Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 18
18 MATUR 22. febrúar 2019
E
mbla Ósk Ásgeirsdóttir er 23
ára gömul. Hún býr í Gríms-
nesi með syni sínum, Hen-
rik, sem er fjögurra ára, og
kærastanum sínum, Styrmi Jarli.
Embla Ósk hefur verið vegan í
rúmlega eitt og hálft ár. Veganismi
er ekki mataræði heldur réttinda-
barátta fyrir dýrin og lífsstíll þar
sem leitast er við að útiloka og forð-
ast, eftir fremsta megni, nýtingu og
ofbeldi gagnvart dýrum. Veganismi
er Emblu Ósk hjartans mál. Hún er
vegan-aktívisti og heldur úti vin-
sælli Instagram-síðu, @embla_osk,
þar sem hún breiðir út boðskap
um veganisma og hvetur aðra til
að taka fyrstu skrefin í átt að hon-
um. Embla Ósk hefur verið kölluð
„öfgavegan“ en segir það ekki trufla
sig. Það sem heldur henni gang-
andi eru skilaboð frá fólki sem hef-
ur hætt að borða kjöt eða orðið
vegan vegna hennar.
DV spjallaði við Emblu Ósk um
veganismann, aktívismann og allt
þar á milli.
Alltaf verið með sterka
réttlætiskennd
Embla Ósk hefur verið vegan síð-
an 1. júlí 2017. Frá áramótun-
um 2016/2017 var hún fiskæta (e.
pescatarian) og þá af umhverfis-
ástæðum.
„Ég horfði á Cowspiracy en var
annars ekkert að kynna mér þetta.
Ég var samt byrjuð að bögga fólk og
spyrja af hverju það væri að borða
kjöt. Ég er með sterka réttlætis-
kennd og hef verið með hana frá
því ég man eftir mér,“ segir Embla
Ósk.
Fær jákvæð skilaboð
Hvernig varð Instagram-síðan þín
að vinsælli vegan-aktívismasíðu?
„Þetta var ekkert planað og ég
skipulegg ekki hvaða efni ég ætla
að deila þennan eða hinn daginn.
Það eldur inni í mér og ég ræð ekki
við hann. Ég fylgi mörgum vegan-
-aktívistum og þegar ég sé eitthvað
sem nær til mín, þá verð ég að deila
því. Ef mér liggur eitthvað á hjarta,
verð ég að deila því,“ segir Embla
Ósk.
„Mér finnst geðveikt gaman að
fólk sé að fylgja mér út af þessu.
Það er ekki út af mér heldur hefur
fólk virkilega áhuga á því að fræð-
ast meira um veganisma. Sumum
finnst gaman að fylgjast með „öfga-
vegan“ manneskju, sem er allt í
lagi. Þá sér sá einstaklingur það
sem ég er að deila og fræinu hefur
verið komið fyrir.“
Hvaða viðbrögð færðu á
Instagram?
„Ég er bara að fá góð skilaboð.
En ég veit alveg að fólk talar um
mig. Ein sagði mér að hún hefði
byrjað að fylgja mér því einhver
sagði henni að ég væri öfgavegan,
en nú er hún hætt að borða kjöt.
Sem mér finnst geðveikt. Ég elska
hatarana,“ segir Embla Ósk.
Hvað finnst þér um að fólk kalli
þig „öfgavegan?“
„Mér finnst það fyndið. Ég tek
því ekkert persónulega. Fólki finnst
ég öfgavegan, auðvitað. Það tek-
ur því persónulega að ég sé vegan
og tali um það, þótt þetta sé ekkert
persónulegt. En þetta er það sem
fólk borðar og því finnst eins og
það sé verið að ráðast á það. En ég
er auðvitað ekki að gera það. Það er
þeirra egó sem þarf að losna aðeins
um,“ segir Embla Ósk.
Hún segir að það sem henni
þykir skemmtilegast við þetta allt
saman séu skilaboðin sem hún
fær. „Það fullkomnar daginn minn
þegar ég fæ skilaboð frá fólki sem
segist nýlega hafa gerst vegan. Það
er best í heimi.“
Ísland best í heimi?
Hver finnst þér vera algeng rang-
færsla um dýraiðnaðinn?
„Fólk heldur að Ísland sé best í
heimi. Dýraníðsmyndböndin sem
fólk sér á netinu; það heldur að
þetta sé ekki svona á Íslandi,“ segir
Embla Ósk.
