Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 52
É g á fleiri hundruð börn, en þó aðeins þrjú af holdi og blóði. Þar á ég við þegar ég er vakinn miskunnarlaust upp jafnvel um miðja nótt þegar ljóð og önnur sköpun eru við það að sprengja mig utan af sér. Þegar ljóðin, tónlistin og allt hitt eru lögð saman í púkkið þá er saman kom­ inn hópur af óstýrilátum athyglis­ sjúkum einstaklingum, ólíkt börn­ um mínum af holdi og blóði sem eru öll gæðafólk.“ Svo mælir Sölvi Fannar Viðars­ son, ljóðskáld, tónlistarmaður, líkamsræktarþjálfari og leikari. Sölvi hefur mörg járn í eldinum þessa dagana. Sölvi hefur verið að spreyta sig í leiklist víða erlendis og senn mun afraksturinn líta dagsins ljós, eitthvað sem fjöllista­ maðurinn er afar spenntur fyr­ ir. Fyrir fáeinum árum vakti Sölvi athygli í tónlistarmyndbandi við lag frá David Guetta ásamt söng­ konunni Siu. Lagið ber heitið She Wolf og var myndbandið tekið upp í Krýsuvík, á Langjökli og við Reykjanesvita. Sölvi segir að töku­ ferlið hafi verið langt og strangt en að tækifærið hafi haft afar jákvæð áhrif á leikferilinn. Sölvi rifjar upp sælar minn­ ingar frá tökum tónlistarmynd­ bandsins, sem var tekið upp árið 2012. Í því sést hann með sítt hár og þykkt víkingaskegg, en þegar hann fór í leikprufuna fyrir veiði­ manninn í burðarhlutverkinu vissi hann hvorki hvað þetta var eða fyrir hvern. „Ég hafði ekki hug­ mynd um að þetta væri mynd­ band fyrir David Guetta en þetta fór fram úr björtustu vonum,“ segir Sölvi. „Sjálfur var ég líka með hár niður á bak og svaðalegt skegg sem ég hef síðan klippt og rakað af þótt það blundi alltaf í manni að safna aftur.“ Sölvi segist þó ekki hafa verið lengi að finna sinn innri veiði­ manninn og víking. „Ég hef alla tíð verið villimaður í mér,“ segir Sölvi. „En það er vissulega heiður að fá að vera vera í burðarhlutverki í svona flottu tónlistarmyndbandi og það með góðan boga að vopni.“ Tónlist í genunum Undanfarin þrjú ár hefur Sölvi verið búsettur í útjaðri Lundúna, nálægt Kent­sýslu. Þar hefur hann kunnað frábærlega við sig og reynir að finna stundir á milli krefjandi verkefna til þess að semja ljóð og margs konar texta. Til dæmis er hann þessa dag­ ana að leggja lokahönd á sína fyrstu skáldsögu. Auk þess að sinna einnig leiklistargyðunni starfar hann sem umboðsmaður „ Fjallsins“, Haf­ þórs Júlíusar Björnssonar. Þá vinn­ ur Sölvi einnig að ýmsum tónlist­ arverkefnum með föður sínum, Viðari Jónssyni, og dóttur hans, Heru Sóleyju, auk þess að vinna sitt eigið efni. Nýlega framleiddi Sölvi tónlistarmyndband fyrir Viðar við hið góðkunna lag Help Me Make It Through The Night, sem kemur út á næstunni. Jafnframt er dóttir hans að stíga sín fyrstu skref í þeim geira og segist hann vera afar hreykinn af henni. „Tónlistin er að miklu leyti pabba mínum að kenna á meðan ég kenni mömmu um leiklistina,“ segir Sölvi kátur aðspurður hvort tónlist sé í genum ættarinnar. „Ég er þess fullviss að ef mamma hefði ekki verið að vinna stærri hluta sinnar ævi, tvö til þrjú störf, og líka ala okkur systkinin þrjú upp þá hefði hún getað átt góðan fer­ il sem leikkona. Edda, litla systir mín, er hæfileikarík söngkona og Jón Garðar, eldri bróðir minn, bæði spilar og syngur ásamt því að vera með „fimm háskólagráður“ í heil­ brigðisgeiranum. Valdimar Fannar, sonur minn, sem er elstur systkin­ anna spilar bæði á bassagítar og gítar og semur auk þess raftónlist. Helena Fanney, eldri dóttir mín, lærði og spilaði tónlist í rúman ára­ tug. Hera Sóley, yngri systir hennar, lærði líka lengi og spilar á nokkur hljóðfæri og syngur eins og engill og mér sýnist hún ætla að láta það eftir sér að leyfa draumum sínum að rætast hvað það varðar. Það var reyndar hún sem barnung spark­ aði mér ástúðlega af stað í eiginlegt nám í leiklist á sínum tíma eins sér­ kennilega og það kann að hljóma. Börn okkar búa vissulega í húsi framtíðarinnar sem við getum ekki heimsótt, ekki einu sinni í draumi og því getum við margt af þeim lært, ekki síður en þau af okkur.“ Mafían, víkingasveitin og seinni heimsstyrjöldin Á næstunni verða frumsýndar tvær kvikmyndir sem Sölvi fer með hlut­ verk í en auk þess er hann að undir­ búa þrjú önnur stór verkefni sem bíða hans á næsta ári, meðal annars kvikmynd um atburðarás seinni heimsstyrjaldarinnar með Stephen Fry í lykilhlutverki. Myndirnar sem um ræðir eru Operation Ragnarök og síðan Three Dots and a Dash, sem er grínmynd með glæpaívafi þar sem hann leik­ ur rússneska mafíuforingjann Bor­ is Popov. Í hinni síðarnefndu segir Sölvi þátttökuna hafa verið með ólíkindum „sér í lagi þar sem fjötrar villidýrsins Sölva Fannars voru leystir með öllu,“ eins og hann seg­ ir sjálfur. Þá nefnir hann einna mest spennandi verkefnið framund­ 52 FÓLK - VIÐTAL 12. október 2018 LOKAÐIR STURTUKLEFAR MEÐ TOPPI, SPORNA GEGN RAKA OG MYGLU Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið S. 856 5566 „Ég hef alla tíð verið villimaður í mér“ „Á sínum tíma reyndi ég talsvert að fá Jón Pál til þess að leyfa mér að að- stoða sig en hann einhvern veginn keypti þá hug- mynd aldrei alveg n Slæst í för með víkingasveitinni og mafíunni n Fjöllistamaður og umboðsmaður Fjallsins Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Sölvi Fannar:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.