Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Síða 26
26 12. október 2018FRÉTTIR RÁIN Hafnargata 19a Keflavík S. 421 4601 FERSK OG FALLEG ÞJÓNUSTAR ÞIG Í MAT OG DRYKK kærunni undir stól því engin eftir- fylgni eða þróun hafi verið í mál- inu. Ásgeir segir sambærilegt tilfelli hafa komið upp hjá sér og telur lögregluna alveg getulausa þegar kemur að Halldóri og Lárusi. Heimildarmaður DV kærði Hall- dór einnig til lögreglu en hefur ekki fengið neina niðurstöðu úr því máli, en hann kærði Halldór fyrir tæplega tveimur árum. „Ég á körfubíl hjá Halldóri sem ég fæ ekki til baka,“ segir Sigurður. „Ég veit nákvæmlega hvar þessi körfubíll er og ég hef margoft sagt lögreglunni frá því. Bíllinn er uppi á Kjalarnesi. Það er fullt af drasli þar og þar er bíllinn er falinn. Lög- reglan tók meira að segja myndir af þessu dóti en það kom ekkert út úr því,“ segir Sigurður. „Það liggur haugur af drasli fyrir utan Hvalfjarðargöngin og það halda flestir að það sé allt leifar frá því þegar göngin voru byggð. Það er alls ekki þannig,“ segir heimildarmaður DV og segir það ekki fara á milli mála að þarna liggi heilmikið af stolnum verkfær- um og vélum. „Maður getur rétt ímyndað sér upphæðirnar“ „Halldór fór öðruvísi að hjá mér,“ bætir Ásgeir við. „Hann bauðst til þess að hjálpa mér og ætlaði að geyma fyrir mig ýmis tæki og tól. Síðan frétti af hann dóti sem kon- an mín átti og það var allt saman tekið og mér skilst að búið sé að selja það. Þetta var allt tekið og gert undir berum himni.“ Heimildarmaður DV, sem sjálf- ur segist hafa lent í stuldi frá fram- an nefndum mönnum, heldur því fram að stór hluti af þeim vinnu- vélum sem A+B viðgerðir hafa leigt út sé þýfi. „Halldór selur skráningar og hefur montað sig að því úti um allt. Þetta er allt þýfi, sem er brot- ið niður og svo selur hann skrán- ingarnar. Hann hefur gortað sig af því að hann ætti 260 skráningar á tækjum. Maður getur rétt ímyndað sér upphæðirnar,“ segir heimildar- maðurinn, en segir einnig nafn Guðbjarts Hólm hafa komið upp í þessu braski. Guðbjartur hefur, að sögn heimildarmannsins, stolið af honum vélum fyrir fleiri milljónir króna. „Þetta er búið að eyðileggja allt mitt líf“ DV birti frétt í ágúst þar sem Guð- bjartur ræddi um sveitabæ í eigu hans á Kjalarnesi sem var lagður í rúst. Húsið var á sölu og verðlagt á 120 milljónir króna þegar atvikið átti sér stað og nam tjónið um tólf til fimmtán milljónum með öllu innbúi að sögn Guðbjarts. Að sögn Guðbjarts hefur eflaust tekið margar klukkustundir að valda tjóninu miðað við umfang þess. „Þetta voru eins og náttúru- hamfarir. Hreinlega ógeðslegt,“ segir hann og útilokar ekki að skemmdarvargurinn hafi ver- ið haldinn öfundsýki, því allt hafi verið lagt í rúst, en engu stolið. „Þetta er búið að eyðileggja allt mitt líf,“ sagði Guðbjartur og taldi ekki ólíklegt að einhverjir nán- ir honum hefðu staðið að baki skemmdarverkunum. „Fólk getur verið vinir manns en síðan orðið hið andstyggilegasta þegar maður snýr við því bakinu.“ „Algjörlega óafsakanlegt“ Árið 2002 birti Morgunblaðið að- sendan pistil eftir Berglindi Þór- unnardóttur þar sem greinarhöf- undur talar um samskipti nákomnar manneskju við Lárus hjá Vörslusviptingu. Greinin ber heitið Ófagleg framkoma og segir þar að Lárus hafi hreytt í viðkomandi alls kyns athugasemdum og sýnt merki um hroka og yfirgang. „Það að mað- ur eins og Lárus Viggósson sem tal- ar fyrir hönd síns fyrirtækis skuli leyfa sér að tala þannig til fólks og sýna slíka framkomu er algjörlega óafsakanlegt,“ segir í pistlinum. „Þetta kallast ekki fagmannleg framkoma. Þessi umræddi ætt- ingi minn brotnaði hreinlega niður eftir að hafa átt samskipti við þenn- an mann og grét það sem eftir lifði dagsins.