik- il hattamenning á Íslandi. Konur eru loks farnar að þora að ganga með hatt. Síðustu áratugina höfum við verið svo miklir bændur og ekki þorað að flíka öðruvísi klæðn- aði. Síðustu ár hefur þetta verið að breytast. Nú erum við minni bændur og meiri heimsborgar- ar.“ Þetta segir Júlía Helgadóttir klæðskæri sem hóf störf í kven- fatabúð Kormáks og Skjaldar fyrr á árinu. Hún hefur sjálf hannað föt og rekið vefverslun. Hún sett- ist niður með blaðamanni í versl- uninni til að ræða um kventísk- una, rekstur í miðbænum og af hverju konur eigi að vera óhræddar við að setja upp hatt og klæða sig upp fyrir veiði eða útivistina. Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar við Laugaveg sló í gegn fyrir margt löngu. Ákveðið var að opna útibú við Skólavörðustíg. Fyrst í stað voru fötin að mestu ætluð karlmönnum en eitthvað var til af fötum fyrir konur. Nú hefur dæmið snúist algjörlega við. Í versluninni er eingöngu að finna fatnað fyrir konur. Skemmtilegra að vera fín í veiðinni Í gegnum tíðina hefur þótt fínt að klæðast fatnaði frá þeim félögum Kormáki Geirharðssyni og Skildi Sigurjónssyni. Þeir hafa mark- aðssett sig á nokkuð snjallan hátt og staðið fyrir árlegum tísku- sýningum svo dæmi sé tekið. Þeir reka einnig Ölstofuna en þar er ekki spiluð tónlist og eiga þeir stóran hóp af fastakúnnum sem koma til að setjast niður og spjalla um heimsins gagn og nauðsynjar. Margir ráku upp stór augu þegar fréttist að þeir félagar hefðu opnað verslun eingöngu fyrir konur. En Júlía kann skýr- ingu á því. „Konurnar, þegar þær voru að velja föt á mennina sína, þá gerð- ist það oft að þær voru spyrja hvort ekki væri eitthvað til á þær. Skjöldur og Kormákur ákváðu því að taka áhættuna.“ Boðið er upp á vörur frá MJM, Walker Slater og Christy’s. Júl- ía segir að hattarnir frá Christy’s hafi rokið út. Hún segir að hatta- sala í þeirra búð og öðrum hafi vaxið mikið. „Konur eru orðnar djarfari í klæðaburði og hér hafa tvídhattar og barðastórir hattar rokið út. Ég held að allar verslan- ir sem selja hatta finni fyrir aukn- ingu í sölu á þessari vöru. Búðin okkar er ung og ekki allir sem vita af henni, en það er ánægjulegt að fylgjast með konum þegar þær koma hér í fyrsta sinn, þegar þær átta sig á að boðið sé upp á vörur fyrir konur, í sama gæðaflokki og fyrir karlana niðri á Laugavegi.“ Þora konur að ganga í þessum fötum og er hægt að klæðast þeim dagsdaglega? „Við bjóðum að sjálfsögðu upp á fínni föt en svo erum við með föt sem henta fullkomlega í veiði eða útivist. Það er miklu skemmtilegra að vera í smekk- legum fötum í veiði. Og að vera smart í sínu daglega lífi, það erum við.“ Tilraunamennska sem var tekið fagnandi Tvíd hefur haft yfir sér yfirbragð fágunar og jafnvel kvenleika og hafa kunnáttusamir stund- um parað saman tvídjakka og til dæmis gallabuxur eða bætt við höttum og treflum og fetlingum og þannig náð að fanga hvers- dagslegt yfirbragð. Kormákur og Skjöldur eru í viðskiptum við Walker Slater í Skotlandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í tvídfatnaði og sló fyrst í gegn í Skotlandi. Nú hafa þeir opn- að búðir víðs vegar um Bretland, í Kanada og Japan og stefna á Bandaríkin. „Þeir sérhæfa sig í tvídfatnaði og velja efnið vel. Það er klassískt og sniðin hafa slegið í gegn. Þeir byrjuðu úti í Skotlandi með sína línu af þeirri einföldu ástæðu að þeim þótti ekki nægilega fal- legt tvíd í boði, það sem var fyrir var gamaldags og svo virtist sem enginn þorði að taka áhættu eða leika sér með formið. En til- raunamennsku þeirra var tekið fagnandi. Til dæmis hafa Emmu- jakkarnir, sem við bjóðum kon- um upp á, rokið út og við höfum ekki undan að panta. Einnig lát- um við sérsauma fyrir okkur, þá sauma þeir fyrir okkur en nýta okkar snið. Að auki ætla þeir að hjálpa okkur með hestalínu í vor.“ En hvernig gengur að reka búð við Skólavörðustíg? Væri ekki betra að vera við Laugaveg eða í verslunarmiðstöðvunum? „Það væri sjálfsagt betra. En þetta hefur verið að vaxa hjá okkur. Túristarnir koma líka mikið við þegar þeir sjá útstill- ingarnar. En ætli þetta sé ekki svipað og með annað sem Skjöld- ur og Kormákur hafa tekið sér fyr- ir hendur. Við höfum eignast okk- ar fastakúnna og svo bætist smám saman við í þann hóp,“ segir Júlía og bætir við að skemmtilegast við starfið sé að ræða við kúnnana. „Flestir frá Bandaríkjunum eru miður sín yfir Trump og gráta yfir honum hjá okkur á meðan Rússar eru flestir yfir sig stolt- ir af Pútín. Mórallinn fer dálítið eftir því hvað er að gerast í hverju þjóðfélagi fyrir sig. En búðin er nánast eins og félagsmiðstöð og stundum er boðið upp á kaffi. Það er ekki til skemmtilegra starf.“ n „Nú erum við minni bændur og meiri heimsborgarar Erum minni bændur og meiri heimsborgarar n Konur þora loks að ganga með hatt n Félagsmiðstöðin á Skólavörðustíg n Tvíd slær í gegn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.