Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Page 92
92 MATUR 28. desember 2018
MANITOU MLT 625-75 H
Nett
fjölnotatæki
Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is
6.800.000 kr. + VSK
Öðruvísi og einfaldir
forréttir um jól
n Skiptum klassíkinni út fyrir nýmeti n Leikum okkur með jólahefðirnar
„Munið bara
að æfa ykk-
ur fyrir stóra daginn
svo ekkert fari úr-
skeiðis
Margir hafa það sama í matinn ár eftir ár á jólum en
það er um að gera að leika sér með eitthvað nýtt á
þessari stærstu hátíð ársins. Auðveldast er að byrja á
að brydda upp á nýjungum í forrétt og hér eru nokkr-
ar hugmyndir. Munið bara að æfa ykkur fyrir stóra
daginn svo ekkert fari úrskeiðis.
Hráefni:
fetaostur (helst heill klumpur
sem skorinn er niður í teninga)
hunang
pistasíuhnetur, smátt saxaðar
Aðferð:
Stingið tannstöngli í hvern feta-
tening. Dýfið fetateningunum í
hunang og látið renna af þeim
hunangið. Veltið þeim strax í
muldar pistasíuhneturnar.
Sætir og saltir fetabitar
Hráefni:
n 2 msk. olía
n 2 hvítlauksgeirar, stórir
n 1 lítill rauðlaukur, smátt saxaður
n 285 g spínat
n 225 g sveppir, smátt saxaðir
n ½ tsk. svartur pipar
n ¾ tsk. ítalskt krydd
n ½ tsk. reykt paprikukrydd
n ½ tsk. cayenne-pipar
n ¼ bolli ferskt kóríander, saxað
n ½ bolli ricotta-ostur (eða kotasæla)
n ¼ bolli rifinn parmesanostur og hefð-
bundinn ostur
n 450 g smjördeig
n salt eftir smekk
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C og klæðið ofnplötu með
smjörpappír. Hitið 2 matskeiðar af olíu í
pönnu yfir meðalhita. Steikið hvítlaukinn og
laukinn í 2 mínútur. Bætið sveppum saman
við og hrærið. Kryddið með salti, pipar, ¼
teskeið af reyktri papriku og ¼ teskeið af
cayenne-pipar. Eldið í 3 til 4 mínútur, eða
þar til safinn gufar upp. Bætið spínati saman
við og eldið í 2 til 3 mínútur. Setjið blönduna
í skál og blandið ricotta-osti, parmesan, osti,
ítölsku kryddi, restinni af cayenne- pipar
og restinni af reyktu paprikunni saman við.
Smakkið til. Bætið kóríander saman við og
blandið vel saman. Fletjið út smjördeig-
ið og dreifið úr blöndunni á annan helm-
ing deigsins. Lokið því síðan og búið til rúllu
sem síðan verður hringur. Klippið í deigið
hér og þar til að fyllingin skíni í gegn. Bakið í
20 til 25 mínútur og leyfið að hvíla í nokkrar
mínútur áður en brauðið er borið fram.
Sveppa og
spínatkrans
Hráefni:
n 225 g smjördeig
n 225 g brie-ostur
n ½ bolli trönuberjasulta
n ¼ bolli pekanhnetur, saxaðar
n 6 rósmaríngreinar, saxaðar
n bökunarsprey
n hveiti
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C og spreyið
bökunarspreyinu í hólfin á
múffupönnu. Fletjið smjör-
deigið út og notið til þess hveiti.
Skerið í 24 ferhyrninga og setj-
ið einn ferhyrning í hvert hólf á
múffupönnunni. Skerið brie-ost-
inn í 24 bita og setjið einn bita
í hvern ferhyrning. Setjið síðan
smá trönuberjasultu yfir, pekan-
hnetur og rósmarín. Bakið í 15
mínútur, eða þar til deigið er
gullinbrúnt.
Brie og trönuberjalostæti
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is