Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 byrja í kór og nú syng ég í hverri viku og hugsa oft til þín. Það var gaman að ræða stjórnmál við þig og þú hafði oft mjög skemmtileg sjónarhorn á það sem var að gerast í mannlíf- inu, víkkaðir sjóndeildarhring minn og áttir þinn hlut í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur í lífinu. Takk fyrir allt, við munum alltaf hugsa til þín og minnast þín, elsku afi. Róbert Viðar Bjarnason og fjölskylda. Frá því að ég man eftir mér hefur Halli frændi minn verið stór hluti af lífi mínu. Meðan for- eldrar mínir bjuggu fyrir norðan og hann kom í heimsókn frá Reykjavík hljóp ég sem barn langar leiðir til að opna hlið svo hann gæti ekið alla leið og fékk að launum að sitja í fína bílnum hans heim á hlað. Halli var traustur, frændrækinn og hjálp- samur og þegar ég glugga í göm- ul bréf sé ég að hann hefur verið fús að útvega og kaupa það sem hann hefur getað, sama hvað það var. Hann keypti m.a. úlpu fyrir Hansa, bíla fyrir pabba, seldi bát og rjúpur fyrir Munda og keypti einnig fyrir hann bíla. Hann ráð- lagi fólkinu sínu hvað best væri að kaupa og hvernig ætti að snúa sér við viðskiptin. Þegar ég sem unglingur var í Reykjavík var gott að koma til hans og Rögnu og alltaf var sjálf- sagt að fá að gista hjá þeim. Um- hyggja hans kom vel fram þegar hann fékk mig til að vinna fyrir sig viðvik þegar ég, staurblank- ur, var í Iðnskólanum og þá kom ekki annað til greina en borga mér fyrir. Hann vissi sem var að ég var auralítill. Ragna var líka hlýleg, góð og gestrisin og hon- um þótti óendanlega vænt um hana og börnin og var mikill fjölskyldumaður. Lengi vann hann sem leigubílstjóri hjá Hreyfli og byggði gegnum Bygg- ingafélag Hreyfils íbúð í blokk í Álfheimum 44 árið 1957. Hann talaði oft um að hann sýndi afa Sigfúsi íbúðina fokhelda áður en afi lést í janúar 1958. Í Álfheim- unum bjó Halli upp frá því. Hann vildi eiga góða bíla og þeir glöns- uðu bæði utan og innan. Hann var bæði hagsýnn og passasamur og meðfram akstrinum gerði hann upp píanó og annaðist píanóstillingar fyrir fólk. Í mörg ár átti hann hesta og byggði hann ásamt föður mínum hest- hús í Víðidal. Þeir heyjuðu saman og stundum flutti ég heyið fyrir þá heim í hlöðu. Það voru góðir dagar og gleði fylgdi samvinnu bræðranna. Þegar ég seinna rak fyrirtæk- ið Frum kom hann oft í kaffi og við spjölluðum saman. Þá fann maður hvað börnin hans og barnabörn áttu stóran hlut í huga hans, sem og allir ættingj- ar. Hann var mjög gamansamur og við hlógum oft að því sem bar á góma í spjallinu en einnig átt- um við alvarleg samtöl og ríkti trúnaður milli okkar. Eftir að ég hætti að vinna hringdum við okk- ur reglulega saman og spjölluð- um um lífið og tilveruna. Hrúta- fjörðurinn var honum alltaf mjög hugleikinn og hann fylgdist vel með því sem var að gerast í sveit- inni. Hann gaf út margar nótna- bækur með lögum eftir Stein- grím bróður sinn og hafði alla umsjón með verkum hans. Einn- ig gaf hann út hljómdisk með lög- um eftir sjálfan sig, Steingrím og Lárus. Eftir hann er bókin Æviá- grip, þar sem hann stiklar á stóru um lífshlaup sitt. Núna þegar haustlaufin falla í öllum sínum margbreytilegu lit- um og minna á litríkan og fal- legan persónuleika Halla kveð ég hann og þakka af öllu hjarta og með söknuði fyrir hverja stund sem við áttum saman fyrr og síðar. Við Gunnhildur vottum ást- vinum okkar dýpstu samúð. Finnur Eiríksson. ✝ Kristín HuldaÞór fæddist á Akureyri 13. júní 1924. