Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Valsmenn eru sannfærðir um að aðsóknarmetið sem sett var á Evr- ópuleiknum á móti Benfica fyrir hálfri öld standi óhaggað. Þá voru skráðir 18.243 áhorfendur að ótöld- um þeim sem komust inn með því að klifra undir eða yfir girðinguna. Þetta kom fram í hófi, sem hald- ið var í fjósinu á Hlíðarenda í fyrrakvöld, til að minnast þess að 50 ár voru frá Evrópuleiknum fræga. Viðstaddir fóru yfir sviðið og sögðu sögur. Valsmenn benda á að 1968 hafi stúkan á Laugardalsvelli tekið um 1.200 manns og fyrir vikið hafi ver- ið hægt að troða um 17.000 manns í stæði. Síðan þá hafi stúkan verið stækkuð mikið og nýrri bætt við austanmegin við völlinn. Þessar breytingar minnki eðlilega rýmið. Í þessu sambandi segja þeir að aðsóknarmetið á Hampden Park í Glasgow sé 149.547 manns á lands- leik Skotlands og Englands 17. apr- íl 1937. Síðan hafi orðið miklar breytingar á aðstöðu áhorfenda með auknum stúkubyggingum og völlurinn taki nú 52.063 manns. Ljósastaurarnir komu sér vel Aðsóknarmetið á Benfica- leiknum var ekki átakalaust. Hall- dór Einarsson segir að í marga daga eftir æfingar hafi leikmenn farið vítt og breitt með auglýsinga- miða, sem settir hafi verið á bíla fyrir utan kvikmyndahús, leikhús og aðra mannmarga staði. „Við hengdum líka upp gríðarlega mikið magn af veggspjöldum, negldum þau meðal annars á ljósastaura, sem voru úr tré á þessum tíma. Allir tóku virkan þátt í því að út- breiða erindið auk þess sem leik- urinn var rækilega auglýstur í fjöl- miðlum og ekki síst í útvarpinu. Þannig náðum við vel til alls lands- ins.“ Leikurinn vakti mikla athygli enda heimsfrægir leikmenn í hópi mótherjanna. Halldór minnist þess að á æfingunni daginn fyrir leik hafi fjöldi manns mætt. Veðrið hafi verið sérlega gott á þessum tíma og mikla athygli hafi vakið þegar Eusébio mætti ekki með Benfica- liðinu til landsins. „Hann þurfti að fara til Parísar til þess að taka á móti gullskónum og kom því á síð- ustu stundu,“ rifjar Halldór upp. Um 10% landsmanna mættu Halldór safnaði saman öllu sem tilheyrir leiknum og rammaði munina inn. Þar er meðal annars treyja, sem leikið var í, heillaóska- skeyti frá Gylfa Þ. Gíslasyni, þáver- andi menntamálaráðherra, að- göngumiði, leikskrá, veggspjald, blaðaúrklippur, myndir, þáverandi peningaseðlar og fleira. „Um 10% íbúa landsins mættu á leikinn og það met verður seint slegið,“ segir Halldór. steinthor@mbl.is Segja að metið standi Morgunblaðið/Hari Valsmenn hittust í fyrrakvöld og rifjuðu upp Evrópuleik Vals og Ben- fica á Laugardalsvellinum 18. sept- ember 1968. Fremri röð frá vinstri: Ægir Ferdin- andsson, Reynir Jónsson, Elías Her- geirsson og Friðjón B. Friðjónsson. Aftari röð frá vinstri: Samúel Örn Erlingsson, Gunnsteinn Skúlason, Sigurður Dagsson, Smári Jónsson, Bergsveinn Alfonsson, Ingvar El- ísson, Sigurður Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir (ekkja Þorsteins Frið- þjófssonar), Finnbogi Kristjánsson, Halldór Einarsson, Baldvin Jónsson, Hendrik Hermannsson (sonur fyr- irliðans Hermanns Gunnarssonar) og Alexander Jóhannesson. MSjá baksíðu Leikmenn og stjórn Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA HITTARAR Í HAUSTLÆGÐINNI Enn eitt snilldarverkið eftir höfund Alex Mögnuð og heillandi spennusaga „... besti glæpasagnahöfundur Frakka um þessar mundir.“ Financial Times Síðasta meistaraverk Mankells loksins komið út á íslensku Sjálfstætt framhald skáldsögunnar Ítalskir skór „Afburðagóð og grípandi saga.“ Verdens gang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.