Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 54
54 FÓKUS 22. febrúar 2019
Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is
LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS
Frægir og flúrið sem þá prýðir
U
m fimmtungur Ís-
lendinga er með húð-
flúr samkvæmt nýjum
þjóðarpúlsi Gallups,
um 24% kvenna og 17% karla.
Húðflúr er algengast hjá fólki
á milli þrítugs og fertugs. Að
meðaltali er fólk með um þrjú
húðflúr. Þá geta um 87% þeirra
vel hugsað sér að fá sér fleiri.
Flúrið eru jafn fjölbreytt og
einstaklingarnir sem það prýð-
ir; persónulegt, fyndið, fárán-
legt, fengið í gríni og allt þar á
milli. Fræga fólkið er með húð-
flúr, eins og við hin, og margir
þeirra með mörg.
Söngkonan Svala Björgvins er með
mörg húðflúr, bæði á handleggj-
um og bringunni.
Falleg og listræn flúr eins og söng-
konan sjálf.
Rapparinn Emmsjé Gauti er þakinn
húðflúri og hann lét eldri dóttur sína
ráða nýjasta flúrinu sem er bleikur og
fjólublár einhyrningur. „Elska þessa
liti,“ segir Emmsjé Gauti hæstánægð-
ur með flúrið.
Rapparinn Herra Hnetusmjör er þakinn flúri í bak og fyrir, þar á meðal er
Kóp Boi, óður til mömmu, peningabúnt og spil. Á bakinu er hann prýdd-
ur Æðruleysisbæninni.
Aðrir slá flúrinu upp í grín og setja
á sig skemmtilegt flúr sem oft er
bara valið spontant. Sverrir Þór
Sverrisson gamanleikari, sem er
best þekktur sem Sveppi, skart-
ar slíku flúri, teikningu Hugleiks
Dagssonar.
Húðflúrmeistarinn Fjölnir Geir
Bragason hefur flúrað fjölmarga
Íslendinga, en hann á að baki ára-
tugi í bransanum. Sjálfur er hann
vel skreyttur flúri, ímynd karl- og
flúrmennskunnar.
Bubbi Morthens tónlistarmaður er í sama gír, en hann er annálaður
veiðiáhugamaður og hefur meðal annars gefið út bækurnar Að kasta
flugu í straumvatn er að tala við Guð, Djúpríkið og Áin. Því er vel við hæfi
að flúra sportið á sig. Það eru þó fleiri flúr sem Bubbi skartar, eins og
sönnum rokkkonungi sæmir.