Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Qupperneq 56
56 12. október 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginSiglfirðingur 4. desember 1943 U m miðjan nóvember árið 1989 varð uppi fót- ur og fit þegar salmon- ellusmit fannst í sviða- kjömmum. Var þetta í fyrsta skipti sem sýkillinn greindist í íslenskum fjárafurðum. Málið kom upp þegar karl- maður veiktist illa og var vistaður á sjúkrahúsi. Á heim- ili hans fundust átta sviðahaus- ar með sýklinum í en tveir voru ósýktir. Ekki fannst sýkillinn þó í sviðasultu sem maðurinn hafði borðað. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Hollustuvernd ríkisins rann- sökuðu málið og komust að því að um þúsundir hausa var að ræða. Komu þeir frá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi og sýkta féð frá einu héraði. Salmonella hefur oftast fundist í fuglakjöti hérlendis en þó hefur hún einnig fund- ist í spendýrum. Til dæmis í folalda kjöti þetta sama ár. n SALMONELLUSMITAÐIR KJAMMAR MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK HVARF SJÓMANNS HUGSANLEGA TENGT MANNRÁNI ALNAFNA n Hvarf sporlaust í Aberdeen n Lá við milliríkjadeilu M eð fjögurra ára millibili lentu tveir íslenskir sjó- menn með sama nafn í hremmingum í sömu borginni, Aberdeen í Skotlandi. Annað málið varðaði mannshvarf en hitt mannrán. Málin tvö fengu mikla umfjöllun þegar þau komu upp en koðnuðu síðan niður jafn- harðan. Við sögu komu menn sem báru nafnið Hjörtur Bjarnason og læðist að sá grunur að þau kunni að tengjast. Á tali við bílstjóra Aðfaranótt mánudagsins 26. febrúar árið 1951 kom vélskipið Víkingur frá Seyðisfirði að bryggju í hafnar- borginni Aberdeen á austurströnd Skotlands. Bryggjan nefndist Viktoríu dokk. Þetta var hefðbundin ferð, aflinn var seldur á mánudegin- um, olía tekin og síðan gert klárt fyrir brottför. Vitaskuld fóru skipverjar í land til þess að lyfta sér örlítið upp fyrir áframhaldandi veiðar. Þrír skipverjar fóru á hótelið Stanley til að borða um sjö leytið. Björn Einarsson, fyrsti vélstjóri, og hásetarnir Þorgeir Jónsson og Hjörtur Bjarnason. Eftir tæpa tvo klukkutíma vildu Þorgeir og Hjörtur út en Björn ákvað að sitja áfram. Þegar félagarnir komu út af hót- elinu sáu þeir bíl sem þeir gerðu ráð fyrir að væri leigubíll og vildi Hjörtur fá hann til að keyra sig niður á höfn. Þorgeir vildi það hins vegar ekki þar sem einungis tveggja eða þriggja mínútna gangur var að höfninni og gekk hann því af stað. Hann leit um öxl og sá að Hjörtur var í samræðum við bílstjórann en skeytti því engu og hélt göngunni áfram. Þegar Þorgeir um borð háttaði hann sig og lagðist til svefns án þess að athuga með fé- laga sína. Sjálfsvíg útilokað Morguninn eftir stóð til að sigla aftur á miðin en klukkan tíu um kvöldið tóku menn eftir því að Hjörtur var ekki á skipinu. Skipstjórinn fór til lögreglunnar til að spyrjast fyrir um Hjört en hann hafði ekki verið tek- inn höndum. Hófst þá skipuleg leit um alla borgina og meðal annars leitað í öllum skipum sem lágu við bryggju. Leitin bar ekki árangur og var skipstjóranum á Víkingi gert að fresta siglingunni um tvo daga á meðan hvarfið væri rannsakað. Eftir þessa tvo daga hafði Hjörtur ekki komið í leitirnar og fékk skipstjóri þá