Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Blaðsíða 25
Xxxxxxxxxxxx 22. febrúar 2019 KYNNINGARBLAÐ Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti fermingar­börnunum og foreldrum þeirra og veita þeim góða þjón­ ustu. Þetta er mikilvæg stund á ævi unglingsins og til dæmis eru strákar oft að velja þarna sín fyrstu jakkaföt. Þá þarf líka að leiðbeina þeim um hvernig maður ber sig að, til dæmis hvernig jakkanum er hneppt,“ segir Sölvi Magnússon, sem er rekstrar­ stjóri hjá Galleri 17 ásamt Maríu Einarsdóttur. NTC rekur margar tískuvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu, þar meðal Galleri 17, sem er bæði í Kringlunni og Smáralind. Í Galleri 17 er afar mikið úrval af flottum fermingarfatnaði og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Fermingartískan hefur sjaldan verið eins fjölbreytt og í ár. Hjá strákunum er skemmtilegt samspil á milli klassísks fatnaðar og þess sem kallað er „streetwear“. Sumir velja flotta fatasamsetningu en aðrir eru í klassískum jakkafötum. Við skyrturnar eru ýmist notuð bindi eða klútar og svo eru rúllukragabolir að koma mjög sterkir inn. Vinsælt er að vera í striga­ skóm við jakkafötin, til dæmis frá Nike eða Vans. Svo eru margir sem ætla að nýta skóna sem hversdagsskó eftir ferminguna,“ segir Sölvi. Að sögn Maríu hefur fjölbreytnin aukist hjá strákunum en fermingar­ fötin á stelpurnar eru samt ennþá fjölbreyttari: „Samfestingar eru mjög vinsælir, líka blúndukjólar og ýmsir stílhreinir kjólar í ljósum litum. Úrvalið af skóm er rosalega fjölbreytt. Sumar velja einfalda hæla á meðan aðrar sækja í gróf stígvél frá Dr. Martens og enn aðrar hvíta strigaskó frá Nike eða Buffaló­skó.“ Meðal vinsælla merkja í fermingar­ fatnaðinum eru Moss Reykjavík, Made, Cheap Monday og SamsØe SamsØe. Stór stund að velja fermingarfötin „Sumir afgreiða sitt á stuttum tíma á meðan aðrir vilja koma oft og taka sér tíma í að máta,“ segir Sölvi, en það er stór stund hjá mörgum að velja fermingarfötin og margir bregða á leik og taka myndir við þetta tækifæri sem notaðar eru á samfélagsmiðla eða sýndar í veislunni. „Starfsfólkið leggur áherslu á að sýna krökkunum eitthvað sem fellur að stíl hvers og eins. Mörg eru með ákveðnar hugmyndir um hvað þau vilja og við leggjum áherslu á að uppfylla óskir þeirra.“ María bætir við að margir foreldrar noti tækifærið og skoði föt fyrir sjálfa sig enda úrvalið mikið í verslunum NTC. Margir nýta sér þá að vera í NTC­klúbbnum og noti vildarpunkta þegar þeir kaupa fyrir fjölskylduna. Í vefútgáfu greinarinnar á dv.is má fletta fermingarhandbókinni frá NTC en þessi glæsilegu sýnishorn eru einungis brot af úrvalinu. Við mælum með að komið sé við í Galleri 17 í Kringlunni og Smáralind, skoðað, þreifað á, mátað og fengin sé góð ráðgjöf hjá starfsfólki. Sjá einnig vefsíðuna ntc.is Það er vel tekið á móti fermingarbarninu í Galleri 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.