Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Blaðsíða 22
22 FÓLK - VIÐTAL 12. október 2018
Varahlutaverslun
og þjónusta
TANGARHÖFÐA 4
110 REYKJAVÍK
SÍMI 515 7200
www.osal.is
osal@osal.is
FAX 515 720
ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN
ég að fljúga til Íslands frá Suður
Ameríku, langt og strangt ferða
lag. Ég setti sem skilyrði að ég flygi
á fyrsta farrými en þegar ég milli
lenti í London kom að mér þekkt
ur hægriöfgamaður, öskrandi og
froðufellandi. Hann steytti hnef
ann að mér og sagði mér að snáfa
aftur í vélina þar sem ég ætti
heima. En ég stóð, brosti og æsti
mig ekki upp. Rólegheit og yfirveg
uð viðbrögð eru það versta sem
slíkir menn vita. Síðan settist ég
niður og allir horfðu á og allt fraus.
Hann fór í burtu en kom svo aftur
ansi fýldur og settist í sætið hin
um megin við ganginn. Þá lagði
hann yfir sig teppið og sneri baki
í mig alla leiðina til Íslands og ég
hugsaði að hann ætti eftir að finna
til í bakinu eftir þriggja tíma ferð,“
segir Hörður kíminn.
Hörður man eftir öðru atviki þar
sem fyrrverandi forseti Alþingis
veittist að honum á myndlistar
sýningu, í viðurvist fjölda fólks.
„Hann hrópaði að mér að ég
hefði verið á Austurvelli í þeim
eina tilgangi að græða peninga.
Að ég hefði selt plötur út á þetta
og notað mótmælin til að auglýsa
tónleikana mína. Mér var sagt að
hann hefði verið drukkinn en það
afsakar ekki neitt.“
Ekki nóg að taka á gerendunum
Ísland hefur tekið miklum
breytingum frá þessum ólgutím
um fyrir sléttum áratug. Ríkis
stjórnir hafa komið og farið, hrun
mál hafa verið gerð upp fyrir
dómstólum en stærsta breytingin
er hinn ótrúlegi uppgangur í ferða
mannaiðnaðinum. Talað er um
góðæri en þó heyrast þær raddir
sem segja að nýtt hrun gæti verið
handan við hornið.
Hafa Íslendingar lært af hrun-
inu?
„Ég fæ þessa spurningu oft
þegar ég ferðast um heiminn.
Það held ég að hljóti að vera og
við eigum eftir að draga enn þá
meiri lærdóm af því. Þetta tek
ur allt sinn tíma að byggjast upp.
Árið 1975 kom ég út úr skápnum
þrítugur en ég hafði verið tíu ár
að byggja mig upp í það. Ég stóð
einn í þessum slag í byrjun og var
útskúfaður í áratugi en mér tókst
að virkja fleiri í baráttuna og síðan
lærði samfélagið. Árið 2006 voru
undirrituð lög um bann við mis
munun á grundvelli kynhneigð
ar, kynþáttar og fleiri hluta. Það
var árangur fjölda fólks. Það tók 32
ár að ná þessum réttindum fram.
Nú eru komin tíu ár frá hruni og
það sama mun gerast. Öll uppgjör
taka tíma og eru erfið, og þau eiga
að vera það. Ef þetta er létt og löð
urmannlegt verk þá gleymum við
því strax. Við erum á góðri leið,
segi ég, því fólk er aðhaldssamara,
meðvitaðra og hætt að monta sig
af veraldlegum gæðum. En stjórn
málastéttin þráast við og því held
ur baráttan áfram. Venjulegt fólk
vill ekki samfélag leyndarhyggju,
fláræðis, þjófnaðar og þöggunar.“
Nú hafa 39 bankamenn hlotið
dóma og Geir Haarde dóm í lands-
dómi. Hvernig finnst þér hafa verið
tekið á gerendum?
„Það er ekki nóg að taka á ger
endunum heldur verður að taka
á hugsunarhættinum. Við sjáum
þetta núna með stjórnmálamenn
og forstjóra. Hvernig þeir leyfa sér
að hækka launin sín og gjáin milli
þeirra og þjóðarinnar vex. Þetta er
sjúklegt. Svo skilja þeir ekki að það
sé ólga á vinnumarkaði. Þetta er
einmitt hluti af uppgjörinu.“
Aðspurður um hrunið segir
Hörður að það sé nú þegar búið,
en hann eigi á þó ekki von á öðr
um hamförum, líkt og áttu sér stað
haustið 2008, í bráð. Varhugavert
sé þó að setja öll eggin í eina körfu
líkt og gert sé með ferðamanna
iðnaðinn í dag.
