Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 8
8 22. febrúar 2019FRÉTTIR Dalvegi 2, 201 Kópavogi Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI PIZZERIA eldbakaðar eðal pizzyur www.castello.is ÍSLENDINGAR Í FANGELSUM ERLENDIS S amkvæmt úttekt DV af­ plána sex aðrir Íslendingar fangelsisdóm erlendis; í Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Noregi. Vert er að taka fram að sumir einstaklinganna eru ekki íslenskir ríkisborgarar, en fæddir hér á landi og skráðir í þjóðskrá eða eiga íslenskt foreldri. Gögn gefa ekki rétta mynd Í skriflegu svari Sveins H. Guð­ marssonar, upplýsingafulltrúa utan ríkisráðuneytisins, kem­ ur fram að ráðuneytið haldi ekki heildstætt yfirlit yfir fjölda ís­ lenskra ríkisborgara í fangelsum erlendis, enda er aðstoðar þjón­ ustunnar ekki alltaf óskað í slíkum málum eða hún látin vita þegar fangar eru látnir lausir úr haldi. Gögn sem utanríkisráðuneytið hefur um slík málefni eru því ófull­ komin og gefa ekki rétta mynd af fjölda Íslendinga í fangelsum er­ lendis. Fram kemur að allur gangur sé á því hvort óskað sé eftir aðstoð þjónustunnar í slíkum málum. Stjórnvöldum erlendra ríkja ber ekki skylda til að tilkynna hand­ töku íslenskra ríkisborgara eða dómsniðurstöðu í málum þeirra til íslenskra stjórnvalda. Því er ekki hægt að útiloka að fleiri íslensk­ ir ríkisborgarar geti verið í haldi erlendra yfirvalda án þess að vit­ neskja um það hafi borist stjórn­ völdum hér. Helgi Heiðar Steinarsson og Brynjar Smári Guðmundsson voru handteknir í Ástralíu í nóvem­ ber síðastliðnum. Var Brynjar Smári handtekinn á flug­ vellinum í Mel­ bourne þar sem fjögur kíló af kóka­ íni fundust í ferða­ tösku hans, en hann var þá að koma frá Hong Kong. Í kjöl­ farið var Helgi Heið­ ar handtekinn á hóteli í Melbourne eftir að 2,7 kíló af kókaíni fundust á hótelherbergi hans, en talið er líklegt að fíkniefnin hafi átt að fara á markað í Ástralíu. Söluverðmæti efnanna er talið vera sem nemur um 215 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt upplýsingum áströlsku tollgæslunnar liggur allt að lífstíðarfangelsi  við brot­ um mannanna. Verði þeir sakfelldir gætu þeir átt yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Þess má geta að Brynjar Smári er geysivinsæl stjarna á Instagram með um 17 þúsund fylgjendur. Þá vekur athygli að Helgi Heiðar skipti um forsíðumynd á Face­ book um tveimur vik­ um fyrir handtökuna og skrifaði: „ Bjartari mynd fyrir bjartari tíma? Let’s do this!“ Hvorki Helgi Heiðar né Brynjar eiga neinn sakaferil að baki hér á landi, en líkt og fram kom í frétt DV í nóvember síð­ astliðnum njóta þeir og fjöl­ skyldur þeirra aðstoðar utanrík­ isráðuneytisins vegna málsins. Skjáskot af Instagram-síðu Brynjars Smára. Þann 20. janúar 2013 voru Sigur­ ingi Hólmgrímsson, 24 ára Akur­ eyringur, og annar Íslendingur, félagi hans, handteknir á flug­ vellinum í Melbourne. Í tösku Siguringa voru 1,2 kíló af hreinu kókaíni, en í tösku félaga hans var tæpt kíló af kókaíni. Félagi Siguringa eyddi 567 dögum saklaus í varðhaldi áður en Siguringi gaf eiðsvarna yfir­ lýsingu þess efnis að vinur hans hefði ekki vitað af fíkniefnun­ um. Siguringi hafði boðið mann­ inum í ókeypis frí til Ástralíu og lagt til ferðatösku sem efnin voru falin í. Siguringi játaði síðar sök í málinu og sagðist hafa sam­ þykkt að smygla fíkniefn­ unum til að gera upp fíkniefnaskuld upp á 2,2 milljónir hér­ lendis. Sagðist hann hafa verið í skuld við einstakling sem væri „valdamikill í undirheimunum“ og sá aðili hefði hótað honum og fjölskyldu hans. Þá kemur fram í dómnum að Siguringi hafi orðið háður kannabisefnum á unglings­ árum og átt erfiða æsku; hann missti yngri systur sína í bílslysi, foreldrar hans skildu og hann ólst upp við brenglaðar aðstæð­ ur. Áður en hann fór til Ástralíu starfaði hann meðal annars með Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þann 29. maí 2015 var Sigur­ ingi dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir brotið og gert að afplána minnst fimm ár, að frádregnum þeim 647 dögum sem hann hefði þegar setið inni. Við dómsuppkvaðningu kall­ aði dómari Siguringa grimman og hjartalausan fyrir að hafa komið sök á félaga sinn. „Það er varla hægt að ímynda sér þær sál­ arkvalir og það álag sem þessi saklausi maður gekk í gegn­ um, langt í burtu frá heimalandi sínu og ástvinum.“ Árið 2014 var Ámundi Reyr Jóhannsson dæmdur í 11 ára fangelsi í Noregi fyrir að hafa myrt útvarpsmann­ inn Helge Dahle. Ámundi var á þeim tíma búsettur í Grimstad en hann flutti til Noregs árið 2005. Í umfjöllun norska blaðsins VG var haft eftir sjónarvotti að Ámundi hefði drukkið ótæpilega um kvöldið. Um nóttina hafi hann svo í ölæði lýst því yfir að félagi hans, sem var með honum í samkvæminu, hefði níu líf. Í kjölfarið tók hann upp pylsuhníf og gerði sig líklegan til að sanna orð sín. Þegar Helge reyndi að stoppa Ámunda þá brást Ámundi við með því að stinga Helge þrisvar sinnum í bakið og einu sinni í kviðinn. Hann var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Helge lést skömmu síðar. Tveir íslenskir karlmenn, Helgi Heiðar Steinarsson og Brynjar Smári Guðmundsson, bíða nú dóms í Ástralíu fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning. Mál mannanna tveggja eru aðskilin fyrir héraðsdómi í Melbourne en fyrirtaka fer fram í báðum málum þann 19. mars næstkomandi. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is ÁMUNDI REYR JÓHANNSSON HELGI HEIÐAR STEINARSSON OG BRYNJAR SMÁRI GUÐMUNDSSON SIGURINGI HÓLMGRÍMSSON Siguringi Hólmgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.