Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 16
16 22. febrúar 2019FRÉTTIR breskum fjölmiðlum sem fjölluðu ítarlega um málið. Kristján lýsti þessu þannig árið 2016: „Ég hringdi fjölda símtala og mér tókst á einum tímapunkti að móðga breskan embættismann með því að benda honum á að þeir væru að brjóta barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að líklega væri betur tekið á málum barn- ungra fanga í Bangladess. Eftir það voru allar dyr lokaðar.“ Kristjáni tókst loks í eitt skipti að ná sambandi við son sinn. „Það var eftir endalausa ýtni. Mér tókst að tala einhverja embættiskonu til.“ Símtalið var ansi tilfinninga- þrungið. „Ég heyrði að hann var hrædd- ur. Hann vildi ekki ræða málið sjálft við mig en hann sagðist sakna pabba gamla. Ég lagði áherslu á það við hann að hann segði sann- leikann. Síðan var símtalinu slitið af starfsmönnum fangelsisins.“ Vistaður með fullorðnum Vorið 2008 féll dómur í Old Bailey í Lundúnum og var Brandon dæmd- ur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpinn, með möguleika á reynslulausn eftir 16 ár. Annar piltur úr klíkunni fékk einnig lífstíðardóm, og þrír aðrir voru dæmdir í 10 ára fangelsi fyrir aðild þeirra að morðinu. „Þegar dómurinn var lesinn upp hélt ég fyrst að þetta hefði verið einhver mislestur. Ég missti trúna á mannkynið í smá tíma. Þó svo að ég hafi alltaf sagt að hann eigi að taka út sína refsingu þá var þetta ekki nokkur glóra. Ég var niðurbrotinn, og ekki var mikill skilningur í kringum mann.“ Brandon var um tíma vistaður í unglingafangelsi áður en hann var fluttur í fangelsi nálægt Ipswich sem hýsir fullorðna afbrotamenn. Þar voru aðstæðurnar vægast sagt afar bágbornar og að sögn Krist- jáns var gengjamyndun algeng. Þegar ég ræddi við Kristján árið 2016 hafði Brandon dvalið í þrjú ár í unglingafangelsi (Juvenile Detention Center) þar sem að- stæðurnar voru ögn skárri. Hefur snúið við blaðinu Það var síðan á síðasta ári að Brandon var fluttur í Standford Hill, opið fangelsi í Kent. „Hann hefði ekki fengið að fara þangað nema vegna þess að hann hefur sýnt mjög góða hegðun og ekki lent í slagsmálum eða veseni, jafnvel þó að það hafi verið upp- reisn í fangelsinu á sínum tíma,“ segir Kristján. Kristján heimsótti Brandon í fyrra og segir aðstæðurnar lítið minna á fangelsi, frekar skóla eða íþróttahús. Fangarnir reka til dæmis verslun á staðnum og tæki- færi til menntunar eru mjög fjöl- breytt. Á heimasíðu fangelsisins kemur fram að markmiðið sé að fangarnir fái að vinna úti í samfé- laginu og þá er mikið lagt upp úr samvinnu á milli fanganna þar sem þeir reyndari leiðbeina hin- um. Brandon er að sögn Kristjáns með mikla ástríðu fyrir líkamsrækt og þekkir hann til dæmis nöfnin á öllum þekktustu fitnesskeppend- um Íslands. „Hann er algjörlega búinn að snúa við blaðinu og breytingin er alveg mögnuð. Hann er búinn að vera að lyfta á fullu og orðinn stór og stæðilegur. Hann er búinn að læra einkaþjálfarann og stúdera næringarfræði og svo er hann að bæta við sig námi í pípulögnum.“ Betrunarvist getur gert kraftaverk Kristján segist aldrei hafa reynt að breiða yfir glæp sonar síns. Að sjálfsögðu þurfi sonur hans að taka út refsingu og horfast í augu við gjörðir sínar. Hann tel- ur hins vegar sannað með sögu Brandons að betrunarvist getur gert kraftaverk. Sonur hans hafi snúið við blaðinu eftir að hann var fluttur í úrræði þar sem hann var ekki lengur í „glæpamannaverk- smiðju“, innan um fullorðna af- brotamenn. Kristján hyggst fara og heim- sækja Brandon í lok mars en það stendur til að hann fái að fara reglulega í dagsleyfi seinna á ár- inu. Ef allt gengur að óskum mun hann fá reynslulausn á næsta ári, en Kristján ætlar þó ekki að gera sér of miklar vonir strax. Þegar ég ræddi við Kristján árið 2016 sagð- ist hann biðja fyrir því að sonur hans yrði nýtur þjóðfélagsþegn þrátt fyrir allt saman. Í dag er ekki ástæða til að ætla annað en að það verði að veruleika. „Ég er ofsalega bjartsýnn í dag, og stoltur af stráknum mínum.“ n Standford Hill er opið fangelsi í Kent. Kodjo Yenga var 17 ára gamall. Breskir fjölmiðlar fjölluðu ítarlega um morðið á Kodjo Yenga á sínum tíma. Ljósmynd/Skjáskot af vef BBC. Brandon Richmond. „Hann er algjörlega búinn að snúa við blaðinu „Hann passaði ekki neins staðar inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.