Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 57
5721. desember 2018 TÍMAVÉLIN F östudagskvöldið 12. febrú- ar árið 1943 náðist loksins að handsama vágest sem plagað hafði borgarbúa um nokkurt skeið. Hann var kall- aður „nakti maðurinn“ og hafði sést hvað eftir annað í suðurbæn- um. Aðallega í görðunum hjá fólki að kvöldlagi og stundum uppi í trjám. Hafði lögreglu borist margar tilkynningar um þennan undar- lega mann með strípihneigð. Lög- regluþjónar höfðu reynt að hafa uppi á honum en ekki haft erindi sem erfiði, jafnvel þótt þeir væru á bílum eða vélhjólum og hann á að- eins tveimur jafnfljótum. Það var hins vegar ekki lög- reglan í Reykjavík sem náði hon- um heldur maður að nafni Vagn Jóhannesson. Hann var glímu- kappi og notaði einmitt fangbrögð úr glímunni til að leggja nakta manninn að velli. Með buxurnar á hælunum Þetta föstudagskvöld, um klukkan hálf tíu, var Vagn í mestu makind- um á heimili sínu að Sjafnargötu 8. Hann var búinn að koma sér vel fyrir, í innisloppnum og inniskón- um, þegar nágrannastúlka af neðri hæð hússins bankaði upp á. Hún var á fermingaraldri og sagði Vagni að nakti maðurinn alræmdi væri úti á Sjafnargötunni að sýna dóna- legar kúnstir. Það þó kalt væri og snjór á götum. Vagn kastaði af sér sloppnum og hélt rakleiðis út á götuna þar sem hann fann nakta manninn. Var hann staddur úti á miðri götu, fyrir framan hús númer 4. Hann var þó ekki alls nakinn, enda mið- ur vetur. Var hann með buxurnar á hælunum og skyrtuna bretta upp yfir kviðinn. Þegar nakti maðurinn sá Vagn koma aðvífandi, girti hann upp um sig og tók öskrandi á rás. Amerískur og sennilega vanheill á geði Vagn lét það ekki aftra sér og hljóp á eftir honum. Varð úr mik- ill eltingaleikur í gegnum garða og yfir girðingar Þingholtanna, fyrir horn og yfir götur í slabbi og myrkri. Á Fjölnisvegi endaði leik- urinn því að nakti maðurinn rakst þar á stóran vegg sem hann komst ekki yfir. Vagn var þá þegar kominn nokkuð nálægt honum. Nakti maðurinn gafst hins vegar ekki upp heldur sneri sér snöggt við og kýldi Vagn, sem kom hlaupandi, fast í bringuna. Vagn lét það ekki á sig fá og beitti nú brögð- um úr íþrótt sinni á nakta mann- inn. Felldi Vagn hann með hné- hnykk og stökk síðan ofan á hann. Eftir nokkrar ryskingar í jörðinni náði Vagn hálstaki á nakta mann- inum. Gat hann ekki losað sig og þrengdi nú svo að öndunarvegin- um að hann varð öllu rólegri. Íbúar í nálægum húsum tóku vitaskuld eftir þessari óvanalegu rimmu og fylgdust með henni. Þegar Vagn hafði náð hálstakinu komu aðrir út og aðstoðuðu hann við að halda nakta manninum. Var hann færður inn í nálægt hús og hringt á lögregluna. Þar var hann vaktaður uns lögregluþjónar komu og höfðu hann á brott með sér. Kom þá í ljós að maðurinn var amerískur hermaður og óvíst hvort hann væri undir áhrifum áfengis. Fannst mönnum líklegra að hann væri haldinn einhverjum andleg- um kvillum. Fréttist þó ekki meira af honum. n GLÍMUKAPPI GÓMAÐI ALLSBERAN MANN U m aldir var fámenni á Ís- landi, landið allt dreifbýlt og samgöngur erfiðar. Hef- ur þetta átt sinn