Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 16
16 FÓLK 21. desember 2018 G uðmundur Brynjólfsson gaf nýlega út bókina Eitr­ aða barnið. Hún er glæpa­ saga, skrifuð inn í sögulega sviðsmynd Árnessýslu í kringum aldamótin 1900. Guðmundur er djákni og innilega trúaður og jafn­ framt heltekinn af myrkum hlið­ um mannlífsins og óhræddur við að stuða fólk, hvort sem er í bók­ um sínum eða hárbeittum pistl­ um. DV ræddi við Guðmund um æskuna á Vellinum, rótleysið og árin í drykkju, hið myrka í mann­ skepnunni og ljósið í trúnni. Hermangið á Vellinum Guðmundur er fæddur árið 1964 og ólst upp á bæ sem heitir Hellur á Vatnsleysuströnd. Hann var næstyngstur sjö systkina en eitt dó í frumbernsku. Móðir hans starfaði sem handavinnukennari og faðir hans hjá véladeild ÍAV á Keflavíkurflugvelli. Ungur fór Guðmundur sjálfur að starfa á Vellinum og muldi þar grjót. „Kaninn hafði mikil áhrif á svæðinu, bæði til góðs og ills. Það var auðvitað mikil velmegun því það var vel borgað á Vellinum og nóg af vinnu. Fimmtán eða sext­ án ára vann maður frá klukkan sjö á morgnana til að verða tíu um kvöldið.“ Guðmundur grúskaði og las mikið sem barn. Einnig hafði hann mikinn áhuga á fótbolta og spark­ aði í tuðru fram á kvöld með syst­ kinum sínum og frændsystkinum. Löngum stundum dvaldi hann hjá ömmu sinni sem var róttæk vinstrimanneskja og ekki hrifin af hermanginu. „Það fjaraði nú af henni því að það unnu nánast allir hennar af­ komendur þar. Eins með mig sjálf­ an, ég ætlaði aldrei að vinna uppi á Velli en svo fór ég og líkaði vel.“ Hvað vildir þú verða? „Ég ætlaði að verða kokkur. Án þess að vita nokkuð út á hvað það gengi. Síðan ætlaði ég að verða leikari. Ég reyndi þrisvar sinn­ um að komast í leiklistarskólann, komst alltaf í lokahópinn í inn­ tökuprófinu en datt þar út. Það var mikið skipbrot og svekkelsi. Ég taldi mig mesta leikaraefni lands­ ins. En samkeppnin var hörð. Þarna voru meðal annarra Davíð Þór Jónsson, Steinn Ármann, Ingver E. Sigurðsson, Hilmar Jóns­ son, Baltasar og fleiri stórkanón­ ur.“ Femínisti frá æsku Framan af stóð Guðmundur sig vel í námi en þegar hann gekk í Fjöl­ brautaskóla Suðurnesja tók aga­ leysið völdin. Hann féll margoft og þurfti undanþágur til að vera ekki vísað úr námi. Meiri áhuga hafði hann á skemmtanalífinu og var fastagestur í Klúbbnum, Sigtúni og Evrópu. „Maður eyddi öllum peningn­ um,“ segir hann. „Ég lifði hátt, keypti mér strax bíl, var enda­ laust í bíó og hverja einustu helgi að skemmta mér. Ég fékk nógan pening af Vellinum en hafði enga rænu til að leggja fyrir.“ Guðmundur náði að útskrifast 24 ára gamall og gekk þá í Há­ skóla Íslands til að læra bók­ menntafræði. Það nám lá einstak­ lega vel fyrir honum og í kjölfarið flutti hann út til Bretlands til að nema leiklistarfræði. Á þessum árum vildi hann verða leikstjóri og rannsakaði femínisma í verkum Williams Shakespeare. Varstu snemma femínisti? „Já, ég drakk það í mig með móðurmjólkinni og amma prent­ aði það í hausinn á mér að allir væru jafnir. Ég er þannig femínisti. Það þarf enga vitringa til að sjá að í gegnum aldirnar hafa konur ekki staðið jafnfætis karlmönnum. Mér getur hins vegar blöskrað þessi akademíski femínismi þar sem konur úr háskólum segja verka­ konum og konum yfirhöfuð hvern­ ig þær eigi að haga sér og móðgast fyrir þeirra hönd. Það verður hver að finna það hjá sjálfum sér hvaða skilningur felst í þessu hugtaki, femínisma. Fyrir mér snýst þetta um jafnrétti, hin sjálfsagða krafa að allir séu jafnir. Þar undir eru aðrir hópar líka, fatlaðir, samkyn­ hneigðir og fleiri.“ Átta ár í drykkju Eftir námið leikstýrði Guðmundur Tíðarandinn að kæfa tungumálið og húmorinn n Guðmundur Brynjólfsson sér ljóstíru í táradal n Hársbreidd frá því að verða róni n Ný glæpa- saga sem vekur óhugnað Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is MYNDIR: HANNA/DV Bakkus Guðmundur var túramaður og stóð höllum fæti í átta ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.