Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 32
22. febrúar 2019KYNNINGARBLAÐFermingar
Vogue er gamalgróin hús-gagnaverslun í hjarta Reykja-víkur og á Akureyri. „Við erum
með mjög gott úrval af endingargóð-
um rúmdýnum og rúmbotnum á afar
breiðu verðbili. Bæði bjóðum við upp
á rúmdýnur og botna sem við flytj-
um inn en einnig sem við framleið-
um sjálf. Þá getur viðskiptavinurinn
sérvalið tau- og leðuráklæði á
botna og rúmgafla með mismun-
andi áferð og lit eftir því sem passar
inn í svefnherbergið. Hægt er að fá
flotta og þægilega skápúða sem er
skellt upp við höfðagaflinn þegar
maður gleypir í sig góða bók. Einnig
ganga þeir í staðinn fyrir höfðagafl
og hægt er að fá þá í sama lit og
áklæði og rúmbotninn,“ segir Kolbrún
Birna Halldórsdóttir, rekstrar- og
verslunarstjóri Vogue.
Eins gott að rúmið sé gott
Vogue býr yfir um 70 ára reynslu í
rúmaframleiðslu. „Við leggjum mikið
upp úr því að veita veiðskiptavinum
okkar fyrsta flokks þjónustu þegar
kemur að dýnu- og rúmbotna-
kaupum. Sölumenn okkar vita mjög
um vörurnar sem við bjóðum upp á
og veita meðal annars þá þjónustu
að legugreina viðskiptavininn svo
hann geti fjárfest í dýnu sem hentar
honum fullkomlega. Ef við gerum ráð
fyrir að manneskja fái um átta tíma
svefn á sólarhring þá merkir það að
við verjum um einum þriðja lífs okkar í
rúminu. Þá er líka eins gott að það sé
gæðarúm.“
Unglingurinn þarf góða dýnu
Það er gott að huga að því snemma
að það þurfa allir gott rúm til þess að
sofa í. „Við gleymum því oft að börn
og unglingar þurfa líka góða dýnu.
Það hefur einnig verið vísindalega
sannað að unglingar þurfi oftast
meira en átta tíma nætursvefn og því
er það algert grundvallaratriði fyrir
þá að rúmdýnan sé góð.“
Hvíldu þig í Loka og Freyju
Vogue framleiðir og hannar
stórsniðugan svefnstól sem er
tilvalinn í unglingaherbergið. „Við
erum með tvær gerðir, þ.e. Loka og
Freyju. Það er oft sem vinir fá að
gista hjá unglingnum. Þegar svo
ber undir er auðvelt að fletta svefn-
stólnum í sundur þannig að hann
verður að þykkri dýnu á gólfinu sem
er afar þægilegt að sofa á.“
Knúsaðu þig í svefn
„Önnur stórsniðug vara sem er
frábær fyrir unglinginn, eða hvern
sem er í raun, er svokallaður „body
pillow“ eða knúsukoddi. Þetta er
stór og langur púði sem er ótrúlega
þægilegt að sofa með. Einnig er
hægt að leggja hann upp við höfða-
gaflinn og sitja uppi við hann á með-
an maður les,“ segir Kolbrún.
Vogue er staðsett að Síðumúla 30,
Reykjavík og að Hofsbót 4, Akur-
eyri.
Nánari upplýsingar á vogue.is
Sími: 533-3500 Rvk. og 462-3504
Ak.
Rúmfræði fyrir hag unglingsins
VOGUE:
22. febrúar 2019