Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Blaðsíða 65
SAKAMÁL 6512. október 2018 5–7 mannslíf hafði Margie Velma Barfield, „Dauða-deildaramman“, frá Norður-Karólínu í Bandaríkj-unum, á samviskunni. Á árunum 1969–1978 var Margie afar önnum kafin kona og sendi yfir móðuna miklu eigin- menn sína, unnusta og sína eigin móður. Ástæða morðanna var fjárþörf og við réttarhöldin bar Margie því við að hún hefði stolið fé af fórnarlömbunum og síðan byrlað þeim eitur svo þau veiktust. Sagðist hún hafa ætlað að hjúkra þeim á meðan hún fyndi leið til að endurgreiða hið illa fengna fé. Kviðdómur lagði ekki trúnað á þá skýringu. Margie var tekin af lífi með banvænni sprautu 2. nóvember 1984. ÞÚ FÆRÐ MYNDVARPANN HJÁ OKKUR 325” 4K PÁFAGAUKURINN GARGANDI hugðist ná af hon- um tali var hann hvergi að finna. Leið nú heilt ár en í nóvember 1943 tókst lögreglu að rekja ferðir Roberts Butler. Lögreglan náði loks í skottið á honum í stálverk- smiðju í Baltimore í Maryland. Robert yfirheyrður Robert Butler full- yrti að hann hefði farið frá New York vegna rifrildis við eiginkonu sína. Hann sam- þykkti þó að fara til New York og svara nokkrum spurningum. Á lögreglustöðinni var Robert spurður hvort hann hefði ein- hverjar upplýsingar um morðið á Max Geller. „Af hverju haldið þið að ég hafi gert það?“ svaraði hann. Lögreglan spurði hann þá hvaða álit hann hefði á græna páfagauknum og Robert svaraði: „Klár fugl.“ 15 ár í Sing Sing Robert var síðan upplýstur um að páfagaukurinn hefði nefnt hann til sögunnar. Þá sagði Robert. „Ég þoldi aldrei þennan fugl.“ Robert Butler var ákærður fyrir morðið á Max Geller og var réttað yfir honum í febrúar 1944. Við rétt- arhöldin sagði hann að hann væri skuldum vafinn vegna spilafíknar og gengið með byssu sér til vernd- ar. Robert Butler var sakfelldur og dæmdur til 15 ára fangelsisvistar í Sing Sing. n og Danping sá sitt óvænna og hélt sér til hlés um skeið. Undir árslok 2009 fannst Dan- ping kannski að óhætt væri að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og braust hann, þann 25. desember, inn á heimili Ye Zhen- fang-fjölskyldunnar í þorpinu Nanping. Danping staðinn að verki Fimmtán ára dóttir hjónanna var fjarverandi, lá veik á spítala, en hjónin og fimm ára dóttir þeirra höfðu tekið á sig náðir. Það rigndi þegar Danping dirkaði upp lásinn á hurðinni. Yngri dóttirin vaknaði og kom að Danping við iðju hans. Stúlkan nuddaði augun og hálfsof- andi sagði hún : „Pabbi?“ Danping var sleginn út af laginu, greip það fé sem hann sá í fljótu bragði og flúði út í kvöld- húmið. Í september 2010 réðst Dan ping á bónda að nafni Wu. Bóndinn lést tveimur árum síðar af áverkum sínum. Eiginkonan lifði af Síðla árs 2011 varð Danping ör- yggisverðinum Gan að bana, en eiginkona hans, sem höndl- aði með bómull, lifði af þrátt fyrir alvarlega áverka. Gan og eiginkon- an fundust ekki fyrr en fimm dög- um eftir að Danping hafði komið á heimili þeirra. Þann 23. mars, 2013, banaði Danping hjónunum Humou og Zhangmou á heimili þeirra í Changde-borg. Líkt og eiginkona Gan höndluðu þau með bómull. Myrt með lurki Það rigndi þetta kvöld, þegar Dan- ping kom aðvífandi á reiðhjóli klukkan eitt eftir miðnætti. Hon- um tókst að dirka upp lásinn og kom að hjónunum steinsofandi í rúminu. Skyndilega vaknaði Zhangmou og tók andköf þegar hún sá þenn- an dökka skugga sem vokaði yfir henni. Áður en hún gat gefið frá sér hljóð barði Danping hana í höfuðið með vænum lurki með þeim afleiðingum að hún lést. Eigin maður hennar hlaut síðan sömu örlög. Hringdi í Neyðarlínuna Upp úr krafsinu hafði Dan ping farsíma, eitthvert fé og skart- gripi. Hann reyndi án árangurs að kveikja í heimili hjónanna og síð- an, einhverra hluta vegna, hringdi hann í Neyðarlínuna og sagði að mögulega væri lík að finna á heim- ilinu. Lögreglunni reyndist létt verk að rekja símtalið og komast að staðsetningu símans. Um nóttina hjólaði Danping um 64 kílómetra leið til síns heima. Þar breyttist hann í hinn ljúfa Danping, vakti dóttur sína og tók til morgunverð og var hinn léttasti og ljúfasti. Handtekinn á tehúsi Síðar þann dag var Danping hand- tekinn á tehúsi og virtist koma af fjöllum: „Af hverju eruð þið að handtaka mig? Ég hef ekkert gert af mér.“ Sem fyrr segir játaði Dan- ping á sig morðin og ránin áður en réttarhöld hófust yfir honum. Réttarhöldin tóku rétt um fimm klukkustundir og sak- sóknari fór fram á þyngsta dóm; dauðarefsingu. n LATI RAÐMORÐINGINN Í haldi lögreglunnar Danping var yfirheyrður vegna eins máls, en síðan sleppt. Í réttarsal Enga iðrun var að sjá á Danping þegar réttað var yfir honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.