Ef það verður annað hrun, verð-
ur þú aftur fyrsti maðurinn til að
stíga fram á Austurvelli?
„Ég er ekki spámaður og pæli
lítið í því. Með þessari bók er ég
að gefa keflið áfram til yngri kyn
slóða og vonast til þess að það fólk
læri af þessari reynslu minni. Þessi
reynsla er dýrmæt, hún er ævistarf
eins manns sem þurfti að ganga
í gegnum gríðarlegan mótbyr en
hafði sigur. Þetta fjallar um að vera
manneskja í samfélagi. Þetta fjall
ar um okkur öll. Þetta er sagan
okkar allra.“
Samtökunum ’78 var rænt
Víkur nú samtalinu frá hruninu
og mótmælunum og að stöðu
samkynhneigðra á Íslandi í dag.
Hörður var aðalstofnandi og drif
fjöður Samtakanna ’78 og virkur í
starfi þeirra til ársins 1993. Á þeim
tíma voru samkynhneigðir að
byrja að koma út úr skápnum en
mættu þó enn miklum fordómum.
Síðan þá hefur ástandið breyst
mjög mikið og samkynhneigð al
mennt viðurkenndari nema hjá
þröngum hópi. Hörður hefur hins
vegar áhyggjur af stöðu samtak
anna sem hann stofnaði.
„Það hafa orðið miklar svipt
ingar og þetta eru ekki þau sam
tök sem ég stofnaði árið 1978. Við
vorum félagsskapur og fjölskylda
en seinna varð þarna yfirtaka og
upprunalegu gildunum ýtt út. Í
dag eru samtökin mér mjög fram
andi og það þarf að skoða alvar
lega hvað er að gerast þarna því að
þetta er rekið með opinberu fé.“
Fyrir tveimur árum spruttu
upp miklar deilur í samtökunum
í tengslum við aðild BDSM félags
Íslands. Ekki væri hægt að líkja
baráttu BDSMfólks við baráttu
samkynhneigðra. Vildu margir
meina að um fjandsamlega yfir
töku væri að ræða og rifu með
limaskírteini sín.
„Við vorum búin að byggja
samtökin upp en síðan var þeim
rænt af okkur. En hvert félag er í
raun ekki annað en fólkið sem þar
situr og það fólk hefur oft valið sér
misgóða stjórnendur sem hafa
gert mistök. Ég set stórt spurn
ingarmerki við Samtökin ’78 í dag
og spyr hvað er þetta félag í dag?“
Varðandi stöðu samkyn
hneigðra almennt segir Hörð
ur Ísland á góðum stað og að
kúvending hafi átt sér stað frá ár
inu 1975.
Verður hinn venjulegi samkyn-
hneigði maður fyrir fordómum í
dag?
„Nei, varla meira en hver ann
ar. Allar manneskjur lenda í
því að verða ekki rétt skildar á
einhverjum tímapunkti en ég sé
ekki að fólk verði fyrir sérstökum
fordómum í dag vegna samkyn
hneigðar. Frekar transfólk og slíkir
hópar. Þar er enn verið að víkka út
hugtökin og velta steinum í samfé
laginu.“
Telur þú að ykkar barátta á síð-
ustu öld hafi rutt veginn fyrir þessa
hópa?
„Það gefur auga leið. Við
vorum kallaðir alls konar ljót
um orðum; kynvillingar, aftaní
ossar, bakarar og fleira. Ég byrj
aði að kalla mig homma sem var
þá talið ljótt orð, síðan varð orðið
samkynhneigður til. Tungumálið
bergmálar allt ástandið. Í staðinn
fyrir örfá ljót orð eru komin ótal
vel meinandi og rétt lýsandi orð
og margir flokkar yfir afbrigði til
finningalífsins. Þetta sýnir glöggt
þá miklu breytingu sem hefur átt
sér stað.“ n
„Ég talaði
við fólk
sem var á barmi
þess að drepa sig
Aldrei í felum Hörður varð umtalaðasti
maður landsins á einu augnabliki árið 1975.