Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 35
FÓKUS 3522. febrúar 2019 U m þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að tvö hræði- leg sjóslys skóku íslensku þjóðina. Aðeins leið rúm vika á milli þess að togarinn Júlí fórst með allri áhöfn, 30 sjómönn- um, og að vitaskipið Hermóður fór sömu leið með 12 mönnum innan borðs. Alls stóðu 52 börn uppi föðurlaus eftir harmleikina tvo. Örlögin höguðu því þannig að á Hermóði fór tvítugur matsveinn, Birgir Gunnarsson, sína fyrstu og hinstu för sem íhlaupamaður. Þá vildi einnig svo til að Guðni Thor- lacius, afi Guðna Th. Jóhannes- sonar, forseta Íslands, var í leyfi þessa örlagaríku ferð. Í samtali við DV segir Guðni að atburðirnir hafi alla tíð síðan legið þungt á afa sín- um. Skammt stórra högga á milli Daganna 7.–9. febrúar 1959 brast á ofsaveður á Nýfundna- landsmiðum sem æ síðan hefur verið nefnt Nýfundnalandsveðrið mikla. Veður hæð var mikil á þess- um slóðum og frosthörkur gríðar- legar. Togarinn Júlí var staddur ásamt fleiri íslenskum skipum á þessum slóðum við karfaveiðar. Togarinn var gerður út af Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar og var talinn eitt glæsilegasta fiskiskip í sögu ís- lenska flotans þegar hann kom til landsins árið 1953. Aðstæðurnar sem þarna mynduðust þekktust vart á Íslandsmiðum. Fleiri íslensk skip voru á sömu slóðum og Júlí en þekkt er kraftaverkasaga skipverja á togaranum Þorkeli Mána, sem var einn stærsti og öflugasti togar- inn í Norðurhöfum. Gríðarleg ísing lagðist á togar- ann og skipverjar á Þorkeli Mána björguðust aðeins með því að heyja þrotlausa baráttu gegn klakabrynjunni og losa sig við allt lauslegt sem ísing festist á, meðal annars björgunarbáta og talíur. Ís- ing dregur fljótt úr stöðugleika og sjóhæfni. Um borð í Júlí fór eflaust fram svipuð barátta fram á hinstu stund. Talið er að togaranum hafi hvolft að lokum undan þunga ís- ingarinnar. Að minnsta kosti þrjú erlend skip fórust á sama tíma á miðunum. Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur segir um togarana, sem voru síðutogarar, svokallaðir Ný- sköpunartogarar, og keyptir til landsins að lokinni síðari heims- styrjöldinni: „Þótt margir Nýsköp- unartogaranna hafi verið afar fengsæl fiskiskip þóttu þeir ekki sérlega vel hannaðir og útfærðir með tilliti til ísingarhættu. Á þeim voru rekkverk, vírar og fleira sem á hlóðst ís í vondum vetrarveðrum.“ Alfreð Jónsson var á Norð- lendingi, sem var eitt þeirra skipa sem voru á svæðinu þennan örlagaríka dag. Lýsti hann barátt- unni við að halda sjó á eftirfarandi hátt, en látin móðir skipstjórans birtist honum í draumi og skip- aði skipstjóranum að snúa skipinu undan veðri, sem hann og gerði. Alfreð segir: „Ég veit að það sem hefur bjarg- að því að við fórumst ekki var að ísinn var frosinn í stump í efri lestinni og haggaðist ekki. Hefði hann farið af stað og kastast til hefðu leikslok orðið önnur. Svona gekk þetta í þá tvo sólarhringa sem veðrið var verst, síðdegis á öðrum sólarhring var farið að hreyfa skrúfu í smástund í einu, og síð- an smájókst það þar til hægt var að keyra á hægri ferð með batn- andi veðri. Það var í mestu lát- unum, eða daginn eftir að veðrið skall á, sem við fréttum að Þorkell Máni væri að farast … Ekkert hafði heyrst af togaranum Júlí frá því kvöldinu áður … svo slitnaði loft- netið niður hjá okkur og við vorum sambandslausir. Vonuðumst við eftir að þar hefði loftnetið slitnað eins og hjá okkur og togarinn því ekki getað látið vita af sér.“ Leit hætt og áhöfn talin af Örvæntingarfull leit stóð yfir að togaranum á alls 70 þúsund fermílna svæði en rúmri viku síðar, þann 17. febrúar, var tilkynnt um að leitinni hefði verið hætt og togarinn Júlí væri talinn af með allri áhöfn. Tíðindin voru gríðarlegt áfall, en þjóðin fékk ekki mikinn tíma til að syrgja. Daginn eftir var tilkynnt um MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK Hermóður og Júlí: n Langaði að hringja í þrjátíu ár n 52 börn stóðu uppi föðurlaus eftir harmleikina tvo Framhald á síðu 36 Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Háskasamt að sækja sjóinn Kristbjörg Gunnarsdóttir með mynd af bróður sínum, Birgi. „Aðstæðurnar sem þarna mynduðust þekktust vart á Íslandsmiðum MYND: HANNA/DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.