Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Qupperneq 49
FÓLK - VIÐTAL 4921. desember 2018
undir nafninu Bang Gang og auk
þess eina safnplötu með bestu
lögunum. Síðasta plata Bang Gang
var The Wolves Are Whispering
frá árinu 2015. Þar að auki hefur
hann gefið út undir eigin nafni,
með hljómsveitinni Lady & Bird
og Starwalker. Í heildina eru þetta
um tíu plötur.
„Mér finnst þær allar standa
upp úr á einhvern hátt. Ég er
ánægðastur með hvernig nýjasta
Bang Gang-platan hljómar, hljóð-
lega séð, en mjög sáttur við hinar
líka. Auðvitað vill maður alltaf laga
eitthvað en það er partur af því að
vera skapandi.“
Hvað hefur þú verið að gera
síðan síðasta plata Bang Gang
kom út?
„Ég gerði eina Starwalker-plötu.
Svo gerði ég tónlist fyrir leikhús,
sjónvarp, stiklu fyrir tölvuleik-
inn Shadow of War og hef unnið
með öðrum listamönnum. Einnig
sinni ég starfi markaðsstjóra hjá
Íslandshótelum.“
Finnst þér alltaf jafn gaman að
skapa tónlist?
„Ég fæ aldrei nóg af því að skapa
tónlist. En ég var kominn með smá
þreytu á að vinna við tónlist alla
daga. Nú er æðislegt að semja og
taka upp, þegar það fer ekki all-
ur tíminn í það. Fyrir mig er þetta
bráðnauðsynlegur hluti af lífinu
hvort sem það er í litlu eða miklu
magni.“
Heppinn með samstarfsfólk
Barði hefur gert töluvert af tón-
list fyrir kvikmyndir og sjónvarps-
þætti. Meðal þess sem honum
finnst standa upp úr er tónlistin
við tryllinn Would You Rather
frá árinu 2012. Hana gerði Barði
í samstarfi við Daniel Hunt úr
hljómsveitinni Ladytron og hann
segir að þeir hafi fengið mikið
frelsi við sköpunina.
„Einnig var gaman að gera tón-
listina við myndina De Toutes Nos
Forces sem fór á toppinn í Frakk-
landi á sínum tíma. Hér á Íslandi
er í mestu uppáhaldi að vinna
með Óskari Jónassyni, Ragga
Braga og Sævari Guðmunds. Svo
var mjög hressandi að vinna að
myndinni Strákarnir okkar með
hljómsveitinni Mínus á sínum
tíma. Það kom mjög vel út og ég á
margar skemmtilegar minningar
frá því tímabili.“
Samstarf Barða og Keren Ann
hefur verið með miklum ágætum
og Barði hefur unnið að mörgum
sólóplötum hennar. Hann segir
þau einnig vera mjög góða vini.
Barði hefur einnig unnið að sóló-
plötum söngkonunnar Helen
Marnie úr Ladytron. Listinn með
eftirminnilegu samstarfsfólki
Barða er endalaus. Tvíhöfði, Bubbi
Morthens, Bloodgroup og fleiri.
„Nýjasta samstarfsverkefnið
sem ég tók þátt í var eitt lag á plöt-
unni Nótt eftir Nótt sem Kælan
Mikla var að gefa út. Frábært band
og þær eru ótrúlega hæfileika ríkar.
Ég hef yfirhöfuð verið heppinn
með samstarf.“
Stórir í Tyrklandi
Barði segir töluverðan mun á því
að semja tónlist fyrir kvikmynd og
hefðbundna plötu.
„Þegar ég sem fyrir plötu, þá
ræður lagið sér sjálft og ég leyfi því
að fara í þann heim sem það pass-
ar í. Hjá mér framkallar lag mynd-
ir eða myndskeið í höfðinu og það
speglast oft til hlustandans líka.
Þegar verið er að semja fyrir bíó þá
er verið að búa til stemningu við
myndefni eða ákveðna sögu sem
kemur frá handriti eða leikstjóra.
Hvort tveggja er mjög skemmtilegt
ferli.“
Vinnur þú með konsept?
„Ég hef unnið með konsept, en
alltaf endað á að svíkja konseptið.
