Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 45
TÍMAVÉLIN 4522. febrúar 2019 saman, voru alltaf refsingar sem mætti líta á sem nokkurs konar of­ beldishátíðir.“ Brauð og leikar, eins og í hringleikahúsum Rómaveldis? „Það mætti segja það, já. Það hefur verið glórulaust andrúmsloft þarna. Fólk sett í gapastokka við minnsta tilefni og dæmt til húð­ láts. Upp til hópa voru þetta smæl­ ingjar að reyna að ná sér í matar­ bita, rétt áður en þeir dræpust úr hungri. Þessi skefjalausa grimmd var sérkenni á landinu á þessum tíma.“ Inni á heimilunum endurspegl­ aðist ofbeldismenningin í hús­ aganum svokallaða, gegn vinnu­ hjúum og börnum. Baldur gerir hins vegar ekki lítið úr þeirri stað­ reynd að þessir hópar hafi einnig sætt hörku og ofbeldi í öðrum löndum. Sennilega eru erfiðustu hlutar þáttanna frásagnir af förukonum. Margar þeirra höfðu komið ungar sem vinnukonur á bæi, verið nauðgað af húsbóndanum og hraktar á brott þegar þær báru barn hans undir belti. Gengu þær, illa klæddar og betlandi, milli bæja með króga sinn og urðu margar þeirra úti í vondum veðrum. Hollt að reiðast „Ég held að mun fleiri séu mót­ tækilegir fyrir þessari sögu í dag en þegar þættirnir voru sýndir,“ segir Baldur. Eins og margir muna vöktu þættirnir sterk viðbrögð. Sumir lýstu hrifningu sinni en aðrir urðu fokvondir og kröfðust þess að Ríkis­ sjónvarpið stöðvaði sýningarnar. „Það þjónar engum tilgangi að setja saman efni sem ekki kemur við nokkurn mann. Ég segi sem betur fer urðu margir reiðir, al­ veg hoppandi vondir. Reiðin er hluti af eðlilegu sorgarferli. Þegar sú glansmynd sem fólk hefur búið sér til um fortíðina er brotin, þá bregðast menn reiðir við.“ Baldur setur þetta í samhengi við nútímann, tíma samfélags­ miðla og hneykslunar. „Þjóðin fær reglulega reiðikast. Það er engin þjóð í heiminum sem tekur eins mikil reiðiköst og eins oft og Íslendingar, kannski átta til tíu virkilega góð á ári. Til dæm­ is Klaustursmálið og mál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Þetta er kannski einhver leið þjóðar­ innar til að hreinsa úr sér skítinn og ég held að þetta sé að mörgu leyti hollt. Ég tók því ekki illa þegar skömmunum rigndi yfir mig á sín­ um tíma og hef ekki erft það við nokkurn mann.“ Áberandi var hversu mikill munur var á viðbrögðum borgar­ búa og landsbyggðarfólks. Inn­ fæddir Reykvíkingar tóku þeim mun betur en til dæmis Páll Pétursson, þingmaður Fram­ sóknarflokksins, sem skrifaði harðorðan pistil. Tóku sumir þáttunum sem árás á bændur samtímans? „Já. Það þótti mér merkilegt og hafði ekki séð það fyrir. Meiningin var alls ekki að ráðast á bændur samtímans.“ Baldur segir hamaganginn jafnframt hafa sýnt að sagan skipt­ ir fólk máli. „Rétt eins og þín eigin fortíð skiptir þig máli. Saga forfeðranna er líka þín saga og hún snertir hjartað.“ Kraftur einfaldleikans Hvernig tók fræðasamfélagið þátt- unum? „Ég tók eftir því að það var svolítill pirringur á meðal sagn­ fræðinga. Þeim fannst eins og það væri verið að stela frá sér, að þetta væri svið sem þeir ættu að sitja einir að. Það var að minnsta kosti mín tilfinning.