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Ísafold 6. september 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jó- hanna Þór hús- móðir, f. 23.10. 1886, d. 10.12. 1965, og Jón Þ. Þór málarameistari, f. 25.9. 1877, d. 24.7. 1941. Systkini Kristínar voru Sverrir Páll Þór, f. 16.10. 1914, d. 28.8. 1990, og Ólöf F. Þór, f. 29.9. 1930, d. 5.1. 2008. Kristín bjó á Akureyri fram til ársins 1956 en þá flutti hún ásamt móður sinni til Reykja- víkur og það sama ár byrjaði hún að vinna í fjármáladeild Sambands ís- lenskra samvinnu- félaga og vann þar til ársins 1972. Kristín giftist í mars 1972 ekkju- manni frá Banda- ríkjunum, Carter Bundy, og flutti með honum vestur um haf. Lengst af bjuggu þau í Flór- ída. Carter lést ár- ið 1987 en Kristín bjó áfram í Flórída til ársins 1998 er hún flutti aftur til Íslands. Kristín var mjög virk í kristilegu starfi, bæði á Íslandi og vestan hafs. Hún stofnaði m.a. Æskulýðskór KFUM og KFUK. Útför Kristínar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 20. september 2018, klukkan 13. Í dag kveðjum við elskulega móðursystur okkar, Kristínu Huldu Þór. Stína frænka, eins og við kölluðum hana ávallt, skipaði sérstakan sess í lífi okkar allra. Við tengdumst henni sterkum böndum hvert á sinn hátt. Við sem elst erum tengdumst henni strax í barnæsku þegar hún ásamt ömmu okkar bjó um fimm ára skeið á heimili foreldra okk- ar. Það lagði grunninn að hinu nána sambandi okkar allra við hana. Það var alltaf gaman að heimsækja Stínu eftir að hún flutti í Sólheimana í Reykjavík og ekki síst að fá að gista hjá henni. Hún sagði okkur gjarnan skemmtilegar og spennandi sög- ur, m.a. frá ferðalögum sínum, og á heimili hennar var að finna framandi muni frá fjarlægum löndum. Það var stundum eins og ævintýrablær svifi þar yfir vötn- um. Við urðum öll heldur leið þegar við fréttum af því að hún hygðist flytja til Bandaríkjanna en flest fengum við tækifæri til þess að heimsækja hana þangað oftar en einu sinni. Líklega er minnisstæðasta ferð okkar systra frá 1976 þegar við, þá tutt- ugu og tveggja og tólf ára gaml- ar, ferðuðumst einar til New York í okkar fyrstu alvöru utan- landsferð. Það var spennandi og mikil upplifun og Stínu þótti gaman að opna þann ævintýra- heim fyrir okkur. Flestar heim- sóknir okkar til Stínu voru þó til Flórída, þar sem hún undi hag sínum svo vel. Það átti vel við hana að búa á suðrænum slóðum og hún naut hins góða veðurfars sólskinsríkisins. Hennar létta lund og glaðværð átti svo vel heima þar ytra. Það var henni því erfið ákvörðun að flytja til Ís- lands 1998, en þá hafði það úr- slitaáhrif að hún vildi vera nærri fjölskyldu sinni og ástvinum þeg- ar hausta tæki í lífi hennar. Stína talaði oft um að henni fyndist hún eiga heilmikið í okk- ur systurbörnum sínum en sjálf var hún barnlaus. Það sama má svo segja um börnin okkar og barnabörn. Hún sýndi þeim mik- inn og einlægan áhuga, væntum- þykju og kærleik eins og þau væru hennar eigin barnabörn og vildi vita hvernig þeim vegnaði og hvað þau hefðu fyrir