Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 4
4 22. febrúar 2019FRÉTTIR
Kolbrún Baldursdóttir er oddviti
Flokks fólksins í Reykjavík. Áður hafði hún
starfað sem sálfræðingur í 25 ár og vildi
hún með framboði sínu færa baráttuna
gegn óréttlæti, mismunun og fátækt inn í
sal borgarstjórnar. Hún er yngst af fjórum
alsystkinum og á tvö hálfsystkini. Kolbrún
er alin upp í Vesturbæ Reykjavíkur.
DV tók Kolbrúnu í yfirheyrslu og þar kom
margt forvitnilegt í ljós.
Hjúskaparstaða og börn?
Ég er gift og á tvær uppkomnar dætur,
önnur er hagfræðingur og hin lögfræðing-
ur. Ég á tvo tengdasyni, annar er við-
skiptafræðingur og hinn er sálfræðingur.
Barnabörnin eru þrjú.
Uppáhaldssjónvarpsefni?
Léttir sakamálaþættir t.d. Barnaby og Blue
Bloods. Einnig vandaðir þættir, t.d. eru
margir breskir og danskir framhaldsþættir
sem eru skemmtilegir. Ég þoli ekki að horfa
á eitthvað ógeðslegt t.d. níð gagnvart
börnum eða dýrum. Það veldur mér hugar-
angri og sorg og ég get þá ekki sofið.
Fyrsta minningin?
Ekki viss, getur verið að ég rugli saman
frásögnum af mér sem ég hef heyrt og
minningum. Mögulega þegar verið var að
reyna að svæfa mig, en ég var með eitt-
hvert vesen. Einnig þegar ég átti tveggja
eða þriggja ára afmæli og bjó í Sólheimum
og pabbi gaf öllum sleikjó. En þetta rennur
allt saman.
Hvað er skemmtilegt?
Vera með börnunum mínum, tengdabörn-
um og umfram allt barnabörnunum. Ég er
mjög heimakær, vil helst vera heima eða í
bústaðnum með fjölskyldu minni. Finnst
líka gaman á Tenerife. Síðan er skemmti-
legt þegar maður stendur sig vel, vandar
sig í verkum sínum og stendur með sjálfum
sér, sama hvað gengur á, þá líður mér vel.
Hvað er leiðinlegt?
Mér leiðist óreiða og rugl, að hlusta á bull
og afsakanir, t.d. þegar fólk er að koma sér
undan ábyrgð. Það pirrar mig mjög og ég á
erfitt með að þola það.
Fyrsta atvinnan?
Passa börn og svo vann ég á hóteli á
Laugavatni í Héraðsskólanum í nokkur
sumur og í gömlu gufunni á Laugavatni og
eitt sumar í sundlauginni á staðnum. Mág-
ur minn var hótelstjóri. Vann tvö sumur í
Álafossi, söludeild. Allt sumarvinna. Fyrsta
vinnan mín eftir að ég varð sálfræðingur
var hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, en
þá fór ég í fangelsi landsins og ræddi við þá
sem þar voru.
Hvort er skemmtilegra að
vera borgarfulltrúi eða
sálfræðingur?
Það er mjög ólíkt, allt annars
eðlis, en ég get nýtt reynslu sem
sálfræðingur til 30 ára í borgar-
málunum. Borgarmálin reyna meira
á þolrifin. Að vera í minnihluta er oft
afar erfitt þegar maður hefur enga
leið til að koma málum áleiðis og
mætir iðulega óbilgirni, hroka og
jafnvel valdníðslu.
Kostir?
Kostir mínir eru sennilega
stundum gallar og öfugt.
En ég er samviskusöm,
allt sem ég geri tek ég
alla leið og á það til
að klára sjálfa mig. Ég
hætti ekki þótt ég sé
úrvinda ef þarf að klára
eitthvað. Verði ég hug-
fangin af einhverjum
verkefnum þá gleymi
ég alveg stað og stund
og að eiga sjálf eitt-
hvert líf, það kemst
ekkert annað að hjá
mér. Ég hef mikinn
metnað fyrir fólkið
sem ég vinn fyrir
og það stoppar
mig ekkert ef ég
sé færi á að ná
árangri. Þetta er
hrútseðlið í mér
en ég er fædd í mars.
Ég skal, ég ætla og kemst oft yfir ótrúlegar
hindranir. Þrautseig út yfir gröf og dauða,
er að springa úr réttlætiskennd, er áræðin
og hreinskilin, stundum of hreinskilin
sennilega að mati einhverra.
Lestir?
Get verið stjórnsöm, er verkstjóri í mér. Ég
hef alltaf tekið frumkvæði frá því ég var
lítil, enda þurfti maður þá bara að bjarga
sér og mér finnst að aðrir eigi að vera eins,
fórni sér í verkefnin sem þeim eru falið og
treyst fyrir, en það gengur auðvitað ekki.
Trúir þú á
drauga?
Já, og hef stund-
um óskað þess
að ég gæti séð
smávegis svo-
leiðis. Ég er
mjög forvitin og vil líka vita hvað er þarna
hinum megin, helst áður en ég fer þangað.
Stærsta augnablikið?
Þegar ég eignaðist dætur mínar, þegar
barnabörnin fæddust og nóttin sem ég
varð borgarfulltrúi var ógleymanleg. Svo
eru nokkrir aðrir hápunktar.
Mestu vonbrigðin?
