Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 6
6 PRESSAN 22. febrúar 2019 E rum við alein í alheiminum eða eru algjörlega óþekkt lífsform á einhverjum plánetum? Þetta er líklega ein af stærstu spurningunum sem leita á mannkynið og hefur gert alla tíð. En nú er hugsanlega ekki svo langt þangað til við fáum svör við þessu. Jafnvel innan næstu fimm til tíu ára að mati Uffe Gråe Jørgensen, prófessors í stjarneðlis­ fræði við Kaupmannahafnar­ háskóla. Að minnsta kosti ef lífið hegðar sér eitthvað í líkingu við það sem það gerir á jörðinni. „Það er ótrúleg tilhugsun að við lifum á tíma þar sem við getum í fyrsta sinn fengið svarið við svona mikilvægri spurningu. Það er frá­ bært að við munum fá svar,“ sagði Jørgensen nýlega í samtali við videnskab.dk. Innan fárra ára verður ný kyn­ slóð geimsjónauka tilbúin til að leita að ummerkjum um líf á byggilegum plánetum utan sól­ kerfisins okkar. Með því að rann­ saka gufuhvolf þeirra getum við fengið svar við spurningunni um hvort líf sé að finna utan jarðar­ innar. En stóra spurningin er auð­ vitað hvert á að beina sjónum þessara sjónauka í leit að geimver­ um, einfrumungum, plöntum eða hverju því sem við teljum að geti verið að finna í hinum risastóra al­ heimi? Fjarplánetur eru væntanlega til­ valdar til slíkra rannsókna en það eru plánetur sem eru á braut um stjörnur sínar utan sólkerfis okkar. Sérfræðingar eru að mestu sam­ mála um að beina eigi leitinni að slíkum plánetum. Nú þegar vitum við um 3.800 fjarplánetur í alheim­ inum og þær eru örugglega miklu fleiri. Þetta eru dularfullir heimar fyrir okkur því við komumst ekki til þeirra til að rannsaka þá. En þrátt fyrir að nýju stjörnusjónaukarnir séu mjög fullkomnir þá gera þeir okkur aðeins kleift að rannsaka þær plánetur sem eru allra næst sólkerfinu okkar. En það þýðir ekki að beina sjónaukunum að hvaða plánetum sem er af þessum 3.800, fyrst þarf að að skera úr um hvort þær séu byggilegar. Ef þær eiga að vera byggilegar fyrir líf eins og við þekkjum það þá þarf hitastigið að vera passlegt, það þarf að vera fljótandi vatn þar, andrúmsloft og plánetan þarf að snúast um öxul sinn. Jørgensen sagði að á grunni getu nýju sjónaukanna og skilyrð­ anna sem fjarplánetur verða að uppfylla til að líf, eins og við þekkj­ um það, geti þrifist þar, sé ekki úti­ lokað að við finnum sannanir fyrir lífi á nokkrum slíkum á næsta ára­ tug, hugsanlega tíu plánetum og jafnvel fleiri. Erum við ein? Vísindamenn eru ekki allir sam­ mála um hvort líf sé að finna utan jarðarinnar. Sumir telja nánast ör­ uggt að svo sé en aðrir benda á að það þurfi svo mikla röð tilvilj­ ana til að líf geti sprottið upp. Þá benda aðrir á að alheimurinn sé óendanlegur og því hljóti líf að hafa kviknað á öðrum plánetum en jörðinni, slíkur sé fjöldi pláneta og stjarna. Reynsla okkar hér á jörðinni sýnir einnig að tilveran er hörð en hér hefur verið líf þrátt fyrir ísaldir, árekstra við loftsteina og breytingar á samsetningu and­ rúmsloftsins. Þetta segir okkur að ef líf kviknar á annað borð þá sé erfitt að gera út af við það. En það eru ekki öll kurl komin til grafar þótt við finnum ummerki um líf í andrúmslofti plánetu því þá á eftir að færa sterk rök fyrir að líf sé á plánetunni. En geimrann­ sóknir standa nú á þröskuldi nýrra tíma þar sem háþróaðir sjónaukar geta rannsakað miklu meira og séð miklu lengra út í geiminn en við höfum getað til þessa. Risastór sjónauki Extremely Large Telescope (ELT) (Mjög stór sjónauki) verður stærsti sjónaukinn á jörðinni en hann er háþróaður og er talinn marka tímamót í geimrannsóknum. Það er ESO, European Southern Observatory, sem er að smíða þetta tækniundur. Sjónaukinn verður, eins og nafnið gefur til kynna, stærsti sjónaukinn hér á jörðinni og stærð skiptir miklu hvað varðar sjónauka. Hvolfþak hans verður 85 metrar í þvermál og stærsti spegill hans verður stærri en knattspyrnuvöllur. Þeim mun stærri speglar, þeim mun meiri upplausn. Annar nýr sjónauki er James Webb­sjónaukinn sem verður á braut um jörðina. Aðalverkefni hans verður að leita að innrauðu ljósi frá fyrstu stjörnunum og vetrar brautunum sem urðu til í al­ heiminum. En hann mun einnig, eins og ELT, rannsaka samsetn­ ingu andrúmslofts fjarpláneta. Ef andrúmsloft þeirra inniheldur einhverja af grunnstoðum lífsins, eins og við þekkjum það, getur það verið merki um að líf sé að finna á þeim. n NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR VATNSENDAHLÍÐ 29, 311 BORGARNES 27.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Sumarhús 57 M2 3 ÁLFTAMÝRI 28, 108 REYKJAVÍK 34.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýli 72 M2 3 KVÍSLARTUNGA 9, 270 MOSFELLSBÆR 87.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Parhús 286 M2 7 Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 www.gimli.is BJÓÐUM UPPÁ FRÍTT SÖLUVERÐMAT Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum Eftir 5 til 10 ár vitum við hvort við erum ein í alheiminum Nýrri kynslóð geimsjónauka beint að gufuhvolfum Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Uffe Gråe Jørgensen Prófessor í stjarn- eðlisfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Risastór sjónauki En hvert skal beina honum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.