Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 38
38 FÓKUS 22. febrúar 2019 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins Gylfaflöt 6-8 / S. 587 6688 / fanntofell.is HÉR BÚA ÍSLENSKAR TÍSKU- DROTTNINGAR OG KÓNGAR DV heldur áfram að skoða hvernig full- trúar hinna ýmsu stétta hafa komið sér fyrir á fasteignamarkaði. Áður hefur DV skoðað hvernig stjórn- endur bankanna búa, sem og full- trúar launþega, stjórnendur líf- eyrissjóðanna og forstjórar hinna ýmsu stórfyrirtækja. Í þetta sinn er komið að þeim sem skapað hafa tísku lands- manna, margir til fjölda ára, hönnuðum og/eða eigendum hinna ýmsu tískuverslana lands- ins. Í DV 1. febrúar tókum við fyrir tíu tískudrottningar og kónga og hús þeirra og hér er komið að öðr- um hluta. DV fletti upp á heimilum tíu einstaklinga og kaupverði eign- anna. Kennir þar ýmissa grasa. Hæsta kaupverðið á tískuheim- ili var 128,5 milljónir króna en lægsta kaupverðið var 13,5 millj- ónir króna. Hafa verður í huga að hæsta verðið var greitt 2013, en hið lægsta 2002. Nokkur stærðarmun- ur er á eignunum, stærsta tísku- húsið er heilir 352,7 fermetrar og það minnsta er 79,2 fermetrar að stærð. Vesturgata 26c Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi Gyllta kattarins, býr í fallegu 168,4 fermetra bakhúsi sem var byggt árið 1897. Hafdís keypti húsið árið 2003 á 16,2 milljónir króna. Falleg eign rétt fyrir utan ys og þys miðborgarlífsins. Bergstaðastræti 54 Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, eigendur skóverslunarinnar Kron Kron, eiga 79,2 fermetra risíbúð í þessu fallega húsi sem byggt var árið 1928. Íbúðina keyptu þau í nóv- ember árið 2002 á 13,5 milljónir króna. Laugarásvegur 35 Ester Ólafsdóttir og Karl Steingrímsson, eigendur Pelsins, eiga glæsilegt 345,8 fermetra hús, sem byggt var árið 1958, sem Ester er skráð ein eigandi að síðan árið 2009. Klukkur Áskirkju klingja í nágrenninu og frábært útsýni er yfir Laugardalinn og stutt að fara til að njóta útiveru og kyrrsældar þar. Rauðilækur 25 Sindri Snær Jensson, annar eigenda Húrra Reykjavík, er skráður til heimilis hjá for- eldrum sínum. Frábær staðsetning og engin ástæða til að færa sig langt frá þessu hverfi. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Strandvegur 8, Garðabæ Helga Ólafsdóttir, eigandi Iglo+indi, býr í 113,4 fermetra íbúð í húsi sem byggt var árið 2004. Helga keypti íbúðina í maí 2017 á 45 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.