Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 42
42 BLEIKT - VIÐTAL 22. febrúar 2019 Aðra daga kemst ég kannski í búð- ina en það tekur nokkrar tilraunir. Ég hef þurft að hætta í bæði vinnu og námi vegna kvíðans.“ Helena hefur gengið í gegnum ýmislegt til þess að reyna að vinna bug á kvíðanum. Hefur hún meðal annars farið í HAM-meðferð, sál- fræðiviðtöl ásamt fleiri úrræðum, sem ekki hafa dugað. „Þegar ég var yngri dugði fyrir mig að fara í sálfræðimeðferð og lyfjameðferð en eins og staðan er í dag þá þarf ég aðeins meira og þess vegna varð ég að fara í veikindaleyfi til þess að huga að sjúkdómnum mínum hundrað prósent. Ég var í yndislegri vinnu með góðu fólki en stundum þarf maður að setja sjálfan sig í fyrsta sæti.“ Má ekki verða eirðarlaus Til þess að geta haldið ró sinni þarf Helena ávallt að hafa eitthvað fyr- ir stafni. Ef hún verður eirðarlaus fara kvíðahugsanir hennar í gang og fer hún þá í ofsakvíðakast. „Ég þarf alltaf að vera að gera eitthvað. Ég þarf alltaf að hafa sjónvarpið í gangi, vera í símanum og kannski líka tölvunni til þess að dreifa huganum. Ef ég er ekki að gera neitt og er ein með huganum mínum þá byrja ég að hugsa mikið um kvíðann og þá fæ ég ofsakvíða- kast. Ofsakvíðaköstin mín upp- lifi ég eins og spark í magann, ég verð ótrúlega hrædd allt í einu og ég veit hreinlega ekki af hverju. Ég þarf að flýja í burtu en það er ekk- ert hægt að fara. Ég titra rosalega mikið og svitna. Þetta er ógeðsleg- asta tilfinning sem ég hef upplifað. Ég er hrædd um að ég sé að verða klikkuð og að ég muni aldrei losna við þessa tilfinningu.“ Helena lýsir kvíða sínum sem ákveðinni hræðslutilfinningu. Þegar hann byrjar fer hún að anda hraðar, fær fiðring í magann og byrjar að titra. Henni verður kalt en svitnar samt. „Það eru til ótal margar tegund- ir af kvíða og hver og ein mann- eskja upplifir kvíða á sinn hátt. Í byrjun fær maður ónotatilfinningu og fer að upplifa sig í hættu. Byrjar að reyna að finna útgönguleiðir til þess að komast í burtu frá því sem er að gera mann kvíðinn. Börn sem eru með kvíða vita oft ekki að þau hafi hann, kvarta oft um magaverk og höfuðverk og vilja til dæmis ekki fara út.“ Hjálpar henni að opna sig Helena segir kvíða ógeðslegt fyrir- bæri sem margir glími við í dag. Segir hún umræðuna gagnvart kvíða enn vera svolítið tabú og að ekki margir ræði hann opinber- lega. „Ég hef núna verið að skrifa niður það sem ég er að upp- lifa og hugsa og deili því á blogg- síðu minni (kvidalena.wordpress. com), það hefur hjálpað mér rosa- lega mikið. Fyrsta færslan mín er mín besta útskýring á kvíðan- um en ég kalla hann minn djöf- ul. Einnig er ég með Snapchat (kvidalena) sem ég nota eins oft og ég mögulega get. Ég hef verið að fylgjast með opinberum snöppurum frá árinu 2014 og hafa þeir hjálpað mér mikið. Ég ákvað að opna snappið mitt bara fyrir mig en ég vona að ég geti kannski hjálpað einhverjum þarna úti sem er kannski alveg eins og ég. Sem glímir við kvíða eins og ég. Ég bjó það til vegna þess að ég fann engan snappara sem talar ein- göngu um kvíða og hvernig það er að glíma við hann daglega. Ég reyni að sýna frá því þegar ég fer út úr húsi og þegar ég fæ kvíðaköst. Það hefur hjálpað mér rosalega mikið að snappa um þetta, fyrst var ég rosalega feimin en nú er ég orðin aðeins meira opin. Ég vona að því fleiri sem tala um kvíða, því minni verði fordómarnir.“ Persónulega finnur Helena fyrir miklum fordómum gagnvart veik- indum sínum og vonar hún að með því að opna sig um þau geti hún opnað augu þeirra sem ekki glíma við kvíða og þeir hætti að dæma þessi veikindi. Vegna mik- illar reynslu af kvíða lék blaða- konu forvitni á að vita hvaða ráð Helena myndi gefa þeim sem grunar að börnin sín eða þau sjálf séu að glíma við kvíða. „Það sem ég myndi mæla með fyrir fólk með kvíða er að komast til geðlæknis eða sálfræðings. Geðlæknirinn getur hjálpað þér að finna réttu lyfin og vegna þess að það eru ekki allir með alveg eins kvíða þá getur sálfræðingur fundið út úr því hvað hentar best persónulega. Svo er alltaf hægt að fá hjálp frá geðdeild ef það á við. Maður á ekki að þurfa að skamm- ast sín fyrir að þurfa að fá hjálp. Ef þú værir fótbrotin þá myndir þú fara til læknis til þess að fá hjálp og það sama á að gilda um kvíða.“ n OnePortal er vefgátt sem gerir fy irtækjum og s eitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum ára gri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú kom skjala álunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Servic www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI „Þetta hamlar mér rosalega í daglegu lífi og suma daga fer ég ekki út úr húsi af kvíða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.