“ Heimildarmaður DV er spurður út í þennan pistil og tekur undir þessi orð en bætir við að sambæri- leg hegðun hjá Lárusi sé algeng og slík sem aðrir sem hafa verið átt í samskiptum við hann eiga mikla reynslu af. Þá segist Sigurður hafa sjálfur lent í yfirgangi frá sama manni. „Ég lenti í Lárusi árið 2007. Það var vesen sem kom upp í gegn- um félaga minn og Lárus hótaði mér öllu illu,“ segir hann. Í bloggfærslu Þórdísar Bjarkar Sigþórsdóttur, sem hún birti árið 2011 á vefsíðu sinni, spyr hún: „Hver hefur eftirlit með Lárusi Viggóssyni vörslusviptingarhand- rukkara sem þjónustar fjármögn- unarfyrirtækin, er það Fjármála- eftirlitið? Hvaða starfsleyfi hefur Lárus eða Lalli handrukkari eins og hann er kallaður?“ Á því sama ári kom upp til- felli þar sem Lýsing, fyrirtæki sem Lárus starfaði hjá, framkvæmdi vörslusviptingu á bíl fyrir mistök. Guðjón Guðjónsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að bíll eigin- konu sinnar hefði verið tekinn einn morguninn, þrátt fyrir að allt hafi verið gert upp og engin skuld hvíldi á honum. Sagði þá Guðjón að Lýs- ing hafi ekkert gert til þess að bæta hjónunum upp vandræðin, þó að bílnum hafi verið skilað stuttu eftir kvartanir hjónanna. „Það er margbúið að segja að þessar vörslusviptingar séu ólög- legar,“ segir Guðjón og bætir við að það hafi kostað talsvert vesen þann morgun að ræða við Lýsingu og hann komið seint til vinnu þann dag. Líta ekki á kærur Á sama ári birti Örn Gunnlaugs- son bloggfærslu þar sem Lárus er í brennidepli. Þar er honum lýst sem „handrukkara hjá Vörslusviptingu“. Í færslunni segir: „Ekki veit ég betur en að Lalli handrukkari hjá Vörslusviptingum ehf. hafi í lok 2009 í umboði Lýsingar hf. vörslu- svipt fyrirtæki í Hafnarfirði vél með gertæki – án dómsúrskurðar og einnig án þess að eiga tilkall til þeirrar vélar. Lýsing hf. hafði reynd- ar aldrei komið nálægt fjármögn- un þeirrar vélar eða haft nokkuð með hana að gera yfirleitt. Það voru sem sagt ekki mistök – þá hlýtur sá glæpur að hafa verið framinn vís- vitandi. Forsvarsmaður fyrirtæk- isins sem var vörslusvipt kærði umrætt gertæki til efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra en ekki bólar enn á neinum viðbrögðum þar á bæ, einna helst að aðeins hafi í hrotunum í því Þyrnirósar- landi. Ef starfsmenn og stjórnend- ur fjármála fyrirtækja fremja glæpi þá virðist það reglan að láta slíkt afskiptalaust. Það sama á ekki við þegar smákrimmarnir eiga í hlut. Yfirlýsingum Lýsingar hf. ætti fólk að taka með miklum fyrirvara.“ Í nafnlausri athugasemd við færslunni er spurt af hverju ekki sé búið að „stinga þessu glæpahyski hjá Lýsingu í grjótið.“ Segir þar einnig að Hæstiréttur sé búinn að staðfesta að þarna sé búið að brjóta lög í áraraðir án þess að nokkuð sé gert og þarna fari skipulögð glæpa- starfsemi fram. „Samt gengur þessi óþjóðalýður laus og heldur áfram að níðast á almenningi. Þyrnirós- irnar hjá efnahagsbrotadeild líta ekki á kærur sem lagðar hafa verið fram gegn þessum pöddum.“ Samkvæmt heimildum DV þá sá Vörslusvipting ehf. meðal annars um vörslusviptingar fyrir Glitni á árunum í kringum aldamótin. Á árinu 2003 eða 2004 kom í ljós að eyðublöð Glitnis voru ekki með ákvæði um beina uppboðsheimild og því er líklegt að einhverjar af þeim bifreiðum sem vörslusvipt- ar voru og seldar á uppboðum hafi verið vörslusviptar á ólöglegan hátt. Stefna hefði þurft einstakling- um fyrir héraðsdóm til að fá áritaða stefnu sem síðan væri grundvöllur uppboðsheimildar og vörslusvipt- ingar í kjölfarið. Ekki náðist í Halldór, Lárus eða Guðbjart við vinnslu fréttarinnar.n „Þessir menn eru undir einhverjum verndarvæng hjá lögreglunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.