Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 20
20 MATUR 21. desember 2018 Berst fyrir dósamatar- lausum jólum á Íslandi n Kristinn Guðmundsson stjórnar matreiðsluþáttunum SOÐ n Elti ástina til Belgíu n Líkir dósamataráti við rasíska orðræðu É g verð í Portúgal um jólin. Bróðir kærustunnar minnar keypti sér jörð í Portúgal og býr þar. Ég hef ekki hugmynd um hvað verður í jólamatinn. Ég er ekki kominn þangað enn þá,“ seg- ir Kristinn Guðmundsson, stjórn- andi matreiðsluþáttanna SOÐ, myndlistarmaður og dansari. Það má með sanni segja að Kristinn hafi vakið verðskuld- aða athygli síðustu misseri fyrir þættina SOÐ, sem bæði er hægt að nálgast hjá Sjónvarpi Símans og á Facebook. Ástríða Kristins í eldamennsku skín í gegn hverja mínútu og kemur hann til dyr- anna nákvæmlega eins og hann er klæddur, með tilheyrandi skrítl- um og óreiðu í eldhúsinu. Kristinn vinnur þættina í fjarvinnu þar sem hann er búsettur í Belgíu. Þang- að flutti hann, eftir dvöl í Kaup- mannahöfn og Hollandi, fyrir sex árum til að elta ástina. „Ég kynntist kærustunni minni í Brussel þegar ég var sendur af skólanum mínum í Hollandi á námskeið í Belgíu, í skólanum hennar. Þar kynntumst við. Hún er leikstjóri og skrifar leikrit,“ seg- ir Kristinn og bætir við að hann telji það kost að þau fáist bæði við list skötuhjúin. „Við skiljum hvort annað aðeins betur. Við, lista- menn, erum sérstakt fólk. Ég er til dæmis dansari og þar af leiðandi oft í burtu. Hún skilur það aðeins betur vegna sinnar vinnu. Það vil ég allavega meina,“ segir Kristinn og hlær. Kristinn kann vel við sig í Belgíu en er þó ekki viss um að hann verði þar til æviloka. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi enda á Íslandi en ég veit ekkert hvenær sá endir verður eða hvern- ig hann verður skrifaður. Ég er sveigjanlegri en kærastan mín varðandi vinnu, en hún er með vinnuaðstöðu hér í Belgíu og tak- mörkuð af tungumálinu. Það er auðveldara fyrir mig en hana að fara fram og til baka og ég stjórna mér meira sjálfur. Á þessu ári hef ég til dæmis verið næstum því helminginn af árinu á Íslandi að vinna að ýmsum verkefnum,“ segir Kristinn. Matarskoðanir koma Kristni í bobba Við vindum okkur aftur í jólatal og kemur þá í ljós að Kristinn heldur ekki í neinar sérstakar hefðir þegar kemur að mat, enda duglegur að prófa nýja hluti í SOÐ-eldhús- inu, sem er í raun á vinnustofunni hans. „Jólin eru ekkert svo heilög í Belgíu, sérstaklega þegar kemur að matvöru. Það er ekkert endilega verið að spá mikið í jólamatinn, bara keypt það sem til er í búðum á Þorláksmessu. Ég er mjög sáttur við það. Það er voðalega lítið um hefðarjól í Belgíu, allavega í minni fjölskyldu. Ég held að það sem geri hefðir hættulegar sé að þær geta stoppað framför. Ég er alls ekki að segja að allt sem er nýtt sé framför en við verðum að leyfa því nýja að koma inn til að ákveða hvort við höldum áfram með það eða ekki,“ segir Kristinn. Hann hefur hins vegar mjög sterkar skoðanir á ís- lenskum jólahefðum þegar kemur að mat – skoðanir sem hafa komið honum í bobba. „Ég er að berjast fyrir dósa- matarlausum jólum á Íslandi. Það er yfirleitt hlegið að mér þegar ég segi frá þessu og sumir verða bara reiðir út í mig. Ég skil ekki alveg þessa áráttu með dósamat. Það er ekkert að dósamat per se en að elda stærstu máltíð ársins, sjálfa jólamáltíðina, og bjóða bara upp á rauðrófur úr krukku, rauðkál úr krukku, Ora grænar baunir úr dós og ananas úr dós á hamborgarhrygginn er bara óskilj- anlegt fyrir mér. Waldorf-salatið er kannski það eina sem kemur ekki úr dós. Svo eru Ora grænar baun- ir að ég held verstu grænu baunir sem til eru. Þetta er alveg ótrúleg dósamatarárátta,“ segir Kristinn í fúlustu alvöru. „Ég skil rómantíkina við þetta og rómantík og hefðir eru allt í lagi. En þetta er komið út í rugl. Þegar hefðir eru komnar þangað að það er bara rugl sem þú ert að borða þá má fólk fara að hugsa sinn gang. Ef við setjum þetta í annað samhengi þá býst ég við að ef það hefði verið hefð á Alþingi Íslendinga fyrir ein- hverjum áratugum að þingmenn þyrftu alltaf að segja eitthvað rasískt í púltinu, hefði sú hefð ekki breyst á einhverjum tímapunkti? Hefði ekki einhver staðið upp og sagt: Þetta er nú bara vitleysa?“ spyr Kristinn. Í herferð sinni gegn dósamat sá Kristinn sig knúinn til að gera sérstaka jólaseríu af SOÐ, bæði í ár og í fyrra, þar sem hann einblínir á meðlæti. „Það er svo hrikalega auðvelt að gera meðlæti frá grunni. Ef við tök- um rauðkál sem dæmi þá er ekkert mál að búa það til sjálfur viku fyrir jól í staðinn fyrir að gramsa í eld- hússkápunum.“ Fær að hjálpa mömmu með jólamatinn Kristinn kemur yfirleitt heim ann- að hvert ár um jól og reynir þá að kynna nýja möguleika í jólamat fyrir fjölskyldu sinni. „Mamma braut á sér höndina í slysi rétt fyrir jól í hálku fyrir nokkrum árum. Frá þeim jólum höfum við eldað saman jólamat- inn, en fyrir þann tíma heimtaði hún alltaf að ég smakkaði til. Mér finnst mjög gaman að fá að taka þátt í matseldinni með mömmu því þetta er heilög stund. Ég reyni alltaf að troða einhverju nýju inn og þá fara systkinin að væla. Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Kristinn við passandi veggjakrot í Brussel sem hann ber þó ekki ábyrgð á. Að skoða sveppaframleiðslu í Reykjavik með Magnúsi Magnússyni sveppabónda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.