Síðast ætlaði ég til dæmis að gera
einfalda elektróníska plötu sem
endaði sem góður bræðingur af
raftónlist, klassík og draugapoppi.
Ég leyfi lögunum að fara á flug.
Konsept getur oft verið skapandi
en líka hamlandi. Ég kannski vinn
meira með ákveðna stemningu.“
Er von á nýju efni frá Bang
Gang?
„Það er von á afmælisútgáfu
með remixum og skemmtilegheit-
um snemma á næsta ári. Svo eru
ný myndbönd væntanleg. Það er
um að gera að fylgjast með hljóm-
sveitinni á Spotify. Ég hugsa að ný
Bang Gang-plata komi þó ekki fyrr
en í lok næsta árs, í fyrsta lagi.“
Er eitthvað annað nýtt á
leiðinni frá þér?
„Þessa dagana er ég að vinna í
plötu fyrir Heru Hjartar sem er al-
veg að verða tilbúin, svo eru nokk-
ur Starwalker-lög tilbúin auk þess
sem ég er búinn að vera að sýsla í
ambient sólóplötu í langan tíma.“
Nú eru vinsældir Bang Gang
töluverðar hér heima. Hvað með
erlendis?
„Löndin sem hljómsveitin er
að fá mesta spilun í eru Banda-
ríkin, Frakkland, Kína og Tyrk-
land. Þannig að þetta er áhuga-
verð blanda.“
Starwalker er tveggja manna
hljómsveit sem Barði er í með
franska raftónlistarmanninum
Jean-Benoit Dunckel, JB. JB er
þekktastur fyrir verk sín með
hljómsveitinni Air. Barði hafði
nokkrum sinnum hitað upp fyrir
Air. Sameiginleg vinkona þeirra
stakk upp á að þeir tveir myndu
hittast í kaffi og ræða mögulegt
samstarf.
„Í kjölfarið gerðum við eitt lag.
Svo fleiri og fleiri. Þetta endaði í
EP- og LP-plötum sem fengu frá-
bærar viðtökur. Við erum tilbún-
ir með tvö ný lög núna sem koma
kannski út snemma á næsta ári.“
Áhrifavaldarnir David Lynch og
amma
Barði á að baki langan og fjöl-
breyttan feril. Þegar hann lítur til
baka sér hann heilmargt sem hann
hefði getað gert öðruvísi. „Maður á
samt aldrei að segja „hefði“,“ segir
hann.
„Ég hef alltaf haft gaman af því
að framkvæma góðar hugmynd-
ir þótt þær kannski hljómi óraun-
hæfar fyrir aðra. Ég var einu sinni
beðinn um að halda tónleika í
Pompidou-safninu. Mér fannst
betri hugmynd að sýna stuttmynd
og spila yfir hana. Því fékk ég góð-
an hóp vina í eina helgi og við
gerðum hressandi mynd sem var
sýnd við góðar viðtökur. Svo hef ég
tvisvar verið viðriðinn tískustutt-
myndahátíðina A Shaded View of
Fashion. Í annað skiptið gerði ég
stuttmynd ásamt Janeen Lund og
hitt skiptið spilaði ég rafræna út-
gáfu af HAXAN.“
Fylgist þú vel með því sem er í
gangi í heimi listarinnar á líðandi
stundu?
„Ég fylgist vel með því sem er
að koma út og tek stikkprufur. Ég
er alltaf áhugasamur um hvað er í
gangi og hvernig fólk er að vinna.
Heima hjá mér hlusta ég á hvað
sem er.“
Áttu þér einhverja áhrifavalda?
„Þetta er breytilegt, nú myndi
ég segja að heildrænt væru það
amma og David Lynch.“ n
Suðurlandsbraut 14 • 108 Reykjavík • Sími 588 0188 • slysabaetur@slysabaetur.is
VIÐ SÆKJUM
BÆTURNAR
Ekki flækja málin.
„Ég á keðju-
sög sem má
hafa gaman af að
brúka
er með mörg
járn í eldinum
n Bang Gang vandmeðfarið nafn á netöld n Starfar
með heimsfrægum n Betra tekjumódel en áður fyrr
Barði
Jóhannsson