Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 2
2 21. desember 2018FRÉTTIR
L
esendur DV kusu Mann ársins og niður-
staðan var mjög afgerandi. Maður
ársins 2018 er Stefán Karl Stefánsson
og hlaut hann 72,38 prósent atkvæða.
Næst á eftir honum kom Bára Halldórsdóttir,
aktívistinn að baki Klaustursupptökunum
frægu sem vörpuðu ljósi á fordómafulla og
niðrandi orðræðu sex þingmanna á barnum
Klaustri. Hún hún hlaut 5,79 prósent at-
kvæða. Rétt á eftir Báru var Guðmundur
Fylkisson lögreglumaður, sem hefur helgað
starf sitt leitinni að týndu börnunum. Hann
hlaut 5,21 prósent atkvæða.
Stefán Karl, einn ástsælandi leikari lands-
ins, lést í ágúst eftir erfiða baráttu við krabba-
mein í gallgöngum. Stefán kom víða við á
ferlinum en er hvað þekktastur fyrir hlutverki
Glanna glæps í þáttunum um Latabæ sem
njóta mikilla vinsælda hérlendis sem og er-
lendis og einnig fyrir hlutverk Trölla í upp-
setningum á jólasöngleiknum Þegar Trölli
stal jólunum, bæði í Bandaríkjunum og í
Kanada.
Þegar Stefán Karl var barn varð hann fyrir
miklu einelti og eftir að hann varð fullorðinn
vildi hann reyna að koma í veg fyrir að önnur
börn yrðu fyrir því sama. Hann varð því mikill
baráttumaður í eineltismálum og vann ötul-
lega að því að auka fræðslu og forvarnir. Hann
stofnaði eineltissamtökin Regnbogabörn og
hélt mörg hundruð fyrirlestra um einelti og
félagsmál barna og unglinga í skólum lands-
ins. Hann kom fram í fjölda viðtala um mál-
efnið og hélt baráttunni áfram, jafnvel eftir að
starfsemi Regnbogabarna var hætt.
Stefán Karl var í júní sæmdur riddara-
krossi fálkaorðunnar fyrir framlag sitt til leik-
listar og samfélags. Þegar honum varð ljóst
að baráttan gegn krabbameininu væri töpuð
skrifaði hann á Twitter:
„Það er ekki fyrr en þér er sagt að bráðum
munirðu deyja sem þú áttar þig á hvað lífið er
stutt. Tíminn er það verðmætasta í lífinu, því
hann kemur aldrei aftur. Hvort sem þú verð
tímanum í fangi ástvinar eða einn í fanga-
klefa er lífið hvað sem þú gerir við hann.
Dreymi ykkur stóra drauma.“ n
skattar sem ríkið ætti að taka upp
Samkvæmt samgönguáætlun á
að setja skatt á fólk sem keyrir
eftir þjóðvegum inn og út
af höfuðborgarsvæðinu. Í
rauninni er þetta skattur
sem leggst fyrst og
fremst á þá sem búa í
nærsveitarfélögunum
en starfa á höfuð-
borgarsvæðinu. Hér eru
5 aðrar tekjuleiðir sem
ríkið gæti tekið upp.
Heigulsskattur
Heiglar og gungur eru
vannýtt tekjulind á
Íslandi og auðvelt að
knýja þá til að borga. Á
tólftu öld setti Hinrik
I. Englandskonungur
slíkan skatt á þá sem
voru of ragir til að
berjast fyrir hann.
Til að byrja með var
upphæðin lág en var
fljótlega þrefölduð og
riddarar voru rukkaðir
þó að friðartímar
stæðu yfir.
Þetta kallar
maður að
hugsa í
lausnum.
alltaf
sigur að
lokum.
