Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 30
Jólagjafir og gjafabréf 12. október 2018KYNNINGARBLAÐ Allir nuddararnir sem hér starfa eru löggiltir og mjög hæfir. Nudd er gott fyrir alls konar fólk, bæði þá sem þjást af verkjum og bólgum en líka þá sem eru frískir en þurfa á góðri slökun að halda. Hing- að kemur fólk á öllum aldri, til dæmis skrifstofufólk en líka gjarnan náms- menn, sem eru oft með aumar axlir og bak rétt eftir prófatarnir,“ segir Josy Zareen, sem rekur nuddstofuna Costa Verde að Ármúla 40. „Endurtekið nudd getur haft sam- bærileg áhrif og sjúkraþjálfun,“ segir Josy en á stofunni hennar er boðið upp á margs konar nuddmeðferðir, til dæmis slökunarnudd, heitsteinanudd, shiatsu-nudd, STM-nudd og svæða- nudd. Gjafabréf í nudd er frábær jólagjöf en gjafabréfin má nálgast á vefsíð- unni costaverde.is og fá nánari upp- lýsingar um nuddmeðferðirnar þar. Josy er frá Brasilíu en hefur búið á Íslandi það sem af er þessari öld. Hún hefur lengi kennt Íslendingum magadans sem hefur orðið sífellt vin- sælli en að Ármúla 40 er einnig rekið magadansstúdíó. Gæsapartí og steggjapartí Í Costa Verde er líka boðið upp á gæsapartí og steggjapartí og hafa þau notið sívaxandi vinsælda. „Hér starfar hópur af mjög flinkum dönsur- um og það eru nokkrar tegundir af dönsum í boði fyrir hópinn. Partíið er oftast haldið í danssalnum hérna og oft koma gestirnir með drykki með sér. Stundum fer hin væntanlega brúður eða brúðgumi í nudd á eftir,“ segir Josy. Meðal danstegunda sem eru í boði eru magadans, Bollywood, Samba, Burlesque, Salsa, Polefitness og fleiri. Nánari upplýsingar um gæsa- og steggjapartíin og pantanir eru á vef- síðunni gaesaparty.is. Hágæðanudd og ógleymanleg gæsapartí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.