Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 40
40 BLEIKT - VIÐTAL 22. febrúar 2019
H
elena Ýr Jónsdóttir er
tuttugu og þriggja ára göm
ul, búsett í Grafarvoginum
þar sem hún starfar sem
leiðbeinandi á leikskóla. Í dag er
Helena í veikindaleyfi því hún
glímir við alvarlegan kvíða sem
hamlar henni mikið í daglegu lífi.
Helena segir kvíðann hafa byrjað
um fimm ára aldur en að greining
hafi legið fyrir þegar hún var orðin
sjö ára gömul.
„Ég man bara eftir sjálfri mér
með kvíða. Þegar hann byrjaði
byggðist hann á því að ég var
hrædd við uppköst. Fyrstu kvíða
köstin mín komu þegar við vor
um nýflutt í nýja íbúð, mamma
var nýbúin að eignast litla bróður
minn og fékk fæðingarþunglyndi.
Þá var ég rosalega háð henni og
þurfti alltaf að vita hvar hún var og
hvenær hún myndi koma heim. Ég
hringdi í hana allavega tíu sinnum
á dag bara til þess að heyra í henni
og til þess að fá að vita hvar hún
var. Af þessum ástæðum var mjög
erfitt fyrir mig þegar ég þurfti að
fara í pössun og ég var með mikinn
aðskilnaðarkvíða,“ segir Helena Ýr
Jónsdóttir í viðtali við blaðakonu.
Hræddist það að borða vegna
mögulegra uppkasta
Um leið og bera fór á einkennum
kvíða hjá Helenu fóru móðir
hennar og faðir með hana til
barnageðlæknis þar sem sett var í
gang ferli til þess að hjálpa henni.
Á einum tímapunkti var kvíði Hel
enu það slæmur að leita þurfti með
hana á BUGL þar sem kvíði henn
ar hafði þau áhrif á hana að hún
hræddist að borða vegna mögu
legra uppkasta ásamt því að hún
glímdi við alvarlega sýklafælni.
„Að vera með kvíða sem barn
var hræðilegt. Ég átti erfitt með að
vera annars staðar en heima hjá
mér, þegar ég var ung gat ég aldrei
gist hjá vinkonum mínum. Ég fór
ekki með bekknum mínum í nein
ferðalög út af kvíða og ég reyndi að
ljúga að krökkunum að ég þyrfti að
fara til útlanda á þeim tíma sem
ferðalögin voru eða þá að mamma
og pabbi hefðu bannað mér að
fara. Þegar ég var í grunnskóla
þurfti ég að fara reglulega niður til
ritarans bara til þess að geta feng
ið að hringja í mömmu svo ég gæti
vitað var hún var og hvenær hún
kæmi heim.“
Þegar Helena var um tíu ára
gömul fór hún með vinkonu sinni
í bíó eins og gengur og gerist með
krakka á þeim aldri. Sú bíóferð átti
eftir að hafa mikil áhrif á framtíð
Helenu.
„Eftir bíóferðina kastaði ég upp
fyrir utan bíóið og síðan þá hef ég
ekki þorað að fara í bíó né á neina
almenningsstaði. Ég hef alltaf átt
erfitt með að fara í Kringluna og
Smáralindina síðan ég man eftir
mér. Þegar ég byrjaði að fá kvíða
var hann rosalega slæmur og var
það mjög lengi. Grunnskólinn var
virkilega slæmt tímabil en besta
tímabilið mitt var þegar ég var að
klára 10. bekk og fór í framhalds
skóla á árunum 2011–2014.“
Vinirnir tíndust í burtu
Helena segir að unglingsár henn
ar hafi verið misjöfn og að hún hafi
átt erfitt með að sinna félagslífinu
vel.
„Vegna kvíðans tíndust vinirnir
í burtu. Ég hef slitið mig frá mörg
um vinkonum út af kvíða. Skóli
hefur alltaf verið mjög erfiður
fyrir mig og ég hef ekki með tölu á
því hversu oft ég hef hætt í fram
haldsskóla út af kvíða og ég hef
ekki ennþá klárað neitt nám vegna
hans. Ég finn fyrir meiri pressu eft
ir því sem ég eldist vegna kvíða,
vinnu og náms. Eftir að ég varð
eldri fannst mér ég eiga að vera
hætt með kvíðann. Að þegar mað
ur sé kominn á þrítugsaldur
inn eigi maður að vera með allt á
hreinu. Búin að finna framtíðar
vinnuna og að minnsta kosti kom
in með framhaldsskólagráðu.“
Helena upplifði mikla skömm
vegna kvíðans og fannst hún
alltaf vera ein að takast á við þetta
vandamál.
„Ég sá aldrei neinn fá kvíða
kast á almannafæri þannig að mér
fannst ég vera ein í heiminum sem
var með svona slæman kvíða. Ég
skammaðist mín ef ég sýndi að ég
væri að fá kvíðakast fyrir framan
fólk og eftir því sem ég verð eldri
þá finnst mér vera meira tabú að
vera með svona slæman kvíða sem
stjórnar lífinu. Mér líður eins og ég
eigi að vera með allt á hreinu, vera
í hundrað prósent starfi og vera
„fullorðins.“ Í dag er ég í sálfræði
meðferð, geðlæknismeðferð og
lyfjameðferð. Einnig er samband
mitt og móður minnar mjög gott
og hún skilur veikindi mín.“
Vill ekki keyra Miklubrautina
Kvíðinn hamlar lífi Helenar gífur
lega og suma daga kemst hún ein
faldlega ekki út úr húsi til þess að
sinna einföldustu verkefnum.
„Ég er með víðáttufælnikvíða, ég
fæ ofsakvíðaköst og er svo líka með
þennan „venjulega“ kvíða gagn
vart hlutum sem aðrir hugsa ekki
einu sinni um. Eins og til dæm
is það að keyra inn í annað hverfi,
keyra á Miklubrautinni og bara það
að keyra langt frá húsinu mínu. Í
hvert skipti sem ég fer út úr húsinu
mínu fæ ég „Fight or Flight“hugs
un. Ég þarf að komast út úr aðstæð
um sem eru ekki einu sinni ógn
vekjandi og ég þarf að komast út
úr þeim NÚNA STRAX. Þótt ég sé
kannski bara um þrjár mínútur frá
húsinu þá þarf ég að komast heim á
þessari sekúndu. Þetta hamlar mér
rosalega í daglegu lífi og suma daga
fer ég ekki út úr húsi af kvíða.
UMHVERFISVÆNI
RUSLAPOKINN
www.igf.is
SEGÐ
U NE
I
VIÐ P
LAST
I
„Vegna kvíðans tíndust
vinirnir í burtuAníta Estíva Harðardóttiranita@dv.is
n Hefur ekki farið á almennings-
staði síðan hún var tíu ára gömul
Helena
hefur glímt
við ofsakvíða
frá bernsku
MYNDIR: HANNA/DV