Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 22
22 FÓKUS 22. febrúar 2019 É g var bara smástrákur þegar afi féll frá á gamals aldri. Af samtölum við móður mína og fleiri í fjöl- skyldunni veit ég hins vegar vel hversu þungbært það var hon- um þegar Hermóður fórst. Um borð voru starfsfélagar hans og vinir til margra ára,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við DV. „Í einu vetfangi urðu 17 börn föðurlaus. Mér þótti Hermann Guðjónsson sigl- ingamálastjóri komast vel að orði þegar hann skrifaði fyrir áratug um mennina tólf sem drukknuðu með Hermóði að morgni 18. febr- úar 1959: „Hermóðsslysið er stærsta áfall sem hefur hent íslensku vitaþjón- ustuna fyrr og síðar. Sjómennirn- ir tólf urðu ekki grátnir úr helju frekar en Baldur hinn góði sem æsir sendu Hermóð hinn hvata að sækja úr greipum dauðans. Þeir fylla flokk hinna fjölmörgu íslensku sjómanna sem hafa týnt lífi við störf sín og minning þeirra verðskuldar virðingu.“ Hafist var handa við að smíða nýtt vitaskip eftir Hermóðsslysið og árið 1962 kom Árvakur til landsins. „Afi Guðni tók þar við skip- stjórn en fór í land eftir tæpan áratug. Þá hafði hann verið til sjós í meira en hálfa öld,“ segir Guðni. „Mér er sagt að mest hafi hon- um líkað að vera með vitaskip- in tvö, Hermóð og Árvakur. Þeir sem völdust þar í skipsrúm voru harðduglegir enda ekki vanþörf á. Víða var erfitt að færa vitavörð- um vistir, lendingin snúin og síð- an þungur burður upp stórgrýti og hamra. Á sínum langa ferli sinnti afi líka landhelgisgæslu og lenti þá í ýmsum svaðilförum. Til dæm- is þráaðist einn breski togara- skipstjórinn við þegar afi vildi færa skip hans til hafnar og hugð- ist sigla heim á leið. Gamli Ægir þurfti að skjóta um 30 sinnum að togaranum, War Grey, uns sá breski gafst upp. Þetta var á stríðs- árunum og um darraðardansinn má meðal annars lesa í Virkinu í Norðri, 3. bindi,“ segir Guðni. Guðni telur líkur á að æviferill afa hans hafi haft áhrif á að hann hafi ákveðið að skrifa í sagnfræði- námi um landhelgisdeilur og þorskastríð. Guðni segir: „Þar að auki hafa náfrændur mínir í föðurætt unnið hjá Land- helgisgæslunni og nefni ég þá helst þjóðhetju okkar Íslendinga, Guðmund Kjærnested. Á náms- árunum ræddi ég oft við hann um átökin á miðunum og naut þess mjög.“ Háskasamt að sækja sjóinn Guðni segir að hollt sé að minn- ast þess að háskasamt sé að sækja sjóinn en fagnar um leið þeim framförum sem hafa orðið í ör- yggismálum sjómanna. „Í sama mánuði og Hermóður fórst sökk togarinn Júlí á Ný- fundnalandsmiðum, með 30 manna áhöfn. Hollt er að minn- ast þess hversu háskasamt það var að sækja sjóinn en fagna því um leið að sjóslysum hefur snar- fækkað,“ segir Guðni og bætir við að lokum: „Þannig telst 2008 seint til bestu ára Íslandssögunnar en það ár urðu samt þau tímamót að enginn mannskaði varð við Ís- landsstrendur, í fyrsta skipti frá því að sögur hófust. Og nú þurf- um við auðvitað að sjá til þess að öryggismál allra á sjó séu eins og best verði á kosið, ekki síst með öflugri landhelgisgæslu sem getur þá sinnt björgunarstörfum þegar á reynir.“ Hvíldi þungt á afa Guðna Th. „Á sínum langa ferli sinnti afi líka landhelgis- gæslu og lenti þá í ýmsum svaðilförum Framhald á síðu 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.