heimild til að sigla. Víkingur sigldi þá til Íslands og kom til Seyðisfjarðar í byrjun marsmánaðar. Hjörtur var fimmtugur að aldri, ókvæntur og barnlaus. Hann var talinn hið mesta prúðmenni og hafði oft verið gerður að formanni á bátum. Skipverjunum þótti ósenni- legt að Hjörtur hefði fallið í höfnina og drukknað. Hann var fimmtugur og vanur sjómaður og auk þess var skipið svo fast við bryggjuna að maður hefði varla getað fallið á milli skips og bryggju. Auk þess töldu þeir útilokað að Hjörtur hefði fyrirfarið sér, ekkert hefði bent til þess í fari hans. Skipverjar leituðu til sýslumanns- ins á Seyðisfirði og óskaði hann eftir því við stjórnarráð Íslands að frek- ari rannsókn yrði gerð á málinu ytra. Var áfram leitað í Aberdeen en 8. mars barst íslenskum yfirvöldum skeyti um að leitin væri árangurs- laus. Ekkert fréttist af Hirti Bjarna- syni. Stungu varðskipið af Hjörtur Bjarnason var ekki ókunn- ugt nafn í Aberdeen því fjórum árum síðar kom það upp í tengslum við veiðiþjófnað, mannrán og milliríkja- togstreitu. Það var hins vegar alnafni Seyðfirðingsins og sjómaður frá Ísa- firði sem lék stórt hlutverk í þeim átökum. Laugardaginn 17. maí árið 1947 var togarinn Ben Heilem frá Aberdeen á ólöglegum veiðum við Íslandsstrendur. Í maí gómuðu skip- verjar á varðskipinu Finnbirni hann undan Mýrartanga á Suðurlandi. Háseti að nafni Hjörtur Bjarnason, 34 ára gamall Ísfirðingur, var settur um borð í Ben Heilem og pappírar gerðir upptækir. Þá var skipstjóran- um, Henry Bowman, skipað að sigla rakleiðis til Vestmannaeyja þar sem átti að gera málið upp. Finnbjörn átti einnig að fylgja togaranum skoska þangað. En á leiðinni þurftu varð- mennirnir á Finnbirni að hafa af- skipti af tveimur íslenskum skip- um og töfðust þeir við að elta annað þeirra. Þá notaði skoski skipstjórinn tækifærið og sigldi burt, með Hjört um borð. Þegar varðskipið kom að landi í Vestmannaeyjum kannaðist enginn við skoskan togara þar. Íslendingar sendu flugvél til að leita að Ben Heilem en skyggni var slæmt og fannst hann því ekki. Þá höfðu íslensk stjórnvöld samband við bresk þar sem talið var að togar- inn væri á leið til Bretlands. Skip- stjóri bresks varðskips reyndi að ná talstöðvarsambandi við Bowman en allt kom fyrir ekki. Brýndu þá ís- lensk stjórnvöld fyrir Bretum að Ben Heilem yrði tafarlaust siglt aftur til Íslands og að Bowman myndi svara til saka fyrir veiðiþjófnað og mann- rán. Miklir hagsmunir Þriðjudaginn 20. maí kom Ben Heilem að höfn í Aberdeen en þar biðu yfirvöld eftir honum. Ræðis- maður Íslands var þar einnig og gekk um borð í skipið til að tala við Bowman. Sagðist Bowman þá hafa orðið viðskila við íslenska varðskip- ið í myrkri og ákveðið að halda til heimahafnar. Voru þessar skýringar ekki teknar gildar þar sem togarinn var tekinn snemma morguns og bjart úti. Auk þess hefði Hjörtur geta leiðbeint „Töldu þeir útilok- að að Hjörtur hefði fyrirfarið sér, ekkert hefði bent til þess í fari hans“ Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kindahausar DV 1. desember 1989. Aberdeen Mikil samskipti við Íslendinga. DV 19. febrúar 1983 Hjörtur annar frá hægri. Hjörtur Bjarnason Hvarf sporlaust í Aberdeen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.