þátt í því að Íslendingar mökuðust gjarnan með skyldfólki sínu, stundum systkinum. Ávöxtur slíkra ævintýra var gjarnan börn sem enginn vildi kannast við. Á Barðaströnd um miðja sextándu öld gerðist hins vegar sá fátíði atburður að piltur átti börn með tveimur systrum sínum. Öll voru þau um tvítugt. Það gerðist á stórbýlinu Haga á Barðaströnd á fjórða áratug sext- ándu aldar að höfðingjasonur barnaði tvær systur sínar. Þetta voru Gísli, Kristín og Þórdís Eyj- ólfsbörn. Foreldrar þeirra voru Eyjólfur Gíslason, títt nefndur Mókollur, og Helga Þorleifsdótt- ir. Helga var dóttir hirðstjórans á Reykhólum og Eyjólfur bróður- sonur Ögmundar Pálssonar, bisk- ups í Skálholti. Flestir höfðingjar hefðu reynt að fela þessa smán með öllum til- tækum ráðum. Borgað og hylmt yfir. En Hagafólkið viðurkenndi orðinn hlut og ákvað að taka á málinu á uppbyggilegan hátt. Voru öll systkinin þrjú send suður til Ögmundar í fóstur. Í Skálholti var málið krufið til mergjar. Var systrunum fyrirgef- ið að hafa legið með bróður sín- um þar sem það var talið sannað að hann hefði nauðgað þeim. Gísli var sendur með skipi til Noregs. Þar átti hann að fara í vist hjá sjálf- um Ólafi Engilbriktssyni, erkibisk- upi í Niðarósi. En Gísli dó skömmu eftir komuna þangað. Þórdís varð húsfreyja á bænum Saurbæ á Kjalarnesi. Í Skálholti kynntist Kristín Gísla Jónssyni, síðar biskupi, og giftist honum. n GÍSLI Í HAGA BARNAÐI SYSTUR SÍNAR TVÆR n Mikill eltingaleikur um Þingholtin n Ríkt fólk og af góðum ættum hún var. Eftir nokkra daga gáfu heimamenn fyrir austan upp alla von á að finna hann á lífi. Lögregla yfirheyrði Ágúst vegna málsins og játaði hann að hafa flutt Króka inn til lands- ins, sem er ólöglegt samkvæmt íslenskum lögum. Eftir rann- sóknina var málið sent til ríkis- saksóknara. Allt í plati? Það sem flækti málið í hug- um fólks var sú saga sem hann sagði Tímanum. Hún var al- gjörlega á skjön við það sem aðrir fengu að heyra. Við blaða- menn Tímans sagði Ágúst að þetta hefði allt saman verið eitt stórt gabb. Að aldrei hefði verið til neinn lifandi krókó- díll á staðnum heldur aðeins þurrkaður og uppstoppaður. „Þetta er allt þáttur í stóru gabbi, og þetta er komið allt of langt,“ sagði Ágúst við Tíma- menn. „Fjölmiðlarnir mega velta sér upp úr þessu eins og þeir vilja. Ég myndi segja að þetta væri að draga þá á asna- eyrunum. Ég segi þér þetta núna. Þið verðið sem sagt fyrst- ir með fréttirnar.“ Sagði hann að fjórir félagar hefðu tekið saman ráð um grín- ið en hann gat þó ekki bent á þá. Jafnframt hafði Tíminn haft samband við nágranna Ágústs sem staðfesti að krókódíllinn hefði sést í bænum. Flækti þetta nú málið nokkuð í aug- um almennings og voru ekki allir vissir um að Króki hefði nokkurn tímann verið til. Að minnsta kosti fannst ekkert hræ og fréttist ekkert meira af málinu. n „Var hann með bux- urnar á hælun- um og skyrtuna bretta upp yfir kviðinn Fínt fólk Átti oft subbuleg örlög eins og almúginn. Íslensk glíma Getur komið að góðum notum. Ágúst Kárason Eigandi Króka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.