Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 56
56 21. desember 2018 Tímavélin K rókódílar eru ekki al- gengar skepnur á Íslandi enda bannaðar með lög- um. Komust þeir helst í deigluna þegar Húsvíkingar vildu flytja þá inn árið 2001. Áttu þeir að vera nokkurs kon- ar endurvinnslugæludýr, éta úr- gang úr sláturhúsinu og laða að ferðamenn. Sumarið 1990 var krókódíll fluttur inn til landsins og ekki nóg með það þá slapp hann laus. Smyglað í kornflexpakka Það var Ágúst Kárason, sjó- maður frá Neskaupstað, sem flutti skepnuna inn til landsins. Hann keypti hana í ónefndu Evrópulandi um áramótin 1989 til 1990. Þá var hann aðeins um 30 til 40 sentimetra langur. Í kjölfarið smyglaði hann krókó- dílnum til landsins inni í pakka utan af kornflexi. Ágúst nefndi hann Króka og geymdi hann í búri. Í sam- tali við DV sumarið 1990 sagði hann Króka vera róleg- heitaskepnu sem engum gerði mein. Aldrei biti hann neinn en einstaka sinnum lemdi hann halanum í fólk. Þá aðeins ef fólk væri að hamast í honum. Í raun væri jafn eðlilegt að halda krókódíl eins og hund. „Króki var duglegur að éta og át helst kjöt og fisk. Ég hafði nokkrum sinnum farið með hann út til að viðra hann og það hafði gengið vel. Honum þótti gott að komast út, hann var mjög sprækur og fljótur að hlaupa.“ Sumarið 1990 var Króki orðinn hálfur metri að lengd, feitur og pattaralegur. Krókó- dílar af hans tegund geta orðið allt að þrír metrar. Áin of köld Laugardaginn 16. júní fór Ágúst með hann inn í Fannadal til að leyfa honum að svamla í pollum og skríða í grasi. Var Króki látinn í volgan poll, um 40 metrum frá Norðfjarðará. Ágúst leit aðeins af skepnunni í um fimm mínútur og það var nóg til að hann týndi henni. Eftir þetta fór Ágúst rakleitt til manns að nafni Guðbjartur Hjálmarsson í Neskaupstað sem hann vissi að ætti þjálfað- an labrador leitarhund. Guð- bjartur kom með hundinn sem þefaði af búri Króka og rakti síðan slóðina. Hundurinn hætti hins vegar að rekja þegar hann kom að bakka Norðfjarðarár. „Við létum hann leita aftur og hann endaði aftur við ána, svo við teljum líklegt að Króki hafi farið í ána,“ sagði Guð- bjartur við DV eftir þetta. Þeir félagar töldu ólíklegt að Króki myndi lifa það af að enda í ánni. Einnig ólíklegt að hann gæti lifað af íslenska sumar- næturkuldann. Jafnvel þó að þeir teldu það ólíklegt að hann væri á lífi og væru ekki vongóð- ir um að finna hann yfirhöfuð, þá héldu þeir leitinni áfram daginn eftir. Lögreglurannsókn Ekki var öllum skemmt yfir þessu. Til dæmis Brynjólfi Sandholt yfirdýralækni. Hann tók þessu mjög alvarlega og sendi lögreglunni í Neskaup- stað bréf og krafðist þess að málið yrði rannsakað; hvernig krókódíllinn komst hingað til lands. „Það er lögreglunnar að sjá um rannsókn þessa máls og það er saksóknara að skera úr um hvort eigandi krókódílsins verður kærður eða ekki,“ sagði Brynjólfur við DV 19. júní. Þann sama dag bárust fregn- ir af því að óhugsandi væri fyrir Króka að lifa af kuldann í Norðfjarðará. Kjörhiti hans var í kringum 30 gráður en hit- inn í vatninu á Norðfjarðará nær tveimur gráðum. Straum- þungi væri þar einnig mjög mikill. Ekki var loku skotið fyrir að Króki hefði komist úr ánni þegar hann fann hversu köld Gamla auglýsingin Vísir 20. desember 1918 Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Þetta er allt þáttur í stóru gabbi, og þetta er komið allt of langt. Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is Afgreitt á einnota fötum, tilbúið fyrir veisluna HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Jólahlaðborð 2018 V e i s l u r e r u o k k a r l i s t ! PINNAMATUR KRÓKÓDÍLLINN Í NORÐFJARÐARÁ n Smyglað í kornflexi Krókódíll Íslensk veðrátta ekki hentug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.