Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 51
SAKAMÁL 5122. febrúar 2019
til ráða? Þarna stóð hann í stoln-
um einkennisfatnaði rannsóknar-
deildar hersins, með lykil að
handjárnunum í annarri hönd og
hníf í hinni.
Málalyktir urðu þær að Justin,
sem hafði lifað af tvær ferðir til
Írak, var skorinn á háls af kollega
sínum úti í hundsrassi í Norður-
Karólínu.
Cooper handtekinn
Þetta sama kvöld var tilkynnt að
Justin væri fjarverandi án leyfis og
rannsóknarlögreglumenn hersins
voru ekki lengi að tengja Cooper
við málið. Hann hafði enda ekki
farið leynt er hann spurðist fyrir
um Cooper í Nam Deck-þjálfunar-
búðunum.
Þann 12. janúar viðurkenndi
Cooper allt saman og fór með rann-
sóknarlögreglumenn að þeim stað
þar sem hann hafði grafið Justin.
Cooper var ákærður fyrir morð,
mannrán, hindrun réttvísinnar og
að hafa siglt undir fölsku flaggi. Í
október, 2006, stóð hann frammi
fyrir dauðadómi.
Fleiri sambönd
Ashley bar vitni og sagði sem var,
að hún hefði sagt Cooper að henni
hefði verið nauðgað af tveimur
landgönguliðum, sem hún vissi
ekki hvað hétu.
Ashley brynnti músum þegar
hún bar vitni og viðurkenndi að
hafa hringt í karlmenn í hern-
um síðastliðin sex ár. „Ég hef lágt
sjálfsmat og ég þarfnast einhvers
til að tala við,“ sagði hún.
Fleiri hermenn báru vitni
og sögðu frá sambandi sínu við
konu. Á meðal þeirra var Michael
Chunkie sem hafði fengið sím-
hringingu frá Callie Adams. Með
þeim þróaðist samband og „hún
var eiginlega kærasta mín á þeim
tíma. En við hittumst aldrei,“ sagði
Michael.
Lífstíðardómur og ráðgjöf
Með því að játa sekt slapp Cooper
við dauðarefsingu. Ashley Elrod
var ekki ákærð fyrir eitt eða neitt
í málinu. Sagan segir að hún hafi
fengið ráðgjöf vegna eigin vanda-
mála. Þannig fór það. n
ERTU MEÐ VERKI Í BAKI, MJÖÐMUM,
HNJÁM EÐA FÓTUM ?
Komdu í göngugreiningu!
Tímapantanir í síma 55 77 100
og á www.gongugreining.is
Bæjarlind 4, Kóp. & Orkuhúsinu Rvk.
LYGIN VARÐ DAUÐANS ALVARA
n Fjöldi hermanna festist í vef Ashley n Þóttist vera sterkefnuð fegurðardís n Cooper Jackson varð yfir sig ástfanginn n Féll fyrir lygasögu um nauðgun
Frá jarðarför Justins Lifði
af tvær ferðir til Írak.
35 ára dóm fékk perúski morðinginn Pedro Pablo Nakada Ludena þann 14. júlí, árið 2010. Pedro fékk viðurnefnið „Postuli dauðans“ og sagðist hafa viljað hreinsa jörðina með því að útrýma fíkniefnaneytendum, vændiskonum,
hommum og glæpamönnum. Hann fullyrti að hann hefði fengið skipun frá Guði um að gera
það.
Pedro var dæmdur fyrir 17 morð, en fullyrti sjálfur að hann hefði 25 mannslíf á samviskunni.
Pedro sætti að sögn ofbeldi af hálfu fjölskyldu hans frá unga aldri. Systur hans neyddu
hann til að klæðast kvenmannsfötum og bræður hans nauðguðu honum því þeir héldu
að hann hefði drepið hund. Hvað sem því líður þá skaut hann fórnarlömb sín til bana með
9 millimetra skammbyssu. Hann var handasamaður á vinnustað sínum árið 2002 eftir að
hann varð uppiskroppa með skotfæri í bardaga við lögregluna.