Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Blaðsíða 16
16 SPORT 12. október 2018 Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum KNATTSPYRNUKAPPAR SEM KYNNTUST GRJÓTINU Þ egar hugsað er um íþrótta- fólk og knattspyrnumenn eru glæpir ekki eitthvað sem kemur upp í hugann. Knattspyrnumenn eiga það þó til að misstíga sig á lífsins leið, líkt og aðrir. Nú um þessar mundir er einn frægasti knattspyrnumaður allra tíma, Cristiano Ronaldo, sakaður um hrottalega nauðgun. Konan sem sakar Ronaldo um þetta alvarlega brot segir að Ronaldo hafi nauðgað henni árið 2009. Ekkert var gert í málinu á þeim tíma en nú níu árum síðar gæti Ronaldo farið í fangelsi ef sekt hans verður sönnuð. Taka skal fram að Ronaldo harðneitar sök og eru lögfræðingar hans nú í mál- inu. Fjöldi knattspyrnumanna hef- ur setið í fangelsi fyrir misalvarleg brot, sumir hafa keyrt fullir, aðr- ir hafa látið hendurnar tala, sum- ir hafa framið morð og aðrir mis- notað börn. Misnotkun á barni Adam Johnson var eitt sinn vonar- stjarna Englendinga í fótboltanum, hann var kröftugur kantmaður sem Manchester City keypti frá Middles- brough. Ferillinn var ekki alveg að ganga upp eins og vonir stóðu til og hann fór því til Sunderland. Þar lék hann til ársins 2016 þegar upp komst um kynferðislega misnotkun hans á barni. Johnson hafði þá farið að hitta 16 ára stúlku sem elskaði hann sem íþróttamann. John- son misnotað aðstöðu sína hressilega og kyssti stúlkuna auk þess að káfa á henni. Johnson fékk sex ára dóm og situr í dag á bak við lás og slá. Barsmíðar Fyrirliði Watford var eitt sinn á slæmum stað í lífinu og hefði brautin getað orðið mun erfiðari en hún á endanum varð. Deen- ey ólst upp í Birmingham og þar var hann í slæmum félagsskap. Deeney var árið 2012 dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að berja námsmenn á skemmtistað í borginni. Á bak við lás og slá fann Deeney út úr því hvað hann langaði virkilega til að gera í lífinu, og hefur hann náð afar langt miðað við hvað í stefndi þegar hann fór í tukthúsið. Morð af gáleysi Marcos Alonso, sem í dag er einn besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar, var árið 2011 dæmdur fyrir morð af gáleysi. Alonso var þá í herbúðum Bolton en hann keyrði fullur á vegg með þeim afleiðingum að farþegi í bílnum lést. Farþeginn var 19 ára stúlka, Alonso var á 122 kílómetra hraða og blindfullur. Hann fékk fyrst fjögurra ára fangelsisdóm sem var síðan breytt í 21 mánuð. Að lokum samdi Alonso við fjölskyldu stelpunnar og greiddi henni 500 þúsund evrur og slapp við að fara í fangelsi. Hann er í dag í herbúðum Chelsea og leikur með spænska landsliðinu. Lét hunda éta lík af kærustu sinni Markvörðurinn frá Brasilíu var árið 2010 dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir að láta myrða þáverandi kærustu sína. Hann hafði verið fyrirliði Flamengo sem er stórlið í heimalandinu. Hann faldi lík kærustunnar, bútaði það niður og lét síðan hundana sína borða það. Hann var einnig dæmdur fyrir að ræna syni sínum. Það vakti furðu margra að Bruno fékk ekki lífstíðardóm fyrir þennan ógeðfellda verknað. Joey Barton Líkamsárásir Einn frægasti skaphundur fótboltans hefur oft komið sér í klandur innan vallar en líka utan hans. Barton hefur oft komist í klandur í lífinu en aldrei eins og árið 2008 þegar hann þurfti að fara í grjótið. Um mitt ár var Barton nefnilega dæmdur í fangelsi fyrir harkalega líkamsárás á götum Liverpool. Hann var þá á mála há Newcastle en síðar það árið var hann dæmdur fyrir að berja gamlan liðsfélaga hjá Manchester City. Hann rotaði þá Ousmane Dabo á æfingasvæði Manchester City en fékk skilorðsbundinn dóm fyrir það. Tony Adams Keyrði fullur Þessi öflugi varnarmaður sat í fangelsi í nokkra mánuði árið 1990 eftir að hafa verið tekinn ölvaður undir stýri. Hann var með fjórfalt magn af leyfilegu áfengi í blóði sínu. Hann tók út dóm sinn og sneri aftur til Arsenal en hann lék 66 landsleiki fyrir England. Margir hafa haft orð á því að ef Adams hefði ekki slegið í gegn í fótbolta, þá hefði hann endað á vondum stað, honum fannst sopinn helst til of góður. Adam Johnson Bruno Fernandes de Souza Marlon King Kynferðislegt of-beldi, barsmíðar og hraðakstur King var rekinn frá Wigan árið 2009 eftir að hafa verið dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi og barsmíðar. King hafði verið að skemmta sér þegar hann ákvað að káfa á stelpu á dansgólfinu. Þegar hún reyndi að koma sér í burtu þá lamdi King hana harkalega í andlitið með þeim afleiðingum að hún nefbrotnaði. King fékk 18 mánaða dóm en mætti síðan aftur á völlinn. Hann fór svo aftur í fangelsi árið 2014 fyrir ofsaakstur. Marcos Alonso Stig Tofting Troy DeeneyBarsmíðar Tofting var harðhaus á vellinum og átti það til að missa stjórn á skapi sínu þar. Hann átti einnig erfitt með skapið utan vallar og það kom honum í fangelsi árið 2003. Sumarið 2002 var Tofting að fagna með danska landsliðinu eftir HM. Þegar fögnuðurinn stóð sem hæst ákvað Tofting að rota eiganda veitingastaðarins þar sem liðið sat að snæðingi. Þetta varð til þess að Tofting fór í fangelsi og samningi hans við Bolton var rift. Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.