Ef ég er hreinskilin þá hefði ég viljað eign-
ast hóp af börnum en beið of lengi. Ég varð
eitt sinn fyrir miklum sárindum á vinnustað
fyrir löngu sem settu á mig mark. Það
voru oft vonbrigði í bernsku, ég bjó við
alkóhólisma foreldris, fátækt og um tíma
heimilisofbeldi. Lágt sjálfsmat og brotin
sjálfsmynd fylgdi mér lengi fram eftir, en
metnaðargirni til að ná árangri í því sem
ég tók mér fyrir hendur varð yfirsterkari
og löngunin til að hjálpa fólki kom mjög
snemma.
Mikilvægast í lífinu?
Það styttist í 60 árin og þá lítur maður til
afkomendanna og skynjar svo sterkt að
ekkert annað skiptir í raun máli og einnig
hverju maður hefur áorkað, hvað skilur
maður eftir, að líf manns hafi haft einhvern
tilgang fyrir aðra og umhverfið.
Áttu gæludýr?
Ég á Smugu, sem er tíu ára lítill púðli sem
ég elska óendanlega. Hún er með æxli við
hjarta og í hvert sinn sem ég hugsa um það,
fæ ég sting í magann.
Ljóð eða skáldsaga?
Afi minn var ljóðskáld, sr. Sigurður Einars-
son kenndur við Holt. Finnst margt fallegt
eftir hann. Svo er það Páll Ólafsson sem
orti svo fallega til konu sinnar.
Eitthvað að lokum?
Bara muna að lífið og heilsan eru dýrmæt-
ar gjafir, ég vil reyna að gera sem mest úr
mínu lífi og tilveru, vinna í þágu sem flestra
og ekki síst þeirra sem minna mega sín,
barnanna, öryrkja og eldri borgara. Ég vil
berjast gegn fátækt. Hér á landi á enginn
að þurfa að vera fátækur eða líða skort.
M
argir óttast að verða
gamlir. Að enda sem
farlama gamalmenni
inni á hjúkrunarheim
ili eða það sem verra er, elliheim
ili. Það er ekki vegna þess að þá
er stutt í að maðurinn með ljáinn
banki upp á eða að viðkomandi
muni ekki lengur geta skeint sig.
Helsta ástæðan fyrir þessu er sú
að enginn nennir að heimsækja
gamalmenni. Fólk óttast að ein
angrast, missa tengslin við sína
nánustu.
Þetta sjáum við vel hjá gömlu
fólki. Þeirra helsta umkvörtunar
efni er að fá ekki nægar heim
sóknir. Að börnin og barnabörn
in sinni þeim ekki nógu vel. En ég
lái þeim það ekki. Hver nennir að
heimsækja gamalt fólk?
Það er kvöð og pína. Yfirleitt
geymt fyrir sunnudaga, sem eru
leiðinlegustu dagarnir. Í fyrsta
lagi er lyktin hræðileg, bæði af
vistar verunum og gamalmenninu
sjálfu. Í öðru lagi er ekkert hægt
að gera. Það eru engin leikföng
fyrir krakkana og fullorðna fólk
ið má ekki hanga í símanum eða
horfa á sjónvarpið. Það er mætt á
staðinn til þess að skemmta gam
almenninu. Í þriðja lagi eru það
nærliggjandi og ókunn gamal
menni sem líkjast mörg hver upp
vakningum og beinlínis hræða
minnstu börnin. Í fjórða lagi eru
það veitingarnar, sem eru oftast
nær bragðlausar en samt óhollar.
Og í fimmta lagi samræðurnar
við gamalmennið, um ættina og
veðrið, sem eru banvænar vegna
leiðinda. Nei, heimsókn til gamal
mennis er aldrei gæðastund held
ur kvöð.
Svarthöfði ætlar ekki að leggja
slíkar kvaðir á niðja sína. Þegar
Svarthöfði er búinn að missa all
ar tennurnar, er hættur að geta
skeint sig eða þrifið, og orðinn svo
leiðinlegur sökum elli að enginn
nennir að heimsækja hann þá
ætti enginn að þurfa þess.
Svarthöfði skilur heldur ekki
þetta væl og suð um heimsókn
ir. Það er til nóg af tómstundum
sem hægt er að stunda í einsemd.
Horfa á bíómyndir, spila tölvuleiki,
lesa bækur og teiknimyndasög
ur, trolla á netinu, leggja kapal,
horfa á íþróttir, syngja karókí –
framboðið er endalaust. Þegar
Svarthöfði leggst inn á stofn
un verður framboðið ábyggilega
orðið meira og enn minni þörf
fyrir heimsókn frá áhugalitlum
skyldmennum. Ef þau raunveru
lega vilja hitta Svarthöfða þá er
það svosum í lagi, í takmarkaðan
tíma. En heimsóknir verða alveg
óþarfar. Sendið Svarthöfða frekar
bara skilaboð á Facebook eða
SMS. n
Svarthöfði
Það er
staðreynd að…
Í miðaldafótbolta voru 27 í hvoru liði og
5 af þeim markverðir
Það tók 41 ár að byggja Hallgrímskirkju
Samkvæmt Ríkisskattstjóra er
kjúklingur 235 krónu virði
Rétthentir lifa að meðaltali 9 árum
lengur en örvhentir
Rithöfundurinn Gunnar Gunnars-
son kom sex sinnum til greina sem
Nóbelsverðlaunahafi
Hver er
hann
n Prýddi 100 krónu
seðilinn
n Var fyrirmynd
persónu úr Íslands-
klukkunni
n Bjó lengi í Kaupmannahöfn
n Missti hús í miklum eldsvoða
n Bjargaði þjóðargersemum frá
glötun
SVAR: ÁRNI MAGNÚSSON
Væl í gömlu fólki
Kolbrún Baldursdóttir
tekin í yfirheyrslu
YFIRHEYRSLAN
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is
32510552
Kolbrún
Baldursdóttir