„Ég man þegar ég fór í fjós
þegar ég var lítil og sá ekkert að
því. Ég skil alveg að fólk sé ekkert
að pæla í þessu. En um leið og þú
byrjar að horfa á þetta frá sjón-
arhorni dýranna þá sérðu hvað
þetta er hræðilegt. Fólk heldur líka
að vegna þess að dýrin standa úti á
túni á sumrin þá sé í lagi að drepa
þau. En það er ekki rétt. Auðvitað
eru til miklu stærri og grimmari
fyrirtæki erlendis, en aðstæðurn-
ar hérna eru samt hræðilegar.
Svín sjá til dæmis ekki sólarljós.
Þetta er ógeðslegur iðnaður,“ segir
Embla Ósk og heldur áfram:
„Svo heldur fólk líka að kjöt-
og mjólkuriðnaðurinn hér sé
ekki að menga eins og iðnaður-
inn úti. Ég hef fengið að heyra
að vegan-vörurnar sem eru flutt-
ar inn mengi meira. En hvað um
allt fóðrið sem við flytjum inn fyrir
dýrin? Við flytjum inn mörg tonn
af fóðri fyrir dýrin. Það er fárán-
legt magn og mengar miklu meira
en vegan-maturinn okkar. Við
erum líka að drepa dýr og flytja
þau út og öfugt. Þetta er svo mikil
græðgi.“
Ekki persónulegt val
Hverju svararðu þegar fólk segir:
„Af hverju geturðu ekki haldið
skoðun þinni fyrir þig sjálfa og virt
það að ég borði kjöt?“
„Getið þið ekki virt dýrin? Dýr
vilja ekki láta drepa sig, vill einhver
láta drepa sig? Ef þú gengir að hund-
inum þínum með hníf og reyndir að
drepa hann, hvað myndi hann gera?
Svín gera það sama. Þetta er ekki
persónulegt val ef það er fórnar-
lamb,“ segir Embla Ósk og bætir við:
„Ég segi alltaf við fólk að barna-
níðingum langi að níðast á börn-
um, það þýðir ekki að það sé rétt.
Þá verður fólk reitt. Það vill ekki líkja
þessu saman.“
Ef þú mættir velja eitthvað eitt til
að segja fólki, hvað væri það?
„Ef þú myndir ekki senda gælu-
dýrið þitt í sláturhús af hverju finnst
þér í lagi að önnur dýr séu þar. Fólk
þarf líka að vita að það þurfi ekki að
borða kjöt.“
Hægt er að lesa viðtalið í heild
sinni á DV.is n
Ráin er alhliða veitingahús
í hjarta Reykjanesbæjar
MATSÖLUSTAÐUR
SKEMMTISTAÐUR
RÁÐSTEFNUR
ÁRSHÁTÍÐIR
VEISLUR
„Þetta er ekki persónulegt
val ef það er fórnarlamb“
Embla Ósk er vegan-aktívisti
Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is
„Það er eldur
inni í mér og
ég ræð ekki við hann
MYND: HANNA/DV
Morgunmatur:
„Ég fæ mér oftast boozt-skál með jarðarberjum, banana og bláberjum eða þeim frosnu
ávöxtum sem ég á til, og kókósmjólk. Síðan set ég múslí, skorna ávexti, chia-fræ og
goji-ber ofan á, stundum set ég líka súkkulaði ef ég er í stuði.“
Hádegismatur:
„Salat með sætum kartöflum, hrísgrjónum og grænmeti. Bæti svo baunum, falafel-boll-
um eða oumph við. Það fer eftir því hvað er til.“
Millimál:
„Mér finnst fátt betra en gróft brauð með tahini, avókadó, rauðrófum, tómötum og salti
og pipar. Fæ mér einnig stundum hrökkkex með hummus og grænmeti, eða epli með
hnetusmjöri. Ég reyni líka að vera dugleg að fá mér ávexti í millimál.“
Kvöldmatur:
„Lasanja er okkar uppáhald, en það er ekkert smá næringarríkt og gott. Grunnurinn er
allt það grænmeti sem er til í ísskápnum, vegan-hakk, ein salsasósa og smá vegan-
rjómaostur. Ég set tortillakökur á milli og annaðhvort næringarger eða vegan-ost ofan á.
Svo fer þetta inn í ofn og er borðað með smá salati til hliðar.“
Dæmigerður matseðill Emblu Óskar:
Embla Ósk Ásgeirsdóttir