stafni hverju sinni. Við skynjuðum öll hve mikils hún mat þessi tengsl. Þegar líkamlegri heilsu Stínu fór að hraka flutti hún á hjúkr- unarheimilið Ísafold. Hún undi hag sínum ágætlega þar og leið vel. Þar skipti máli að hún glataði aldrei andlegri heilsu og getu. Hún fylgdist með fréttum og heimsmálunum, las ógrynnin öll af bókum, var virk á Facebook og í tölvusamskiptum við vini og fjölskyldu um allan heim. Við er- um þakklát fyrir að hafa getað annast hana og stutt þegar hún þurfti á því að halda undir lokin og kveðjum með söknuði elsku- lega frænku okkar. Jón Þór, Gróa, Gunnar og Jóhanna. Í dag er komið að kveðjustund þegar Kristín Hulda Þór verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. Ég kynntist Kristínu snemma á níunda áratug síðustu aldar þeg- ar við Jóhanna systurdóttir hennar fórum að draga okkur saman. Í fyrstu voru tækifærin til samveru fá þar sem Stína var búsett í Bandaríkjunum en minningarnar frá heimsóknum okkar til hennar á Flórída eru okkur afar dýrmætar. Það á ekki síst við um brúðkaupsferðina okkar 1988. Þá dvöldum við hjá henni um nokkurra vikna skeið og ég kynntist henni vel. Það var frábært að njóta gestrisni henn- ar og glaðværðar og fá að taka þátt í því lífi sem hún lifði í Bandaríkjunum sem gaf henni svo mikið. Það var augljóst að það átti vel við Stínu að búa á Flórída, hún naut þess að vera í sólríku og hlýju loftslagi þar sem hún gat jafnvel synt í vatninu sem húsið hennar stóð við. Henni tókst eitt kvöldið að koma ungu hjónunum með sér í vatnið en þá vildi ekki betur til en allir þurftu að forða sér með hraði því þar var einnig á sundi krókódíll sem hafði villst í vatnið. Brúðguminn ungi hafði auðvitað synt lengst og átti þ.a.l. lengsta leið í land þegar hann skyndilega horfðist í augu við óargadýrið. Þessi saga hefur oft verið rifjuð upp og ávallt uppskorið mikinn hlátur, ekki síst Stínu sem fannst þetta nú ekkert tiltökumál. Fullyrðing- ar mínar um að þarna hafi ég bjargað lífinu á sundi þóttu henni miklar ýkjur en skellihló að öllu saman. Hláturmildi einkenndi einmitt Stínu og hún sá ævinlega jákvæðar hliðar hvers máls og fólksins í kringum sig. Þó að líf hennar hafi ekki alltaf verið þrautalaust og heilsan hafi á tíð- um gert henni erfitt fyrir var glaðværðin ávallt skammt und- an. Henni var tamt að líta svo á að ávallt bæri að þakka það sem gott væri og muna að margir lifðu við þyngri þrautir. Stína var um margt mjög áhugaverð kona. Hún ferðaðist mikið á yngri árum, m.a. til landa sem á þeim tíma þóttu framandi og bjó yfir lífsreynslu sem ekki er sjálfgefin fyrir konu af hennar kynslóð. Það mótaði hana eflaust og átti þátt í þeirri víðsýni sem hún hafði til að bera og sjálf- stæði. Hún var alveg fram á síð- ustu daga virk á samfélagsmiðl- um og í samskiptum við vini og ættingja víðsvegar um heiminn. Það veitti henni mikla ánægju. Við hjónin erum þakklát fyrir all- ar þær stundir sem við áttum með Stínu, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Við höfðum ekki tök á að vera við jarðarför Stínu en erum með henni í hug- anum og erum þakklát fyrir að hafa haft tækifæri til eiga með henni fallega kveðjustund fyrir skömmu þegar við öll vissum hvert stefndi. Blessuð sé minning Kristínar Huldu. Pétur Ásgeirsson. Öll