Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Bridgesamband Íslands – Síðumúla 37 – 108 Reykjavík – sími 587 9360 – www.bridge.is Bridge gerir lífið skemmtilegra Viltu læra bridge? Bridgesambandið getur útvegað leiðbeinendur fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. Guðmundur Páll starfrækir Bridgeskólann, þar geta þeir lært bridge sem eru að stíga sín fyrstu skref í bridge og einnig þeir sem vilja bæta við kunnáttu sína. Námskeið í Bridgeskólanum hefjast 1. og 3. október. Allir undir 25 ára aldri fá frítt á byrjendanámskeið. Upplýsingar hjá Guðmundi Páli Arnarsyni í síma 8985427 eða á gpa@simnet.is Eldri borgarar spila alla mánudaga og fimmtudaga kl. 13–17 í Síðumúla 37 Stórmót í Bridge Reykjavík Bridgefestival fer fram í Hörpu 31. janúar–3. febrúar 2019, skráning á bridge@bridge.is Bridgefélög og klúbbar eru starfræktir um allt land – upplýsingar á bridge.is Bridge sameinar aldurshópana • Bridge er gott fyrir heilsu þína • Bridge er manns gaman „Bridge er fyrir alla“ „Flestir sem læra og spila bridge ná árangri í lífinu“. Bill Gates stofnandi Microsoft, spilar bridge 2-3 tíma flesta daga Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hef farið á hverju vori í ellefu ár með nokkra stóra sekki af fræi og nokkur hundruð kíló af áburði þarna upp eftir. Svo hef ég dundað mér við að bera á örfoka land þar sem er sviðin jörð,“ sagði Jóhann Krist- jánsson landgræðslumaður. Svæðið sem um ræðir er suðaustan við Þór- isjökul og norðan við línuveginn við Skjaldbreið. Ef það gerði rok um það leyti sem Jóhann byrjaði á land- græðslunni mátti sjá moldina hverfa af svæðinu í 12-15 kílómetra löngum stróki. „Þegar við erum komin í 400-500 metra hæð er moldin mjög dýrmæt. Það tók margar aldir fyrir jarðveg- inn sem þarna fauk út í buskann að byggjast upp. Það er ekki lengur taumlaus beit á þessu svæði en eftir 1870 var hún alveg taumlaus. Þetta er svæðið sem Jónas Hallgrímsson orti um í ljóðinu Skjaldbreiður og kallaði Lambahlíðar, því þarna var fullt af lömbum. Svæðið sem ég vinn á heitir Fíflvellir og er nú örfoka melar og rofabörð. Þar var áður mikill gróður,“ sagði Jóhann. Hann segir að örfá rofabörð sem eru eftir séu til vitnis um hvað gróðurþekjan var þykk og mikil. Nú er hún að mestu fokin út í veður og vind. Jóhann hefur til þessa einbeitt sér að því að græða upp rofabörðin og nokkurra hektara stóra moldar- sléttu á svæðinu. Þar safnast leys- ingavatn á vorin sem ber með sér mikið af mold. Jóhann kveðst ein- beita sér að „slökkvistarfinu“, það er að koma í veg fyrir að moldin fjúki burt þar sem uppblásturinn hefur verið mestur. „Gróðurinn tekur við sér um leið og þessu er sinnt,“ sagði Jóhann. Hann hefur fengið upplýsingar og ráðgjöf frá Landgræðslunni í Gunn- arsholti. Landsnet hefur stutt hann mjög vel með því að borga fyrir áburðinn og fræið. Fyrirtækið á raf- línur sem liggja yfir svæðið. SÁ og STEINN Jóhann fann mel sem hann taldi geyma mjög góðan jarðveg og mundi taka vel við áburðargjöf og fræi. Hann ákvað að sá þar fyrir stöfunum SÁ, sem voru einu staf- irnir sem honum komu í hug. Sögnin er honum líka ofarlega í huga eftir allt landgræðslustarfið. Hann prent- aði stafina út, mældi nákvæmlega og skalaði upp. Svo markaði hann fyrir stöfunum á jörðinni með snúru og hælum, bar á reitina og sáði. Áletr- unin er um 35 metra breið og rúm- lega 12 metra há. Hún leynir sér ekki úr lofti. Stafirnir SÁ eru ekki eina áletrunin sem Jóhann hefur skilið eftir sig í íslenskri náttúru. „Á sínum tíma fór ég upp á Esj- una með þremur félögum mínum. Í bakpokanum var skilti úr ryðfríu stáli sem stóð á STEINN. Við fest- um skiltið upp og merktum Stein- inn,“ sagði Jóhann. „Við getum farið hvenær sem er upp eftir og náð í skiltið sem við settum þarna upp!“ Sjálfboðaliði græðir upp auðnina  Jóhann Krist- jánsson hefur bjarg- að jarðvegi og grætt upp örfoka land Ljósmynd/Úr einkasafni Landgræðslustarf Jóhann Kristjánsson dreifir áburði og grasfræinu með skóflu. Fljótt spretta upp grastoppar sem binda jarðveginn. Skjaldbreiður í baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.