Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 0. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  221. tölublað  106. árgangur  HVERNIG ER AÐ DEYJA ÚR SORG? SEGIR HEIMA- VELLI EIGA MIKIÐ INNI ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS VIÐSKIPTAMOGGINN 6 SÍÐUR VAN GOGH-BRÆÐUR 68 MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forsvarsmenn sveitarfélagsins Ölf- uss eiga í viðræðum við erlenda fjár- festa um mögulega aðkomu þeirra að uppbyggingu hafnarmannvirkja í Þorlákshöfn. Heimildir Morgun- blaðsins herma að í þeim hópi séu fjársterkir aðilar frá Kína. Elliði Vignisson bæjarstjóri vill ekki tjá sig um hvaða erlendu aðilar hafi setið fundi um málið. Að hans sögn er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hafn- armannvirkin muni að lágmarki kosta 6 til 8 milljarða króna. Hann segir að sveitarfélagið leiti ýmissa leiða til að tryggja uppbygg- ingaráform á svæðinu. „Það er hvim- leitt fyrir okkur sem leiðum störf sveitarfélaga hér á landi að vera sí- fellt að fara bónleið til búðar til rík- isins í þeim tilgangi að leita fjár- magns í þörf verkefni.“ Elliði segist ekki óttast aðkomu erlendra fjár- festa að þessu verkefni. „Auðvitað þekkjum við umræðuna um hina stórhættulegu „auðmenn“ sem vilja komast í fjárfestingar. Við óttumst hins vegar ekki aðkomu þeirra að hinu öfluga Ölfusi.“ Leita fjármagns úti  Óhefðbundnar fjármögnunarleiðir kannaðar við uppbyggingu hafnarmannvirkja í Ölfusi  Viðræður við kínverska fjárfesta MViðskiptaMogginn Ljósmyndari Morgunblaðsins rak upp stór augu þegar hann sá stafina SÁ spretta upp úr berangursmel sunnan við Þóris- jökul þegar flogið var þar yfir. Jóhann Kristjánsson land- græðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum að græða þarna upp uppblásið og illa farið svæði. Hann hefur farið þangað á hverju vori síðan og sáð og borið á. „Þetta er beringspuntur sem ég setti þarna niður fyrir um fjórum árum til að vekja athygli á því að það er hægt að sá í svona mela og fá upp góðan gróður,“ sagði Jóhann. »37 Morgunblaðið/Árni Sæberg Landgræðslumaður fór út að sá og upp kom SÁ  Nýir eigendur tóku við rekstri Krónuverslananna um síðustu mán- aðamót eftir að N1 yfirtók Festi. Stefna þeir að því að opna fjórar nýjar Krónuverslanir á næstu miss- erum. Sú fyrsta verður opnuð í Skeifunni fyrir jól, í húsnæði þar sem Víðir var áður. Hinar versl- anirnar verða opnaðar í Hafnar- firði, í Norðlingaholti og á Akur- eyri. Gréta María Grétarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Krónunnar ehf., seg- ir að hlutdeild fyrirtækisins á mat- vörumarkaði á landsvísu sé á bilinu 20-25%. Veltan í ár verður um 30 milljarðar. »24 Opna fjórar nýjar verslanir á næstunni  Ísland er í öðru sæti af 146 þjóðum í mælingu fyrirtækisins Social Pro- gress Imperative á vísitölu fé- lagslegra framfara. Ísland hefur því færst upp um eitt sæti á listanum á milli ára, en einungis Norðmenn standa betur. Vísitalan mælir velmegun og lífs- gæði þjóða en hún byggist eingöngu á samfélagslegum og umhverfistengd- um breytum. Í umfjöllun ViðskiptaMoggans kem- ur fram að Íslendingar séu fremstir allra þjóða í 12 flokkum af þeim 51 sem litið er til. Þar má t.d. nefna að dánartíðni mæðra við fæðingu er minnst hérlendis. »ViðskiptaMogginn Ísland í 2. sæti fé- lagslegra framfara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.