mætum við lokadegi okkar jarðneska lífs, fyrr eða síðar. Kristínu Þór voru gefin mörg ár og góð þrátt fyrir heilsubrest á unglingsárum. Hún var þakklát og glöð kona. Kynni mín af henni má rekja til æskuáranna en hún og móðir mín voru jafn- aldrar og góðar vinkonur frá Akureyrarárum mömmu, en þangað fluttist hún með foreldr- um sínum þegar Jóhannes afi gerðist starfsmaður Kristni- boðsfélags kvenna á Akureyri á árunum 1933-1939. Móðir Kristínar, Jóhanna Þór, var lengi formaður kristniboðs- félagsins fyrir norðan. Kristín ólst því upp innan um ákafar kristniboðskonur og var upp frá því mikill kristniboðsvinur, sem kom fram í áhuga hennar á starf- inu, fyrirbænum og rausnarleg- um gjöfum sem full ástæða er til að þakka á þessari stundu. Krist- ín þakkaði móður sinni fyrir að hafa alið sig upp í trúnni á Jesú Krist og þannig leitt hana á rétt- an veg og blessunarríkan. Í við- tali sem ég tók við hana fyrir tímaritið Bjarma fyrir sjö árum sagði hún einmitt: „Trúin hefur gefið mér svo margt, trúin er grundvöllur alls annars. Hún er ástæðan fyrir vellíðan minni og blessun. Ég er rík að þekkja Jesú, trúa á hann og fá að lifa í samfélagi við hann. Án þess hefði líf mitt orðið allt öðruvísi.“ Kristín var virk í söng- og tónlistarlífi kristilegu félaganna og stofnaði á sínum tíma Æsku- lýðskór KFUM og K. Eftir að hún giftist og flutti vestur um haf var hún dugleg að senda föður mínum nótur að söngvum sem nota mætti í almennum söng eða kórsöng innan félaganna, en pabbi var alltaf með hugann við að glæða sönglífið með einhverj- um hætti. Kristínu hitti ég síðast fáein- um dögum fyrir andlát hennar. Að loknu góðu samtali las ég Sálm 121, um að Drottinn sé vörður okkar og að hann varð- veiti inngöngu okkar og útgöngu, héðan í frá og að eilífu. Útgangan úr þessum heimi var ekki langt undan, það vissi hún. Síðan báð- um við saman og hún kvaddi mig með orðunum: „Ef við sjáumst ekki aftur hér þá munum við sjást á himnum.“ Hún vissi hvert leiðin lá, lifði í von og fullvissu trúarinnar um að nú lægi ferðin á fund og í faðm Jesú. Bros hennar fylgdi mér er ég hvarf út um dyrnar. Drottinn blessi minningu Kristínar Huldu Þór og huggi ástvini alla. Ragnar Gunnarsson. Kristín Hulda Þór ✝ Lucinda GígjaMöller fæddist á Siglufirði 25. apr- íl 1937. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 10. september 2018. Foreldrar Gígju voru Alfreð Möller, f. 30.12. 1909, d. 10.1. 1994, og Friðný Sigurjóna Baldvinsdóttir, f. 16.10. 1918, d. 22.4. 1988. Syst- kini hennar eru Páll Geir, f. 27.9.1940, Súsanna Jóna, f. 7.9. 1943, Alma Kristín, f. 21.9. 1945, Erla Elva, f. 13.9. 1946, og Jó- hann Gunnar f. 25.7. 1955. Eiginmaður Gígju er Halldór Hallgrímsson skipstjóri, f. 8.7. 1932. Þau gengu í hjónaband 2. júní 1956. Dætur þeirra eru 1) Helga, f. 6.7. 1959. Eiginmaður hennar er Haukur Stefánsson, f. 10.7. 1960. Þau eiga synina Hall- dór Elfar, f. 22.5. 1981, og Hrannar Atla, f. 7.12. 1989. Hall- dór Elfar er kvæntur Maríu Rut Dýrfjörð og eiga þau dæturnar Kötlu Dögg, f. 2012, og Elmu Lind, f. 2014. 2) Halla, f. 29.9. 1960. Eiginmaður hennar var Halldór Gestsson, f. 30.10. 1956, d. 2014, þau slitu samvistum. Börn Þeirra eru a) Hildur, f. 30.10. 