Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 14
14 22. febrúar 2019FRÉTTIR SONUR KRISTJÁNS AFPLÁNAR LÍFSTÍÐARDÓM Í BRETLANDI Sonur Kristjáns Jóhanns Matthíassonar var einungis 14 ára gamall þegar hann hlaut lífstíðardóm í Bretlandi fyrir stinga unglingspilt í hjartað. Áður en hann framdi verknaðinn, árið 2007, hafði hann ánetj- ast kannabisefnum og var kominn í slæman félags- skap. Á þeim tíma sem hann hefur setið inni hefur hann snúið við blaðinu og náð undraverðum árangri. Kristján segir það hafa gert gæfumuninn að Brandon var fluttur í opið úrræði á seinasta ári. Þar hafi hann loksins fengið tækifæri til betrunar. Brandon á sér þá ósk heitasta að geta búið hjá föður sínum á Íslandi í framtíðinni og Kristján bindur vonir við að þeir feðgar muni sameinast á ný. Í febrúar 2016 ræddi ég fyrst við Kristján, en þá hafði Brandon setið í fangelsi í tæp átta ár. Kristján hafði þá aðeins einu sinni fengið að heyra í honum í síma. Líkt og fram kom þá á Kristján tvo syni með konu sem hann kynntist þegar hann bjó í Bret­ landi á árum áður, þá Brandon Richmond, 22 ára, og Darrell, sem er 28 ára. Sambúð Kristjáns og konunnar gekk ekki upp á sínum tíma og Kristján flutti aftur til Ís­ lands. Eldri sonurinn Darrell kom reglulega í heimsókn til föður síns en sambandið við Brandon var mun stopulla. „Hann kom einu sinni til Ís­ lands, þá 11 ára, og heimsótti mig í Keflavík þar sem hann dvaldi í tvær vikur. Honum fannst bærinn vera óttalegt krummaskuð.“ Kristján vissi á þessum tíma að sonur hans væri í slæmum mál­ um og væri farin að fikta við hass­ reykingar, og jafnvel sterkari efni. Kristján var hins vegar að eigin sögn svo grænn að hann gerði sér einfaldlega ekki grein fyrir að því að sonur hans væri á fallbraut. Áður hafði Brandon staðið sig vel í skóla og sjaldan lent í vandræð­ um. Að sögn Kristjáns var níðst á syni hans fyrir að vera svokallað „half caste“, af blönduðum kyn­ þætti. „Það var rosalega mikil klíku­ myndun í kringum hann. Hann passaði ekki neins staðar inn.“ Fékk taugaáfall og brotnaði saman Aðeins hálfu ári síðar fékk Kristján að vita að sonur hans sæti í gæslu­ varðhaldi vegna gruns um aðild að manndrápi. Brandon hafði verið í slagtogi með unglingagengi og kvöld eitt í mars 2007 eltu þeir uppi 16 ára pilt að nafni Kodjo Yenga og öskruðu: „Drepum hann, drepum hann!“ Yenga var því næst bar­ inn með kylfum og að lokum veitt hnífstunga í hjartað. Breskir fjölmiðlar fjölluðu þónokkuð um málið á sínum tíma og vakti það upp umræð­ ur um vaxandi gengjamenningu í Lundúnum, hækkandi glæpatíðni og neikvæð áhrif þess á ungdóm landsins. Á þeim tíma sem Kodjo Yenga var drepinn höfðu 26 ung­ menni verið drepin af gengjum í London á árinu 2007. Fram kom að verknaðurinn hefði verið inn­ vígsluathöfn í götuklíku. Kristján segist hafa fengið taugaáfall og brotnað niður við fréttirnar. Þar sem honum reyndist erfitt að nálgast upplýsingar um framgang málsins og líðan sonar síns þá þurfti hann einkum að reiða sig á upplýsingar frá www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL 101 ART DECO Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Kristján Jóhann Matthíasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.