“ Í þáttunum eru notuð sterk orð, til dæmis orðið nauðgun, sem fólk var ekki vant að heyra í sjón- varpinu heima hjá sér árið 1993. Þetta hispursleysi var væntanlega viðhaft meðvitað? „Já. Ég starfaði um tíma hjá DV, undir Jónasi Kristjánssyni. Ég gerði mér því algerlega grein fyrir því hvað hispursleysið býr yfir miklum krafti, sem tepruskapur­ inn gerir ekki. Þegar þú setur mál þitt fram með tepruskap ertu að veikja málstaðinn. Einfaldleikinn og hispursleysið býr yfir krafti og fólk skilur það.“ Söguáhugi Baldurs hefur ekki dvínað eftir að hann settist í helgan stein. Milli þess sem hann spilar golf og teflir skákir á netinu, les hann sögubækur. Nú síðast góðar bækur Þórunnar Jörlu Valdimars­ dóttur um Skúla fógeta og Snorra á Húsafelli og telur þær góðan efni­ við í sjónvarpsþætti. n Dragháls 14-16 Sími 412 1200 110 Reykjavík www.isleifur.is Straumhvörf í neysluvatnsdælum Grundfos Scala 3-45 Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýsting og hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra Innbyggð þurrkeyrsluvörn Afkastar 8 aftöppunar stöðvum J óhannes S. Kjarval, einn merkasti listmálari Ís­ landssögunnar, lést árið 1972. Skömmu fyrir and­ látið pakkaði hann stórum hluta eigna sinna niður í kassa og ánafnaði Reykjavíkurborg. Kassarnir voru 153 talsins og voru lengi geymdir í kjallara Korpúlfsstaða. Vorið 1985 voru þeir opnaðir og innvolsið rann­ sakað af listfræðingum. Tilefnið var mikil sýning á verkum hans á Kjarvalsstöðum haustið eftir. „Ástæðan fyrir því að kassarnir hafa ekki verið opn­ aðir fyrr en nú er sú að við höf­ um hreinlega ekki vitað hvar og hvernig við ættum að koma þessu fyrir,“ sagði Ólafur Jóns­ son, listfræðingur á Kjarvals­ stöðum. Áttu hlutirnir að verða notaðir til að gefa fólki innsýn í lífshlaup meistarans á aldar­ afmælinu. Upp úr kössunum komu ýms­ ar skissur og uppdrættir, sem voru grunnurinn að sumum af málverkum Kjarvals. Sumt riss­ að á sígarettupakkningar eða servíettur og annað frá barn­ æsku. Einnig fundust litaspjöld, málningartúpur og penslar. Eitt­ hvað fannst af beinum, bæði leggir og kjammar sem og stein­ ar, skeljar, ígulker og margt fleira úr náttúrunni. Einnig lampar, skór, hattar, tóbaksklútar, skeif­ ur, styttur, öskjur, bækur og sjúkrakassi svo eitthvað sé til­ tekið. Kjarval var þekktur fyrir að fleygja ekki nokkrum hlut. En vitað var að þegar hann var að pakka ofan í kassana á níræðis­ aldri þurfti að henda einhverju af mat og fatnaði. Sumt sem var í kössunum hafði verið óhreyft í áratugi. Eitthvað af mat slapp í gegn, til að mynda jólakaka, sem var orðin nánast steinrunnin, og saltfiskur. Í kössunum fannst til að mynda töluvert af miðum af ýmsum toga. Bíómiðum, rútu­ miðum, þvottahúskvittunum og reikningum. Inni á milli fannst tjaldbúðamiði frá Alþingis­ hátíðinni árið 1930. Einnig ógrynni af sendibréfum. Voru þetta einstakar heimildir um daglegt líf hans. n Tekið upp úr kössunum DV 14. maí 1985. „Danir gerðu Íslendingum aldrei nema gott eitt Fékk skítkast Sumir tóku þáttun- um sem árás á bændur samtímans. Jólakaka Kjarvals
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.