Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐA Sandkorn 22. febrúar 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Þetta er allt ykkur að kenna S ólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, og Hörður Guðbrandsson, formaður VLFG, gengu öll út af samningafundi hjá ríkissáttasemjara. Var fundi slitið eftir aðeins hálftíma. Sól­ veig Anna sem hefur látið í sér heyra í aðdraganda fyrirhugaðra samningafunda sagði: „Verkafólk á Íslandi hefur of lengi þurft að þola láglaunastefnu og stjórnlausan ójöfnuð. Verka- fólk hefur skapað góðæri síðustu ára með vinnu sinni. Atvinnurek- endur hafa þó neitað að ganga að sanngjörnum kröfum Eflingar og samflotsfélaga. Verkfall er þaulreynd og lögvarin aðferð stéttarfélaga til að jafna hlut vinnandi fólks gagnvart atvinnu- rekendum.“ Verkföll gætu verið handan við hornið og staðan er snúin og erfið. En hún var alltaf fyrirsjáanleg og löngu búið að vara þingheim við sem hefur af fullum þunga tekið við hundruðum þúsunda í launa­ hækkun og þannig tekið þátt í að kynda undir óánægjubálinu. En eins og oft vill verða benda þau á aðra sem hafa hærri laun, eins og klikkuð laun bankastjóra sem benda kannski á húrrandi geðveik laun þeirra sem eru í sjávarútvegi. En skaðinn er skeður og ábyrgðin hvílir á stjórnvöldum; Bjarna Benediktssyni og Katrínu Jakobsdóttur. Mánaðarlaun Katrínar og Bjarna hækkuðu um tæpa hálfa milljón í árslok 2016 og þingmenn fengu um 340 þúsund. Eini maðurinn sem mótmælti og fékk líka ríflega launahækkun var Guðni forseti. Í beinni útsendingu á RÚV var Guðna brugðið, hann hafði ekkert við þessa launahækkun að gera og tilkynnti að okkar smæstu bræður og systur myndu fá að njóta hækk­ unarinnar um hver mánaðamót. Þingmenn stungu hins vegar þegjandi og hljóðalaust sín­ um stjarnfræðilegu hækkunum í vasann og nú býður fjármála­ ráðherra almenningi 6.750 krónur í þrepum á næstu þremur árum! Er það furða að íslenskir verkamenn sem og stór hluti þjóðarinnar sé ósáttur og fari fram á betri kjör? Að verkalýðsleiðtogar lýsi yfir að ekkert verði gefið eftir. Þetta reddast! Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hefur ítrekað varað við stöðunni sem nú er upp komin. Í upphafi árs skoraði hann á þingheim að draga áður nefndar launahækkanir til baka. Skammur tími væri til stefnu. „Hennar fyrsta verkefni á að vera og verður að vera að skapa það andrúmsloft í kringum þessar við- ræður að þær geti hafizt í raun um þau efnisatriði, sem snúa beint að atvinnurekendum og launþegum.“ Séríslenski hátturinn var hafður á, hrokinn í fyrirrúmi, „þetta redd­ ast,“ hafa stjórnvöld líklega hugsað. Og ef stjórnvöld eru enn að velta fyrir sér af hverju viðræðurnar muni líklega sigla í strand og enda með verkföllum þar sem ekkert verður gefið eftir, þá skal ég útskýra það í stuttu en einföldu máli. Árið 2016 hækkuðu mánaðar­ laun þingmanna úr 762.940 í 1.101.194 krónur. Laun ráðherra hækkuðu úr 1.347.330 krónum á mánuði í 1.826.273. Árið 2018 fékk forstjóri Landspítalans eingreiðslu upp á rúmar sex milljónir og launin hækkuðu úr 2.088.993 í 2.586.913 krónur eða um 24 prósent. Rektor Háskóla Íslands fór úr 1.353.571 í 1.634.723 krónur á mánuði en á fimmta tug forstöðu­ manna ríkisstofnana fengu launa­ hækkun um þetta leyti. Ábyrgðin er stjórnvalda Á sama tíma og stjórnvöld hafa hvellsprengt launarammann og lagt grunninn að því andrúms­ lofti sem ríkir í þjóðfélaginu