Brjóstaskattur
Þessi hugmynd kemur
frá héraðinu Travancore
á Indlandi. Þar var
konum úr ákveðnum
lögum samfélagsins
bannað að hylja brjóst
sín og voru rukkaðar ef
þær gerðu það. Skatt-
heimtumenn mældu
þá stærð brjóstanna
til að ákveða
upphæðina. Free
the Nipple-hreyf-
ingin gæti sett strik í
innheimtuna en
á veturna myndi
ríkið ná að hala
vel inn.
Prumpskattur
Þessi hugmynd er ný af
nálinni. Árið 2003 lagði
ríkisstjórn Nýja-Sjálands
prumpskatt á bændur.
Var það vegna vinds
sem kýr þeirra leysa
og valda þar með
skaða á ósonlaginu. Í
viðrekstri er metan sem
er mun hættulegra en
koltvísýringur. Þetta er
tilvalið fyrir Ísland og þá
ekki aðeins fyrir húsdýr.
Með mikilli fjölgun
grænkera er tryggt að
nokkrir milljarðar kæmu í
ríkiskassann.
Skeggskattur
Á sautjándu öld
setti Pétur mikli
Rússlandskeisari
sérstakt gjald á skegg
karlmanna. Pétur
ferðaðist um Evrópu og
sá að siðmenntuðustu
karlmennirnir rökuðu
sig. Hann vildi koma
þeim sið á í Rússlandi og
lét skeggjaða menn því
borga. Þeir sem höfðu
borgað fengu sérstakt
merki til að staðfesta
það. Hipsteravæðingin
á Vesturlöndum og
sérstaklega
Íslandi
hefur gert að
verkum að
skeggskattur
yrði góð
búbót fyrir
ríkissjóð.
Sólarskattur
Sex jólasveinar fóru
íÁ Mallorca, Menorca
og nærliggjandi eyjum
er sólarskattur sem
allir ferðamenn greiða.
Hann er á bilinu hálf
til fjórar evrur á hvern
dag sem ferðamað-
urinn er á staðnum
og hefur reynst
eyjaskeggjum góð
búbót. Sólarskattur
yrði kannski ekki alveg
nógu hentugur fyrir
Ísland. Rokskattur
væri betri.
Á þessum degi,
21. desember
1620 – William Bradford og Mayflower-
pílagrímarnir taka land þar sem nú er
Plymouth Rock í Plymouth í Massachu-
setts.
1907 – Chileski herinn fremur
fjöldamorð þegar hann ræðst gegn
verkfallsmönnum í saltpétursnámum í
Iquique í Chile. Að minnsta kosti 2.000
manns láta lífið.
1967 – Louis Washkansky, fyrsti
hjartaþegi sögunnar, deyr í Höfðaborg í
Suður-Afríku. Hann lifði í 18 daga í kjölfar
ígræðslunnar.
1937 – Mjallhvít og dvergarnir sjö,
fyrsta teiknimynd sögunnar í fullri
lengd, er frumsýnd í Carthay Circle-sýn-
ingarhúsinu.
1995 – Betlehem færist undir stjórn
palestínskra stjórnvalda.
Síðustu orðin
„Slökkvið ljósin.“
– Theodore Roosevelt
Bandaríkjaforseti (1858-1919)
STEFÁN KARL
ER MAÐUR ÁRSINS 2018
n Lesendur DV kusu n Naut mikilla vinsælda erlendis„Tíminn er það
verðmætasta
í lífinu, því hann
kemur aldrei aftur
Erla Dóra
erladora@dv.is
Leikara
hjón
Stefán Karl
og Steinunn
Ólína.
Trölli Stefán í
þekktu jólahlut-
verki.
Glanni glæpur Hlut-
verkið sem gerði Stefán
frægan á heimsvísu.
Bára Halldórs
dóttir Hlaut
næstflest atkvæði.
Guðmundur
Fylkisson Í þriðja sæti
kosningarinnar.
Stefán ásamt Hilmi
Snæ í sýningunni: Með
fulla vasa af grjóti.