Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 50
50 22. febrúar 2019
23. apríl, 1997, var Bandaríkjamaðurinn Andrew Urdiales handtekinn. Andrew var nokkuð afkastamikill raðmorðingi á árunum 1986 til 1996. Veiðilendur hans voru í Illinois, Indiana og Kaliforníu og
fórnarlömb hans voru einkum vændiskonur. Alla jafna hafði Andrew kynmök
við vændiskonurnar áður en hann annaðhvort skaut þær eða stakk til bana.
Sem fyrr segir var hann handsamaður árið 1996 og árið 2002 var hann dæmd-
ur til dauða fyrir tvö morð. Dómurinn var síðar mildaður og hljóðaði upp á
lífstíðarfangelsi. Árið 2004 var Andrew sakfelldur fyrir eitt morð til viðbótar.
Síðar viðurkenndi hann að hafa myrt fimm konur að auki, í Kaliforníu, og að
hafa nauðgað og rænt einni konu. Leiða má líkur að því að Andrew muni aldrei
um frjálst höfuð strjúka á ný.
SAKAMÁL
S
ími getur verið mikið þarfa-
þing, en öllu má ofgera og
ekki ofsögum sagt að Ashley
Elrod, frá Outer Banks í
Virginíu-fylki í Bandaríkjunum,
hafi farið helst til geyst í sinni
símanotkun.
Ashley hringdi um 5.000 sinn-
um á mánuði og í flestum tilfell-
um til karlmanna sem töldu sig
vera kærasta hennar. Reyndar not-
aði Ashley, sem var 22 ára þegar
þessi frásögn hefst, einnig tölvuna
ótæpilega til að blekkja karlmenn;
telja þeim trú um að hún væri nett,
aðlaðandi og vel efnuð ung kona.
Ashley virtist einkum veik fyrir
landgönguliðum og í ljósi þess að
hún bjó skammt frá Norfolk hafði
hún úr fjölda manna að velja. Í
Norfolk er nefnilega stærsta her-
stöð sjóhers og landgönguhers
Bandaríkjanna.
Festist í lygavef
Í kringum áramótin 2005/2006
var undirforingi að nafni Cooper
Jackson fastur í neti Ashley. Eitt
sinn er hann svaraði í símann
heyrði hann kynþokkafulla rödd
konu sem sagðist heita Samantha.
Í kjölfarið upphófust samskipti
þeirra á milli og í símtölum og
tölvupósti, sannfærði „Samantha“
Cooper um að hún væri fögur,
kynþokkafull og ljóshærð og vel
stöndug í þokkabót. Cooper velkt-
ist ekki í vafa um að hann hefði
fundið framtíðar eiginkonu sína.
Ashley sendi Cooper ljósmynd-
ir sem staðfestu hve fögur hún var.
Myndirnar voru að sjálfsögðu af
annarri konu og var hún frekar fá-
klædd á sumum myndanna.
Ekki allt sem sýnist
Svo ástfanginn var Cooper, sem
var 23 ára, að hann gekk svo langt
að segja móður sinni að hann
„hefði loksins kynnst stúlku sem
styrkti á ný tiltrú hans á konum.“
Hvernig átti Cooper að vita að
hinum megin á „línunni“ var enga
Samönthu að finna heldur Ashley
Elrod sem fékk „kikk“ út úr því að
hringja í karlmenn og daðra við
þá.
Hún átti ekkert sameiginlegt
með þeirri blekkingu sem hún bar
á borð fyrir fórnarlömb sín. Ashley
hafði gefið menntaskólanám upp
á bátinn. Hún var budduleg og lítt
áberandi og sá sér farborða með
vinnu í gestamóttöku hótels í Out-
er Banks.
Ashley í öngstræti
Ungi undirforinginn var orðinn
svo ástfanginn af Samönthu að
hann þrýsti ítrekað á hana um að
hittast. Ashley varð uppiskroppa
með afsakanir. Hún var búin að
nota veikindi alloft, einnig að hún
þyrfti að skjótast úr bænum og
þegar allt um þraut þá sagði hún
að hún þyrfti að hugsa um auð-
ugan föður sinn, sem lægi fársjúk-
ur á spítala.
Hún vildi allt til þess vinna að
hann kæmist ekki að sannleikan-
um og spann því upp svæsna lyga-
sögu um að hún væri gjörsamlega
farin á taugum; henni hefði verið
nauðgað af tveimur landgöngulið-
um. Þannig tókst henni að halda
lífi í símtölunum og Cooper fjarri
á sama tíma.
Nauðgara leitað
Þannig var mál með vexti að
Cooper var á námskeiði í Dam
Neck-þjálfunarbúðunum í
Virginíu á þessum tíma og sagði
Ashley að umræddir landgöngu-
liðar væru staðsettir þar.
Cooper varð reiður mjög og
nefndi af handahófi nöfn nokkurra
sem hann þekkti í búðunum. Ein-
skær tilviljun réð því að nafn
Justins Huff undirliðþjálfa bar á
góma. Hann hafði farið tvisvar til
Írak og sloppið líkamlega heill frá
því og eiginkona hans bar þeirra
fyrsta barn undir belti.
Saklaust fórnarlamb
Cooper komst í samband við Justin
2. janúar, 2006 og sauð upp sögu
um að hann starfaði innan glæpa-
rannsóknardeildar hersins. Sagði
hann að Justin þyrfti að koma með
honum til Norður-Karó línu og að-
stoða við rannsókn í nauðgunar-
máli.
Justin var ekki vanur að bera
brigður á fyrirmæli yfirmanna og
sagðist vera reiðubúinn til þess, en
tók þó fram að hann kæmi af fjöll-
um hvað nauðgun áhrærði.
Um leið og þeir voru komnir
út af herstöðinni í Dam Neck dró
Cooper upp byssu og sagði Justin
að hann væri handtekinn og yrði í
járnum þar til þeir kæmu í höfuð-
stöðvarnar.
Lykill og hnífur
Að sjálfsögðu voru höfuðstöðv-
arnar ekkert á dagskrá hjá Cooper
heldur ók hann á afskekktan stað
í skóglendi í Norður-Karólínu. Þar
dró hann Justin út úr bílnum og
hóf að yfirheyra hann.
Fljótlega runnu tvær grímur
á Cooper og honum varð ljóst að
Justin var blásaklaus. Hvað var
Hægt að nota
úti og inni
festist á flísar og
í baðkör
HREIÐUR.IS
K ÍK
TU V IÐ Á
SMELLTU
H
ÉR
FÆ
ST
Í A
UÐB
REKKU 6. KÓPAVOGI
AÐLAGAR SIG AÐ UMHV
ER
FIN
UBílabrautin
HREIÐUR.IS
VEgakort án
hindrana fyrir
Leyfðu
hugmyndafluginu
að ráða
brautin festist á
flísar og í baðkör
LYGIN VARÐ DAUÐANS ALVARA
n Fjöldi hermanna festist í vef Ashley n Þóttist vera sterkefnuð fegurðardís n Cooper Jackson varð yfir sig ástfanginn n Féll fyrir lygasögu um nauðgun
„Ég hef lágt
sjálfsmat
og ég þarfnast ein-
hvers til að tala við
Justin Huff Lenti með banvænum
afleiðingum í lygavef Ashley.