Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Síða 64
64 21. desember 2018
2. desember, 2007, var Douglas Mercereau, yfirmaður í slökkviliði New York-borgar, skotinn til bana þar sem hann svaf svefni „hinna réttlátu“ á heimili sínu
á Staten Island. Á meðan dætur hans tvær, 5 og 6 ára, sváfu
í næsta herbergi beindi eiginkona hans, Janet Redmond-
-Mercereau, þjónustuvopni Douglas að höfði hans og skaut
hann þrisvar sinnum í höfuðið. Að sögn hafði Janet lengi
búið við harða gagnrýni eiginmanns síns vegna holdafars
hennar og húsmóðureiginleika, sem honum þótti fátæklegir.
Við yfirheyrslur sagði Janet að hún hefði verið sofandi í
svefnherbergi dætra þeirra hjóna, þegar Douglas var skotinn
til bana. Engu að síður beindust sjónir rannsóknarlög-
reglunnar að henni því hún þótt vera helst til glöð og ham-
ingjusöm í kjölfar morðsins og fékk fyrir vikið viðurnefnið
Káta ekkjan. Janet fékk lífstíðardóm árið 2009.
SAKAMÁL
LÆKNIRINN SEM TALAÐI OF MIKIÐ
n Læknirinn Buckanan var ekki allur þar sem hann var séður n Skildi við eiginkonu sína og kvæntist pútnahússstýru n Gróf nánast eigin gröf í vitnastúkunni
R
obert Buckanan (Buchan-
an) fæddist í Nova Scotia
í Kanada árið 1862. Ekki
verður hér dvalið við
bernsku hans en skotist 24 ár fram
í tímann, til ársins 1886.
Það ár, eftir að hafa numið
læknisfræði við Edinborgar-há-
skóla í Skotlandi, flutti Buckanan
ásamt eiginkonu sinni, Helen, og
ungri dóttur þeirra, til New York-
borgar þar sem hann opnaði eigin
læknastofu í New York-borg. Þrátt
fyrir að hann verði nánast öllum
sínum frítíma á krám og í vændis-
húsum afrekaði hann að halda úti
nokkuð farsælli læknastofu.
Skilnaður og gifting
Samkvæmt sumum heimildum
skildi Buckanan við Helen á sum-
armánuðum 1890. Samkvæmt
öðrum heimildum, sem notað-
ar verða hér, skildi hann við eig-
inkonu sína 12. nóvember það
ár. Sautján dögum síðar kvæntist
hann Önnu Sutherland.
Anna þessi var tuttugu árum
eldri en Buckanan og var far-
sæl framkvæmdastýra hóruhúss í
Newark á New Jersey. Ætla má að
kynni hafi tekist með þeim tveim-
ur í einni fjölmargra heimsókna
læknisins í slík hús.
Anna hafði ekki útlitið með sér;
hún var lágvaxin og feit með litað
hár, appelsínugult, og stóra vörtu á
nefbroddinum.
Feluleikur læknisins
Buckanan sá þó einn mikinn kost
við kvonfangið; Anna var vell-
auðug og á meðal auðæfa hennar
voru 50.000 Bandaríkjadalir, sem
læknirinn taldi hana á að ánafna
honum í erfðaskrá hennar.
Hjónakornin komu sér fyr-
ir í íbúð við West 11.-stræti í New
York, en Buckanan lagði sig í
líma við að halda hjónabandinu
leyndu og telja fólki trú um að
Anna væri aðeins ráðskona hans.
Anna gerðist síðar móttökustjóri á
læknastofu eiginmanns síns.
Með tíð og tíma spurðist út
að Anna væri eiginkona læknis-
ins og fyrrverandi pútnahússstýra
í þokkabót og fólk fór að leita til
annarra lækna. Fyrir vikið tók inn-
koma Buckanan mikla dýfu.
Óþolandi herfa
Að sögn ríkti lítill friður á heimili
hjónanna. Þau rifust eins og þeim
væri borgað fyrir það og undir lok
árs 1891 hótaði Anna að yfirgefa
lækninn. Þann vetur var ljóst að
Buckanan hugnaðist ekki hvaða
stefnu hjónabandið hafði tekið og
hafði hann á orði við vini sína að
„gamla herfan“ væri óþolandi og
hann yrði „losna við hana, hvað
sem það kostaði“.
Þann 21. apríl, 1892, tilkynnti
Buckanan að hann hygðist sigla til
Skotlands og yrði einn í för. Fjór-
um dögum fyrir fyrirhugaða brott-
för hætti hann við vegna veikinda
eiginkonu sinnar.
Kvænist fyrri eiginkonu sinni
Buckanan kallaði til tvo lækna til
að koma Önnu til heilsu, en allt
kom fyrir ekki og heilablóðfall varð
henni að bana. Þremur vikum síð-
ar kvæntist Buckanan fyrri eigin-
konu sinni, Helen, í Nova Scotia
og var þá 50.000 Bandaríkjadölum
ríkari enda eini erfingi Önnu.
Saga þessi kynni að hafa end-
að þegar þarna var komið sögu,
en sú varð ekki raunin. Í maí,
1892, ákvað blaðamaður í New
York að skoða dauðsfall Önnu eft-
ir að hafa heyrt orðróm þess efn-
is að ekki hefði allt verið þar með
felldu. Vinir Önnu voru meðal
annars sannfærðir um að henni
hefði verið byrlað eitur.
Blaðamaður fer á stúfana
Blaðamaðurinn, Ike White, hóf að
grafast fyrir um málið og á með-
al þess sem hann hnaut um voru
orð sem Buckanan hafði látið falla
tveimur árum áður. Þá hafði ver-
ið réttað yfir læknanema að nafni
Carlyle Harris. Hann var ákærður
fyrir að hafa banað unnustu sinni
með eitri. Í fyrstu hafði verið talið
að banamein hennar hefði verið
slag, en depilblæðingar á sjáöldr-
um hennar leiddu til frekari rann-
sóknar og í ljós kom að henni hafði
verið gefinn banvænn skammtur Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum
Opið virka daga kl. 10:00 - 18:00
Laugardaga 12:00 - 16:00
Læknirinn
Ágirntist
50.000 dali
síðari eigin-
konu sinnar.
Sjáaldursjurt Einnig þekkt sem völvu-
auga og kom við sögu í réttarhöldunum.