Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Blaðsíða 54
54 FÓLK - VIÐTAL 12. október 2018
an, sem er kvikmyndin Margery
Booth: The Spy in the Eagle’s Nest.
Kvikmyndin er óður til mikillar
kvenhetju að nafni Margery Booth,
óperu söngkonu og njósnara sem
átti stóran þátt í því að bandamenn
náðu undirtökunum í seinni heims-
styrjöldinni, þökk sé meðal annarra
kafteininum Waldemar Hohenlohe
sem Sölvi leikur. Meðleikarar eru
svo ekki af verri endanum, Anna
Friel leikur sjálfa Margery Booth,
Stephen Fry leikur Hermann Gör-
ing og þýski leikarinn Udo Kier fer
með hlutverk Adolfs Hitler.
En hver er Waldemar Hohenlohe?
„Waldemar var ofursti af gamla
skólanum í þýska hernum en í
myndinni kemur hann við sögu
sem fangabúðastjóri í Stalag II-
ID-fangabúðunum í Berlín en
þangað kemur Margery Booth til
þess að skemmta föngunum með
óperu söng sínum og nokkurs kon-
ar uppistandi þess tíma. Wald-
emar var ekki nasisti og fyrirleit
stríðið en hann var frændi Georgs
6. Englandskonungs, sem ætti ekki
að koma neinum á óvart þar sem
breska konungsfjölskyldan er þýsk
að uppruna. Fjölskyldunafnið var
Saxe-Coburg-Gotha þar til Georg
5. fékk þá snilldarhugmynd að taka
upp nafn Windsor-kastala sem eft-
irnafn. Það hljómar öllu breskara.
Waldemar átti kærar minningar frá
Englandi þar sem hann stundaði
nám fyrir stríðið og spilaði krikket
en harkalegar aðgerðir SS-manna
fóru hins vegar fyrir brjóstið á hon-
um, sem meðal annars varð til þess
að bjarga lífi Margery. En meira um
það þegar myndin kemur.“
Sölvi bætir við að tvö önnur risa-
stór verk séu í vinnslu en hann er
þögull sem gröfin um hver þau séu.
Hann játar þó hvorki nei neitar að
annað þeirra tengist nýrri kvik-
mynd þar sem þeir Hafþór Júlíus
deila saman hvíta tjaldinu. Það væri
þá ekki í fyrsta sinn. Sölvi hælir Haf-
þóri og líkir honum við annan góð-
an vin sinn, Jón Pál Sigmarsson
heitinn. „Á sínum tíma reyndi ég
talsvert að fá Jón Pál til þess að leyfa
mér að aðstoða sig en hann ein-
hvern veginn keypti þá hugmynd
aldrei alveg.“
Með Fjallinu á hvíta tjaldinu
„Hafþór hins vegar hefur náð
árangri sem enginn hefur nokkru
sinni náð, ekki „bara“ að vinna alla
helstu aflraunatitla í heiminum á
þessu ári, þar með talið að verða
sterkasti maður í heimi, heldur
einnig að vinna í kvikmynda- og
sjónvarpsverkefnum samhliða því,“
fullyrðir Sölvi. „Það hefur enginn
gert nokkru sinni. Vissulega er
hann mannlegur, en býr yfir bæði
ofurmannlegum kröftum og ekki
síður gríðarsterkri einbeitingu sem
eru hans helstu vopn að mínu mati
og gera honum kleift að gera hið
ómögulega.“
Það vill svo til að Hafþór fer
með eitt hlutverkið í Operation
Ragnarök, en saman eru þeir Sölvi
á meðal fimm Íslendinga sem
bregður þar fyrir. „Þar leikum við
harðkjarna víkingasveit sem er við
æfingar í Svíþjóð þegar efnavopn
sleppur út í andrúmsloftið og bók-
staflega allt verður vitlaust og þegar
hvorki herinn né nokkur annar
ræður neitt við neitt þá eru íslensku
víkingarnir að sjálfsögðu kallaðir
til,“ segir Sölvi. „Handritið sem fjall-
ar í grunninn um ótta mannskepn-
unnar við hið óþekkta og ég kolféll
fyrir þessu.“
Að sögn Sölva kemur hans fyrsta
skáldsaga út samhliða myndinni,
sem heitir því fróma nafni „Quis
Custodiet Ipsos Custodes“ eða
„Hver gætir varðanna?“ Sölvi er
þessa dagana að leggja lokahönd á
bókina og verður þar lögð áhersla
á sömu persónur og í Operation
Ragnarök. Varla getur þetta verið
tilviljun og því er Sölvi hjartanlega
sammála, þótt hann vilji ekki út-
skýra hvers vegna.
En skrif, ofar öllu, heltaka huga
skáldsins þessa dagana og einbeitir
Sölvi sér af fullri orku að því að klára
nýjustu ljóðabók sína, sem hlotið
hefur heitið The Poet trapped in
a Caveman’s Body, en ferlið segir
Sölvi vera þyrnum stráð. „Þetta
gengur hægt þegar svona margt
er í gangi í einu,“ segir Sölvi, „en
þá verður maður að læra að vera
þolin móður við sjálfan sig, sem er
mjög erfitt fyrir mig ef ég á að vera
alveg hreinskilinn.“ nDalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Vandaðar
innréttingar
Hjá Parka færðu flottar innréttingar
í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!