Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 44
44 22. febrúar 2019 Tímavélin V orið 1993 var íslenska þjóðin harkalega vakin upp af draumi. Draum­ inum um að í gegnum aldirnar hefði hér ríkt samhent og nánast stéttlaust samfélag, andstætt við lénsveldi Evrópu. Í þáttum Baldurs Hermanns­ sonar, Þjóð í hlekkjum hugar­ farsins, var á hispurslausan hátt greint frá því hvern­ ig íslenskir bændur viðhéldu völdum sínum með því að koma í veg fyr­ ir þéttbýlis­ myndun. Af­ leiðingin varð fátækt og ofbeldi, sem vinnu­ hjú fengu að kynnast á eigin skinni öld eftir öld. Þættirnir hreyfðu við fólki og sumir vildu banna þá, þeir væru árás á landsbyggðina. DV ræddi við Baldur um þættina og viðbrögðin við þeim. Íslendingar uppteknir af konungablóðinu í sjálfum sér Strax í fyrsta þættinum skipti Baldur Íslandssögunni upp í fjög­ ur megintímabil. Landnáms­ öld, goðaveldi, bændaveldi og borgaröld. Bændaveldið var við­ fangsefni þáttanna, skilgreint frá árinu 1262 til 1893, eða röskar sex aldir. Þrátt fyrir að landið væri undir konungi hafi bændur verið hér alráðir og vísvitandi hindrað þéttbýlismyndun til að halda völd­ um sínum. Ægivaldi þeirra lutu ís­ lensk vinnuhjú og smælingjar sem bundnir voru í vistarband. Baldur mótaði þessa kenningu eftir að hafa kynnt sér verk sagn­ fræðinganna Gísla Gunnarssonar og Ólafs Ásgeirssonar og einnig Kirstens Hastrup mannfræðings. Ólafur, sem lést langt fyrir ald­ ur fram, hélt því fram að bar­ átta vinstri­ og hægrimanna á 20. öldinni væri hjómið eitt miðað við baráttuna milli dreifbýlis og þétt­ býlis, sem var háð með fullri hörku um langt skeið. Í samtali við DV segir Baldur að hann hafi hins vegar ekki litið á sitt hlutverk sem fræðimennsku, heldur fjölmiðlun. Hann var jafn­ framt hvattur áfram af Hrafni Gunnlaugssyni, þá dagskrárstjóra hjá Ríkissjónvarpinu, sem stóð fyrir uppátækjum og nýbreytni í dagskránni. Hrafn vildi að Baldur kæmi þessum hugmyndum beint inn í stofuna hjá fólki. Hugmynd­ um sem voru í hrópandi mótsögn við þá glansmynd sem dregin var upp á tyllidögum og í sögu­ kennslubókum. „Íslendingar eru svo uppteknir af konungablóðinu í sjálfum sér,“ segir Baldur. „Þetta eru leifar af sjálfstæðisbaráttunni frá 19. öld þegar Fjölnismenn mögnuðu hér upp mikla þjóðerniskennd, sem skilaði árangri. Við lítum til upp­ runans og hinnar stórbrotnu menningar á 13. öld. En brjótum ekki heilann um það hvernig smæ­ lingjar höfðu það og hvernig farið var með brotamenn sem stálu sér til matar.“ Verkkunnáttan frumstæð og sjálfsbjargargetan hverfandi Harkan og refsigleðin er gegn­ umgangandi stef í þáttunum og áhorfendur heima í stofu fengu að heyra lýsingarnar ómengaðar. Líkt og Björn Blöndal sýslumaður sagði þegar Agnes og Friðrik voru höggvin: „Það má enginn undan líta.“ Baldur segir: „Sennilega hafa Íslendingar skammast sín fyrir þetta seinna meir og ekki viljað hampa þessari sögu. Rétt eins og nú á dögum þegar fréttir eru fluttar af ömurleg­ um aðstæðum erlends verkafólks sem farið er með eins og þræla. Þegar sagt er frá þessu í sjónvarp­ inu þá rífa allir sig ofan í kok af hneykslun. En við höfum vitað af þessu í tíu ár, við töluðum hins vegar ekki um þetta.“ Var vistarbandið okkar þrælahald á árum áður? „Nei, það má ekki svartmála þetta. Vistarbandið var ekki að­ eins kvöð fyrir vinnuhjúin heldur skuldbatt það einnig húsbænd­ urna og þeir tók á sig mikla ábyrgð. Þetta var fyrst og fremst leið til að koma í veg fyrir að hér myndað­ ist þéttbýli og borgir. Þessi skelfi­ lega ákvörðun sem leiddi það af sér að Ísland stóð höllum fæti miðað við Evrópu. Hér þróaðist til dæmis ekki handverk og ver­ menn urðu að fara heim í heiðar­ dalinn eftir hverja vertíð. Á 18. öld var svo komið, að verkkunnáttan var frumstæð og sjálfsbjargargeta þjóðarinnar hverfandi. Mann­ fjöldinn rokkaði ekki nema frá þrjátíu upp í fimmtíu þúsund.“ Í kjölfar sjálfstæðisbaráttunn­ ar var Dönum kennt um flestar hörmungar Íslands á fyrri öldum. Enn í dag eru margir sem halda því fram að Danir hafi arðrænt þjóðina og allir þekkja söguna um maðkaða mjölið. „Við vorum alltaf að jagast út í Dani og kenna Dönum um allan fjandann. Danir gerðu Íslending­ um aldrei nema gott eitt. Það sem skorti hérna var verkkunnátta. Verkkunnáttan og tæknin voru lykillinn að allri velmegun.“ Ofbeldishátíðir á þingum Í þáttunum er fjallað um ofbeldi, bæði á þingum og einnig á heim­ ilunum sjálfum. Fjölmörg dæmi af ofbeldi gagnvart vinnuhjúum eru tíunduð, líkamlegu og kynferðis­ legu. Ríkti hér ofbeldismenning? „Já, gríðarleg,“ segir Baldur með þunga og nefnir að refsigleði Ís­ lendinga hafi gengið fram af Dön­ um. „Við höfðum þessa vitneskju um uppruna okkar, að við værum komin af vígamönnum, ofbeldis­ mönnum. Það var enginn maður á Íslandi svo aumur að hann ætti ekki forföður sem hafði drepið menn. Þeim mun fleiri sem hann hafði drepið, því meiri sómi þótti að. Þetta endurspeglast í refsi­ gleðinni, til dæmis á þingum þegar verið var að drekkja kven­ fólki og hálshöggva karlmenn, hýða fólk til óbóta, pynta og berja. Á þingum, þegar ráðamenn komu Gamla auglýsingin Morgunblaðið 22. febrúar 1934 Dropi af náttúrunni Nýjar bragðtegundir með lífrænum kjarnaolíum úr ferskri grænmyntu, engifer og fennil Kaldunnin þorsklifrarolía „Þegar kemur að næringu og heilsu vel ég aðeins það besta” Andri Rúnar Bjarnason Knattspyrnumaður Helsingborg Á Íslandi ríkti ofbeldismenning n Sjónvarpsþættir Baldurs ollu usla n Sakaður um árás á bændur Þjóð í hlekkjum hugarfarsins Förukonan Þuríður og sonur hennar Jón brennd á báli. Baldur Hermannsson Setti allt á annan endann vorið 1993. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.