og varað við launahækkunum hafa launþegar horft upp á enn einn sirkusinn eins og sturlaðar launa­ hækkanir bankastjóra. Mánaðar­ laun Lilju Bjarkeyjar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hækk­ uðu til dæmis um 1,7 milljónir króna á einu ári eða um 82 prósent. Forsætisráðherra sagði þessa launahækkun óverjandi en hafði sjálf þegið 35 prósenta hækkun á sínum launum aðeins tveimur árum áður. Þjóðin horfir svo, eins og Jóhann Páll Jóhannsson, blaða­ maður Stundarinnar, bendir á, á útgerðareigendur sýsla með fé almennings og græða á nýtingu auðlindar sem er sameign þjóðarinnar samkvæmt íslensk­ um lögum. Þar voru 2018 árs­ tekjur Kristjáns Loftssonar 33­föld árslaun forstjóra Landsbankans og 234­föld meðallaun fiskvinnslu­ starfsmanns. Og þetta eru afleiðingar pólitískra ákvarðana. Og hvað fær hinn vinnandi maður? Jú, rúmar sex þúsund krónur! Rausnarlegt er það eða hitt þó heldur. Ríkisstjórnin hefur sýnt af sér ótrúlegt ábyrgðarleysi með því að hafa látið málin þróast á þenn­ an veg. Stéttastríð gæti verið framundan. Þetta er ykkur að kenna. Þjóðin hefur fengið upp í kok, og sex þúsund kall dugar ekki til að þagga niður í henni. n Leiðari Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Tveggja milljóna sparnaður Tölur liggja nú fyrir um heildarlaun og annan kostnað þingmanna fyrir árið 2018. Þar er staðfest að það var mikill sparnaður fólginn í því að koma loksins Ásmundi Friðriks- syni, þingmanni Sjálfstæðis­ flokksins, á bílaleigubíl. Alþingi hefur mælst til þess að þingmenn noti frekar bílaleigubíla en einkabíla. Kostnaðurinn hefur verið óhóflegur hjá sumum lands­ byggðarþingmönnum, sérstak­ lega hjá Ásmundi. Á árunum 2014 til 2016 var kostnaðurinn hjá honum í kringum fimm milljónir á ári og rúmar fjórar milljónir fyrir árið 2017. Í febrúar í fyrra lét hann loks til leiðast eftir harða gagnrýni og færði sig yfir á bílaleigu­ bíl. Nemur heildarbifreiða­ kostnaður hans fyrir árið um tveimur og hálfri milljón. Þetta er sparnaður sem nemur um tveimur milljónum miðað við fyrri ár en hann er engu að síður dýr­ asti þing­ maðurinn í þessum flokki. Helg og óhelg svæði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta­ málaráðherra brá á það ráð að skyndifriðlýsa það svæði Víkur­ garðs sem átti að fara undir hótel. Var það gert eftir lang­ varandi þrýsting frá borgurum sem annt er um minjavernd og helgi garðsins. Víkurgarður er ekki eini forni kirkju garðurinn í  Reykjavík. Hinn stóri Laugarneskirkju­ garður var friðlýstur árið 1930 og Breiðholtskirkjugarður árið 1981. Í Engey, Viðey, Hólmi við Suðurlandsveg og Gufunesi, norðan við núverandi graf­ reit, er einnig að finna fornar grafir. Þá er forn kirkjugarður á Seltjarnar nesi, við Seltjörn. Ekki er vitað nákvæmlega hversu langt allir þessir garðar náðu og helgin því á huldu. Vaknar þá sú spurning hvort ekki þurfi að senda út her af fornleifa fræðingum til að komast til botns í þessu að­ kallandi máli; hvaða þúfa teljist helg og hver ekki? Spurning vikunnar Hvað finnst þér um rúllukragaboli? „Ég veit það ekki. Bara allt í lagi.“ Aron Breki Sigtryggsson „Þeir eru í góðu lagi.“ Kristín Viktorsdóttir „Mér finnst þeir flottir.“ Svava Árnadóttir „Þeir eru bara fínir, maður.“ Hafliði Þór Þorsteinsson „ Og hvað fær hinn vinnandi maður? Jú, rúmar sex þúsund krónur! Rausnarlegt er það eða hitt þó heldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.