1978. Eiginmaður hennar er Jón Ísleifsson og dætur þeirra eru Gígja Lillý, f. 2008, og Heiðdís Harpa, f. 2011. b) Þórður, f. 27.1. 1981. Eiginkona hans er Halldóra Kristín Hauks- dóttir. Börn þeirra eru Berglind Halla, f. 2002, Haukur Leo, f. 2007, og Hrafn Leví, f. 2010. c) Hlynur, f. 26.9. 1993. Maki Höllu er Magnús G. Gunnarsson, f. 24.10. 1958. Einnig var bróðursonur Halldórs, Hall- grímur Jökull Jónasson, f. 31.1. 1963, í fóstri hjá Gígju og Halldóri frá 7-10 ára aldurs. Hallgrímur Jökull er kvæntur Ásdísi Þórðardóttur og eiga þau börnin Jónas Jökul og Ólöfu Gígju. Gígja fæddist á Siglufirði en flutti þriggja ára gömul til Akureyrar, þar sem hún bjó alla tíð. Árið 1960 fluttu Gígja og Halldór í Ásveg 16 og bjuggu þar í 43 ár þar til er þau fluttu í Skálateig 3. Gígja var heima- vinnandi húsmóðir þar til dæt- urnar uxu úr grasi en þá vann hún um nokkurra ára skeið á skrifstofum Vélsmiðjunnar Atla og Ofnasmiðju Norðurlands. Hún gekk ung til liðs við skáta- hreyfinguna og var skátaforingi og félagsforingi í kvenskáta- félaginu Valkyrjunni. Síðar varð Gígja félagi í St. Georgs- gildinu. Gígja spilaði á gítar, söng, prjónaði, heklaði, saumaði út, málaði á postulín o.fl. Liggja eft- ir hana margir fallegir munir. Einnig grúskaði hún mikið í ætt- fræði. Gígja og Dóri ferðuðust mikið bæði innan- og utanlands. Gígja greindist með Alz- heimer-sjúkdóminn fyrir nokkr- um árum og hefur búið á Dval- ar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð í tæp fjögur ár. Gígja verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 20. september 2018, klukkan 13.30. Elsku mamma. Þú brostir við brosi sólar það bros kom frá göfugu hjarta, svo sagðir þú: En sá ylur, ég elska sólskinið bjarta. Þú elskaðir allt hið góða og allt það sem blessun veitir og hjartanna harma stillir og hatri í kærleik breytir. Við þökkum þér alla ástúð á umliðnu tímans safni. Við kveðjum með klökkum huga við kveðjum í Drottins nafni. (Helga Halldórsdóttir frá Dag- verðará) Við eigum fallegar minningar um þig, elsku mamma, og munum alltaf sakna þín. Helga og Halla. Lucinda Gígja Möller Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAUKUR GUÐJÓNSSON frá Gaulverjabæ í Flóa, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir, Grafarvogi, sunnudaginn 16. september. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 25. september klukkan 13. Baldur Hauksson Laufey Bjarnadóttir Grétar Hauksson Eva Ósk Svendsen og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GLÚMSDÓTTIR, Hólum, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík föstudaginn 14. september. Útförin fer fram frá Einarsstaðakirkju laugardaginn 22. september klukkan 14. Jakob Haraldsson Glúmur Haraldsson Sverrir Haraldsson Guðný Þorbergsdóttir Haraldur Rúnar Sverrisson Símon Hjalti Sverrisson Erla Brynjólfsdóttir Þorbergur Sverrisson Lára Guðnadóttir Lárus Sverrisson Erla Björk Biering og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GÍSLI MAGNÚSSON frá Frostastöðum, til heimilis á Freyjugötu 28, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. september klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð. Ólöf S. Arngrímsdóttir Magnús Halldór Gíslason Sólveig Þrándardóttir Jóda Elín V. Margrétardóttir og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.